Lék á FIFA með sínum eigin regnboga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 09:30 Tilfinningarnar flæddu hjá Ali Riley í leikslok á fyrsta sigri nýsjálenska kvennalandsliðsins á HM í fótbolta og hér má sjá í hluta af regnboganöglunum hennar. AP/Andrew Cornaga Nýja-Sjáland vann eftirminnilegan sigur í opnunarleik HM kvenna í fótbolta á dögunum en þær nýsjálensku fá ekki aðeins hrós fyrir frammistöðuna inn á vellinum. Alþjóða knattspyrnusambandið bannaði regnbogafyrirliðaböndin á HM kvenna alveg eins og sambandið gerði á HM í Katar í desember síðastliðnum. Fyrirliðarnir gátu valið úr átta mismunandi fyrirliðaböndum, sem á voru skrifuð jákvæð skilaboð, en regnbogalitirnir máttu þó hvergi sjást. Ali Riley captained New Zealand to a historic first ever World Cup win on Thursday as her team defeated Norway 1-0, but it was her nails that made headlines after the game, as well as her performance on the pitch https://t.co/TlwTQ51BHs— CNN International (@cnni) July 21, 2023 Þetta var fimmta heimsmeistaramót Nýja Sjálands en liðið hafði aldrei fagnað sigri fyrr en nú. Það og að þær voru á heimavelli gerði stundina enn stærri fyrir leikmenn liðsins sem mátti líka sjá á viðbrögðum þeirra í leikslok. Ali Riley, 35 ára fyrirliði nýsjálenska landsliðsins, átti þannig erfitt með að stjórna tilfinningum sínum eftir leikinn. Hún hafði hins vegar stjórn á því að leika á regluverk FIFA á nýstárlegan hátt. Þegar Ali Riley mætti í viðtölin eftir leikinn þá tók hún mikið um höfuð sitt enda enn að átta sig á þýðingu úrslita leiksins. Það gaf um leið sjónvarpsáhorfendum út um allan heim að sjá að hún var að plata forráðamenn FIFA með sínum eigin regnboga. Riley hafði nefnilega málað neglur sína í regnbogalitunum, hver nögl með sinn eigin lit. Hún reyndi vísvitandi að sína neglurnar og það var enginn vafi um að hún var þarna að senda skilaboð. Riley spilar með Angel City FC í Bandaríkjunum og félagið hennar var fljótt að benda á framtak leikmannsins. „Ali Riley (og regnboganeglur hennar) eru að brjóta Internetið,“ skrifaði Angel City á samfélagsmiðla sína undir mynd af henni. Nothing stopping Ali Riley from showing PRIDE at the World Cup this summer #FIFAWWC #Pride pic.twitter.com/FpnbFAYqtO— Women s Sports Exchange (@wsportsxchange) July 20, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið bannaði regnbogafyrirliðaböndin á HM kvenna alveg eins og sambandið gerði á HM í Katar í desember síðastliðnum. Fyrirliðarnir gátu valið úr átta mismunandi fyrirliðaböndum, sem á voru skrifuð jákvæð skilaboð, en regnbogalitirnir máttu þó hvergi sjást. Ali Riley captained New Zealand to a historic first ever World Cup win on Thursday as her team defeated Norway 1-0, but it was her nails that made headlines after the game, as well as her performance on the pitch https://t.co/TlwTQ51BHs— CNN International (@cnni) July 21, 2023 Þetta var fimmta heimsmeistaramót Nýja Sjálands en liðið hafði aldrei fagnað sigri fyrr en nú. Það og að þær voru á heimavelli gerði stundina enn stærri fyrir leikmenn liðsins sem mátti líka sjá á viðbrögðum þeirra í leikslok. Ali Riley, 35 ára fyrirliði nýsjálenska landsliðsins, átti þannig erfitt með að stjórna tilfinningum sínum eftir leikinn. Hún hafði hins vegar stjórn á því að leika á regluverk FIFA á nýstárlegan hátt. Þegar Ali Riley mætti í viðtölin eftir leikinn þá tók hún mikið um höfuð sitt enda enn að átta sig á þýðingu úrslita leiksins. Það gaf um leið sjónvarpsáhorfendum út um allan heim að sjá að hún var að plata forráðamenn FIFA með sínum eigin regnboga. Riley hafði nefnilega málað neglur sína í regnbogalitunum, hver nögl með sinn eigin lit. Hún reyndi vísvitandi að sína neglurnar og það var enginn vafi um að hún var þarna að senda skilaboð. Riley spilar með Angel City FC í Bandaríkjunum og félagið hennar var fljótt að benda á framtak leikmannsins. „Ali Riley (og regnboganeglur hennar) eru að brjóta Internetið,“ skrifaði Angel City á samfélagsmiðla sína undir mynd af henni. Nothing stopping Ali Riley from showing PRIDE at the World Cup this summer #FIFAWWC #Pride pic.twitter.com/FpnbFAYqtO— Women s Sports Exchange (@wsportsxchange) July 20, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira