Snæfríður synti á 1:58,14 mínútum og varð fjórtánda af 65 keppendum í undanrásunum.
Hún sló Íslandsmetið í tvö hundruð metra skriðsundi sem hún setti á Smáþjóðaleikunum fyrr í sumar. Gamla metið var 1:58,91 mínúta.
Snæfríður keppir því í undanúrslitum í kvöld. Sextán keppendur komast í úrslitin sem fara fram á morgun.