Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júlí 2023 13:00 Pétur G. Markan biskupsritari segir að Agnes stefni enn á að hætta á Sjómannadaginn á næsta ári. Vísir/Steingrímur Dúi Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag en þar gagnrýndi forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, að þeim hafi ekki verið tilkynnt um ráðningarsamninginn. Pétur G. Markan, biskupsritari, segir biskup fyrst og fremst starfa í umboði fólksins í kirkjunni. „Samkvæmt því sem biskup tilkynnti í ávarpi sínu um áramót ætlar hún að láta af störfum á næsta ári. Þá verður hún sjötug og ætlar að gera það í Hólskirkju í Bolungarvík á sjómannadaginn þegar hún klárar að visitera,“ segir Pétur og að kosning til biskups fari fram næsta vor og biskupsskiptin fari svo fram við lok næsta sumar. „Þetta er planið og er algerlega óbreytt. Það er fyrst og fremst fólkið í kirkjunni sem kýs sér biskup og það gerði það árið 2012. Yfirmaður biskups er fólkið í landinu og það veitir biskupi umboð til verka. Biskup var áður embættismaður en er það ekki lengur og það er hluti af því umbótaverkefni sem hún hefur unnið að,“ segir Pétur og að kirkjan sé ekki lengur ríkisstofnun og engir embættismenn starfi þar lengur. Það eigi einnig við um biskup. Ekki embættismaður heldur starfsmaður „Núna eru starfsmennirnir okkar bara á launasamning og við gerum þessa launasamninga vegna þess að það er launum samkvæmt,“ segir Pétur og að þannig sé vinnulöggjöfin virt en breytingarnar sem hann vísar til áttu sér stað árið 2019. Pétur segir framkvæmdastjóra gera álíka ráðningarsamninga við alla starfsmenn kirkjunnar og að það sé ekki þeirra verklag að tilkynna kirkjuþingi um slíka samninga. „Við tilkynnum ekki um einstaka ráðningarsamninga til kirkjuþings eða forseta kirkjuþings. Það er ekki í verklagi hjá okkur,“ segir Pétur og að ef eigi að gera það þá verði að breyta verklaginu. Í biðstöðu á meðan úrskurðarnefnd skoðar málið Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, telur þó að eðlilegt hefði verið að láta þau vita. Kirkjuþingið beri fjárhagslega ábyrgð. „Það er mjög einkennilegt að láta okkur ekki vita af þessum samningi vegna þess að við höfum verið í mjög mikilli óvissu eftir að kjörtímabili Agnesar lauk, hvað ætti þá að taka við,“ segir Drífa í samtali við Vísi en kjörtímabili hennar lauk í fyrra en samningur við hana var framlengdur. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur nú framlenginguna og lögmæti embættisins til skoðunar. Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings. Vísir/Arnar „Það er aldrei gerður ráðningarsamningur við biskup, eða vígslubiskupinn eða forseta kirkjuþings. Það er þannig að þegar kosningu lýkur þá fá þeir bréf frá kjörstjórn að þeir séu réttkjörnir og það er eini ráðningarsamningurinn sem er gerður við biskupana. Það er enginn starfssamningur. Það hefur aldrei verið gert,“ segir Drífa og að kjörstjórn kveði á um lögmæti kosningar og að kjaranefnd ákveði launin og að þau verði að rammast innan fjárhagsáætlunar. „Það hefði, þó ekki nema fyrir kurteisissakir, átt að láta okkur vita, mig sem forseta kirkjuþings og framkvæmdastjóra rekstrarskrifstofu .Við förum með fjárstjórnarvaldið og að sjálfsögðu kemur þetta okkur við,“ segir Drífa og að þau hafi hist á mörgum fundum og að það hefði verið eðlilegt að tilkynna þeim að allri óvissu með embættið hafi verið eytt með þessum samningi. Þetta sé þó alveg nýtt og hafi aldrei verið gert áður. Drífa segist enga skoðun hafa á samningnum sjálfum og að henni hefði þótt eðlilegt að þeim hefði verið tilkynnt um samninginn en að það sé lögfræðinga að kveða á um það. Málið sé fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sem kveði líklega upp sinn úrskurð við lok sumars. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. 25. júlí 2023 07:42 Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47 Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag en þar gagnrýndi forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, að þeim hafi ekki verið tilkynnt um ráðningarsamninginn. Pétur G. Markan, biskupsritari, segir biskup fyrst og fremst starfa í umboði fólksins í kirkjunni. „Samkvæmt því sem biskup tilkynnti í ávarpi sínu um áramót ætlar hún að láta af störfum á næsta ári. Þá verður hún sjötug og ætlar að gera það í Hólskirkju í Bolungarvík á sjómannadaginn þegar hún klárar að visitera,“ segir Pétur og að kosning til biskups fari fram næsta vor og biskupsskiptin fari svo fram við lok næsta sumar. „Þetta er planið og er algerlega óbreytt. Það er fyrst og fremst fólkið í kirkjunni sem kýs sér biskup og það gerði það árið 2012. Yfirmaður biskups er fólkið í landinu og það veitir biskupi umboð til verka. Biskup var áður embættismaður en er það ekki lengur og það er hluti af því umbótaverkefni sem hún hefur unnið að,“ segir Pétur og að kirkjan sé ekki lengur ríkisstofnun og engir embættismenn starfi þar lengur. Það eigi einnig við um biskup. Ekki embættismaður heldur starfsmaður „Núna eru starfsmennirnir okkar bara á launasamning og við gerum þessa launasamninga vegna þess að það er launum samkvæmt,“ segir Pétur og að þannig sé vinnulöggjöfin virt en breytingarnar sem hann vísar til áttu sér stað árið 2019. Pétur segir framkvæmdastjóra gera álíka ráðningarsamninga við alla starfsmenn kirkjunnar og að það sé ekki þeirra verklag að tilkynna kirkjuþingi um slíka samninga. „Við tilkynnum ekki um einstaka ráðningarsamninga til kirkjuþings eða forseta kirkjuþings. Það er ekki í verklagi hjá okkur,“ segir Pétur og að ef eigi að gera það þá verði að breyta verklaginu. Í biðstöðu á meðan úrskurðarnefnd skoðar málið Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, telur þó að eðlilegt hefði verið að láta þau vita. Kirkjuþingið beri fjárhagslega ábyrgð. „Það er mjög einkennilegt að láta okkur ekki vita af þessum samningi vegna þess að við höfum verið í mjög mikilli óvissu eftir að kjörtímabili Agnesar lauk, hvað ætti þá að taka við,“ segir Drífa í samtali við Vísi en kjörtímabili hennar lauk í fyrra en samningur við hana var framlengdur. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur nú framlenginguna og lögmæti embættisins til skoðunar. Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings. Vísir/Arnar „Það er aldrei gerður ráðningarsamningur við biskup, eða vígslubiskupinn eða forseta kirkjuþings. Það er þannig að þegar kosningu lýkur þá fá þeir bréf frá kjörstjórn að þeir séu réttkjörnir og það er eini ráðningarsamningurinn sem er gerður við biskupana. Það er enginn starfssamningur. Það hefur aldrei verið gert,“ segir Drífa og að kjörstjórn kveði á um lögmæti kosningar og að kjaranefnd ákveði launin og að þau verði að rammast innan fjárhagsáætlunar. „Það hefði, þó ekki nema fyrir kurteisissakir, átt að láta okkur vita, mig sem forseta kirkjuþings og framkvæmdastjóra rekstrarskrifstofu .Við förum með fjárstjórnarvaldið og að sjálfsögðu kemur þetta okkur við,“ segir Drífa og að þau hafi hist á mörgum fundum og að það hefði verið eðlilegt að tilkynna þeim að allri óvissu með embættið hafi verið eytt með þessum samningi. Þetta sé þó alveg nýtt og hafi aldrei verið gert áður. Drífa segist enga skoðun hafa á samningnum sjálfum og að henni hefði þótt eðlilegt að þeim hefði verið tilkynnt um samninginn en að það sé lögfræðinga að kveða á um það. Málið sé fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sem kveði líklega upp sinn úrskurð við lok sumars.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. 25. júlí 2023 07:42 Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47 Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. 25. júlí 2023 07:42
Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47
Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01