Eins og að kynda upp stóran hluta Ísafjarðar Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júlí 2023 21:01 Orkustjóri Orkubús Vestfjarða, Elías Jónatansson, og Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjarhafna. Vísir/Samsett Á næsta ári munu smærri skemmtiferðaskip að öllum líkindum geta landtengt sig á Ísafirði. Hafnarstjóri segir að sterkari flutningsgetu þurfi á höfnina fyrir stærri skip. Orkustjóri Orkubús Vestfjarða segir nauðsynlegt að virkja meira á Vestfjörðum. Rafvæðing hafnarinnar á Ísafirði hófst fyrir um fjórum árum og lýkur líklega á næsta ári, en aðeins fyrir smærri skip. Hafnarstjóri Ísafjarðarhafna, Hilmar Kristjánsson Lyngmo, segir að frekari framkvæmd þurfi að ræða í hafnar- og bæjarstjórn en að það þurfi sterkari flutningsgetu á hafnarsvæðið. Í nýrri skýrslu er Ísland á topp tíu þeirra landa þar sem skemmtiferðaskip menga mest í Evrópu. Ísafjarðarhöfn gerir ráð fyrir því að taka við 180 skipum í sumar sem skilar þeim um 300 milljónum í tekjur. Hilmar segir að eins og stendur sé verið að stækka hafnarkantinn sem skemmtiferðaskipin leggi við og að frekari framkvæmdir verði ræddar í hafnarstjórn í vetur. „Það eru lagðar lagnaleiðir í kantinn þannig sé hægt að koma búnaði fyrir og tengja hann, ef og þegar það verður gert. En staðan á Ísafirði er þannig að það vantar sterkari flutningsgetu á hafnarsvæðið,“ segir Hilmar. Flest skipin með hreinsibúnað Hvað varðar mengun á Ísafirði segir Hilmar að um 90 prósent þeirra skipa sem leggi við bæinn séu með hreinsibúnað. „Það er oft hvít gufa sem kemur upp úr þeim sem er þá hreinsaður reykur, en ef það er dekkri reykur þá er mengun í því. Það sem af er sumri höfum við ekki lent í slysi eins og á Akureyri þar sem mökkurinn kom upp úr.“ Honum líst vel á einkunnagjöf sem hafin er á Akureyri og Hafnarfirði um mengun skipanna og segir aukna kröfu frá skipafélögum að geta landtengt. „Ég hef fengið í sumar og vor mikið af fyrirspurnum frá skipafélögum hvort það sé í boði að fá rafmagn. Þannig það er komin krafa frá skipafélögum að geta tengst, og sú pressa á eftir að aukast meira bara.“ Geta brugðist við á einu ári Orkustjóri Orkubús Vestfjarða segir engin tæknileg vandamál við það að rafvæða hafnirnar frekar og að þau geti brugðist við því á um ári. „Ef þetta yrði mikið afl þyrftum við að styrkja kerfið á Ísafjarðarhöfn og jafnvel með því að leggja nýjan streng í aðveitustöð í fjarðarbotninum og út á höfn. Það eru svona fjórir kílómetrar,“ segir Elías Jónatansson, orkustjóri, og að þrátt fyrir að um stóra framkvæmd sé að ræða sé ekkert sem mæli gegn því að framkvæma hana. Elías Jónatansson er orkustjóri Orkubús Vestfjarða og segir nauðsynlegt að virkja meira á Vestfjörðum. Vísir/Skjáskot Hann segir nauðsynlegt sé að virkja meira á Vestfjörðum til að anna eftirspurn, ekki bara fyrir skipin, heldur alla íbúa. „Það er enginn að fara að virkja meira út af einu verkefni, eða kúnna eins og Ísafjarðarhöfn, en almennt þá vantar að virkja meira á Vestfjörðum vegna aukinnar notkunar, ekki bara frá ferðamennsku heldur ýmissi atvinnustarfsemi. Fyrir utan að raforkuöryggið á Vestfjörðum er ekki nægilega mikið, og við þurfum að virkja bara þess vegna,“ segir Elías en eins og stendur er afl sótt utan Vestfjarða fyrir helming af þeirri orku sem er verið að nota. „Það þarf helst að virkja hér 30 til 40 megavött ef vel á að vera.“ Elías segir að skipin geti sannarlega verið stórir notendur. „við erum að tala um stærðargráðu, ef þetta á að vera allt aflið sem þau nota, þá erum við að tala um tíu til fimmtán megavött sem er svipað eins og við erum að nota á fjarvarmaveituna sem er á eyrinni. Hún er með uppsett afl tíu megavött. Þannig í samanburðinum er þetta eins og að kynda upp stóran hluta Ísafjarðar.“ Ísafjarðarbær Orkumál Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Tengdar fréttir „Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. 18. júlí 2023 13:04 Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Rafvæðing hafnarinnar á Ísafirði hófst fyrir um fjórum árum og lýkur líklega á næsta ári, en aðeins fyrir smærri skip. Hafnarstjóri Ísafjarðarhafna, Hilmar Kristjánsson Lyngmo, segir að frekari framkvæmd þurfi að ræða í hafnar- og bæjarstjórn en að það þurfi sterkari flutningsgetu á hafnarsvæðið. Í nýrri skýrslu er Ísland á topp tíu þeirra landa þar sem skemmtiferðaskip menga mest í Evrópu. Ísafjarðarhöfn gerir ráð fyrir því að taka við 180 skipum í sumar sem skilar þeim um 300 milljónum í tekjur. Hilmar segir að eins og stendur sé verið að stækka hafnarkantinn sem skemmtiferðaskipin leggi við og að frekari framkvæmdir verði ræddar í hafnarstjórn í vetur. „Það eru lagðar lagnaleiðir í kantinn þannig sé hægt að koma búnaði fyrir og tengja hann, ef og þegar það verður gert. En staðan á Ísafirði er þannig að það vantar sterkari flutningsgetu á hafnarsvæðið,“ segir Hilmar. Flest skipin með hreinsibúnað Hvað varðar mengun á Ísafirði segir Hilmar að um 90 prósent þeirra skipa sem leggi við bæinn séu með hreinsibúnað. „Það er oft hvít gufa sem kemur upp úr þeim sem er þá hreinsaður reykur, en ef það er dekkri reykur þá er mengun í því. Það sem af er sumri höfum við ekki lent í slysi eins og á Akureyri þar sem mökkurinn kom upp úr.“ Honum líst vel á einkunnagjöf sem hafin er á Akureyri og Hafnarfirði um mengun skipanna og segir aukna kröfu frá skipafélögum að geta landtengt. „Ég hef fengið í sumar og vor mikið af fyrirspurnum frá skipafélögum hvort það sé í boði að fá rafmagn. Þannig það er komin krafa frá skipafélögum að geta tengst, og sú pressa á eftir að aukast meira bara.“ Geta brugðist við á einu ári Orkustjóri Orkubús Vestfjarða segir engin tæknileg vandamál við það að rafvæða hafnirnar frekar og að þau geti brugðist við því á um ári. „Ef þetta yrði mikið afl þyrftum við að styrkja kerfið á Ísafjarðarhöfn og jafnvel með því að leggja nýjan streng í aðveitustöð í fjarðarbotninum og út á höfn. Það eru svona fjórir kílómetrar,“ segir Elías Jónatansson, orkustjóri, og að þrátt fyrir að um stóra framkvæmd sé að ræða sé ekkert sem mæli gegn því að framkvæma hana. Elías Jónatansson er orkustjóri Orkubús Vestfjarða og segir nauðsynlegt að virkja meira á Vestfjörðum. Vísir/Skjáskot Hann segir nauðsynlegt sé að virkja meira á Vestfjörðum til að anna eftirspurn, ekki bara fyrir skipin, heldur alla íbúa. „Það er enginn að fara að virkja meira út af einu verkefni, eða kúnna eins og Ísafjarðarhöfn, en almennt þá vantar að virkja meira á Vestfjörðum vegna aukinnar notkunar, ekki bara frá ferðamennsku heldur ýmissi atvinnustarfsemi. Fyrir utan að raforkuöryggið á Vestfjörðum er ekki nægilega mikið, og við þurfum að virkja bara þess vegna,“ segir Elías en eins og stendur er afl sótt utan Vestfjarða fyrir helming af þeirri orku sem er verið að nota. „Það þarf helst að virkja hér 30 til 40 megavött ef vel á að vera.“ Elías segir að skipin geti sannarlega verið stórir notendur. „við erum að tala um stærðargráðu, ef þetta á að vera allt aflið sem þau nota, þá erum við að tala um tíu til fimmtán megavött sem er svipað eins og við erum að nota á fjarvarmaveituna sem er á eyrinni. Hún er með uppsett afl tíu megavött. Þannig í samanburðinum er þetta eins og að kynda upp stóran hluta Ísafjarðar.“
Ísafjarðarbær Orkumál Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Tengdar fréttir „Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. 18. júlí 2023 13:04 Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. 18. júlí 2023 13:04
Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05
Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent