Eftir nítján tímabil í körfubolta hefur Richotti lagt skóna á hilluna. Richotti lék síðustu tvö tímabilin á ferlinum sem leikstjórnandi Njarðvíkur.
Richotti lék í níu ár með Canarias sem er þekktara undir nafninu Lenovo Tenerife. Þar spilaði hann í ACB-deildinni, vann Meistaradeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða.
OFICIAL | @nico_rchtt, Embajador del CB Canarias
— Lenovo Tenerife (@CB1939Canarias) July 25, 2023
➡️ https://t.co/gxKSNoW2n0
🔘 El ex jugador aurinegro se incorporará a la estructura del club a partir de septiembre
🔘 Su camiseta con el 5⃣ será retirada en un partido #ACB la próxima temporada
💛🖤 #UnodelosNuestros pic.twitter.com/mNQ2sHcHzC
Nú þegar ferlinum er lokið mun hann taka að sér starf innan Lenovo Tenerife. Félagið mun síðan heiðra hann með því að hengja treyjuna hans upp í rjáfur. Það mun því enginn annar innan félagsins leika í treyju númer fimm.
Hann spilaði sín síðustu tvö tímabil með Njarðvík í Subway-deild karla. Hjá Njarðvík vann hann bikarmeistaratitilinn árið 2021. Á síðasta tímabili í Subway-deildinni gerði hann að meðaltali 14 stig og gaf 4.3 stoðsendingar í leik.
Síðasti leikur hans á ferlinum var tap gegn Tindastóli í undanúrslitum. Richotti spilaði 25 mínútur og gerði 12 stig.
Tengo algo que contarles… https://t.co/Q2k5a6paWA
— Nicolás Richotti (@nico_rchtt) July 25, 2023