Í fyrradag sló Snæfríður sitt eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í tvö hundruð metra skriðsundi. Hún synti á 1:58,14 mínútum.
Í nótt setti Snæfríður svo Íslandsmet í hundrað metra skriðsundi. Hún synti á 54,74 sekúndum og var jöfn stúlku frá Kýpur. Þær mættust í umsundi í lok mótshlutans þar sem Snæfríður hafði betur og synti á 54,87 sekúndum. Það er einnig undir gamla Íslandsmetinu hennar sem var 54,97 sekúndur.
Snæfríður endaði í 17. sæti og er fyrsti varamaður inn í milliriðlana á HM og fær tækifæri til að keppa þar ef einhver skráir sig úr leik.
Snæfríður setti einnig Íslandsmet í undanrásum í tvö hundruð metra skriðsundi og því alls þrjú Íslandsmet á HM.

Anton Sveinn McKee komst í úrslit í tvö hundruð metra bringusundi þegar hann synti á tímanum 2:10,29 mínútum. Hann var níundi inn í úrslitin af sextán keppendum.
Íslandsmetið í greininni á Anton sjálfur, 2:08,74 mínútur, sem hann setti á HM í Búdapest 2017.