Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júlí 2023 15:45 Birgir Jónsson, forstjóri Play, þakkar teymi sínu fyrir góða vinnu. Flugfélagið hagnaðist um 53 milljónir á ársfjórðungnum. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri Play sem birt er í dag. Í tilkynningu frá Play segir að rekstrarhagnaðurinn sé umfram væntingar sem flugfélagið hafði fyrir umræddan ársfjórðung. Tekjur á ársfjórðungnum nám 9,7 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Tekjurnar á tímabilinu hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Þá nam tap á ársfjórðungnum um 542 milljónum íslenskra króna en sem fyrr segir var tapið tæpir tveir milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Einnig kemur fram að handbært fé félagsins hafi aukist á tímabilinu. Handvært og bundið fé félagsins var 7,2 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðið. Auk þess er bent á að félagið beri engar ytri vaxtaberandi skuldir. Þakkar teyminu fyrir góða vinnu Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ársfjórðungurinn hafi markað þáttaskil í rekstri flugfélagsins því þá var lokið við að stækka flugvélaflota félagsins upp í tíu farþegaþotur. „Nú þegar við höfum náð nauðsynlegri stærðarhagkvæmni eftir að hafa stækkað hratt á síðustu tveimur árum, erum við afar stolt af því að tilkynna rekstrarhagnað í lok fjórðungsins, einingakostnað á áætlun og heilbrigða lausafjárstöðu,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu. Hann segir fjárhagslega niðurstöðu hafa farið fram úr væntingum. Það styðji við fyrri spár um að ná rekstrarhagnaði á þessu ári. „Sem er afrek fyrir ungt félag á sínu öðru heila starfsári,“ segir forstjórinn. „Við erum stolt af niðurstöðu þessa ársfjórðungs og það er ljóst að þetta var aðeins mögulegt með frábæru framlagi allra starfsmanna Play sem hafa skilað framúrskarandi verki. Ég er í engum vafa um að við öll munum halda því áfram og ég vil af fullri einlægni þakka okkar einstaka teymi fyrir þeirra góðu vinnu.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri Play sem birt er í dag. Í tilkynningu frá Play segir að rekstrarhagnaðurinn sé umfram væntingar sem flugfélagið hafði fyrir umræddan ársfjórðung. Tekjur á ársfjórðungnum nám 9,7 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Tekjurnar á tímabilinu hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Þá nam tap á ársfjórðungnum um 542 milljónum íslenskra króna en sem fyrr segir var tapið tæpir tveir milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Einnig kemur fram að handbært fé félagsins hafi aukist á tímabilinu. Handvært og bundið fé félagsins var 7,2 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðið. Auk þess er bent á að félagið beri engar ytri vaxtaberandi skuldir. Þakkar teyminu fyrir góða vinnu Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ársfjórðungurinn hafi markað þáttaskil í rekstri flugfélagsins því þá var lokið við að stækka flugvélaflota félagsins upp í tíu farþegaþotur. „Nú þegar við höfum náð nauðsynlegri stærðarhagkvæmni eftir að hafa stækkað hratt á síðustu tveimur árum, erum við afar stolt af því að tilkynna rekstrarhagnað í lok fjórðungsins, einingakostnað á áætlun og heilbrigða lausafjárstöðu,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu. Hann segir fjárhagslega niðurstöðu hafa farið fram úr væntingum. Það styðji við fyrri spár um að ná rekstrarhagnaði á þessu ári. „Sem er afrek fyrir ungt félag á sínu öðru heila starfsári,“ segir forstjórinn. „Við erum stolt af niðurstöðu þessa ársfjórðungs og það er ljóst að þetta var aðeins mögulegt með frábæru framlagi allra starfsmanna Play sem hafa skilað framúrskarandi verki. Ég er í engum vafa um að við öll munum halda því áfram og ég vil af fullri einlægni þakka okkar einstaka teymi fyrir þeirra góðu vinnu.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira