Sjáðu mörkin úr fræknum sigri KA á Dundalk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2023 11:56 Bjarni Aðalsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson skoruðu mörk KA gegn Dundalk. vísir/hulda margrét KA er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dundalk frá Írlandi í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum í gær. KA hefur unnið alla þrjá leiki sína í Sambandsdeildinni í sumar og er komið með annan fótinn í 3. umferð forkeppninnar eftir sigurinn á Framvellinum í gær. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. KA náði forystunni á 28. mínútu þegar Bjarni Aðalsteinsson skoraði eftir frábæra sókn og sendingu Hallgríms Mar Steingrímssonar. Fjórum mínútum síðar jafnaði Daniel Kelly fyrir Dundalk. Næstu mínútur tilheyrði sviðið hins vegar Sveini Margeiri Haukssyni. Hann kom KA-mönnum aftur yfir eftir stungusendingu Daníels Hafsteinssonar á 37. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks bætti hann öðru marki við. Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, átti þá sendingu út í vítateiginn, Hallgrímur Mar lét boltann fara milli fóta sér og hann endaði hjá Sveini sem skoraði öðru sinni. Fleiri urðu mörkin ekki og KA fagnaði góðum sigri. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ef KA nær í hagstæð úrslit á Írlandi á fimmtudaginn eftir viku mætir liðið væntanlega Club Brugge í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Club Brugge er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn gegn AGF. Sambandsdeild Evrópu KA Tengdar fréttir Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. 27. júlí 2023 15:01 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
KA hefur unnið alla þrjá leiki sína í Sambandsdeildinni í sumar og er komið með annan fótinn í 3. umferð forkeppninnar eftir sigurinn á Framvellinum í gær. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. KA náði forystunni á 28. mínútu þegar Bjarni Aðalsteinsson skoraði eftir frábæra sókn og sendingu Hallgríms Mar Steingrímssonar. Fjórum mínútum síðar jafnaði Daniel Kelly fyrir Dundalk. Næstu mínútur tilheyrði sviðið hins vegar Sveini Margeiri Haukssyni. Hann kom KA-mönnum aftur yfir eftir stungusendingu Daníels Hafsteinssonar á 37. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks bætti hann öðru marki við. Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, átti þá sendingu út í vítateiginn, Hallgrímur Mar lét boltann fara milli fóta sér og hann endaði hjá Sveini sem skoraði öðru sinni. Fleiri urðu mörkin ekki og KA fagnaði góðum sigri. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ef KA nær í hagstæð úrslit á Írlandi á fimmtudaginn eftir viku mætir liðið væntanlega Club Brugge í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Club Brugge er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn gegn AGF.
Sambandsdeild Evrópu KA Tengdar fréttir Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. 27. júlí 2023 15:01 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41
Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58
Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. 27. júlí 2023 15:01