Lyngby byrjaði mun betur og komst í tveggja marka forystu eftir 25 mínútna leik í dag en mörkin komu með mínútu millibili. Fyrsta markið skoraði Alfreð með skoti af markteigslínunni og mínútu síðar var Alfreð aftur á ferðinni þegar hann lagði boltann fyrir Pascal Gregor sem lagði boltann í markið og tvöfaldaði forskot Lyngby.
Viborg minnkaði muninn á 41. mínútu með marki fra Oliver Bundgaard Kristensen og jöfnuðu metin á 76. mínútu með marki Ibrahim Said en heimamenn í Viborg höfðu verið betri aðilinn, meira með boltann og hafandi átt fleiri hættuleg færi.
Sævar Atli og Kolbeinn áttu fínan leik einnig fyrir Lyngby en komust ekki á blað. Eftir tvær umferðir sitja liðin í áttunda og níunda sæti efstu deildar í Danmörku en þau töpuðu bæði í fyrstu umferð og voru þetta því fyrstu stig beggja liða.
Lyngby mun spila við Midtjylland næstu helgi í Íslendingaslag en með Midtjylland leikur Sverrir Ingi Ingason varnarmaður íslenska landsliðsins.