Síminn ósammála Samkeppniseftirlitinu: Áskrifendur Nova fái aðgang að enska boltanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 20:32 Í tilkynningu frá Símanum segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggi á misskilningi. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið gaf í dag frá sér bráðabirgðaákvörðun vegna sennilegs brots símans gegn samkeppnislögum. Með því að synja Nova um heildsölu og dreifingu á sjónvarpsstöðinni Símanum Sport segir eftirlitið sennilegt að samkeppnislög hafi verið brotin. Í yfirlýsingu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að Síminn hafi nú neitað að gera nýjan dreifingarsamning við Nova um útsendingar á Símanum Sport, sem áskrifendum Nova og Sýnar hafa boðist að nálgast í Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium. Þá segir að með neitun Símans á gerð samningsins hafi viðskiptavinir Nova ekki möguleika á að kaupa áskrift að enska boltanum. Mismunun gagnvart keppinautum „Samkeppniseftirlitið telur að í háttsemi Símans felist sölusynjun fyrirtækis sem býr yfir mikilvægri og vinsælli vöru til endursölu og að það myndi fela í sér skaðleg áhrif fyrir samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi ef Nova gæti ekki lengur boðið sínum viðskiptavinum upp á enska boltann. Þá telur eftirlitið að háttsemi Símans feli í sér mismunun gagnvart keppinautum þar sem Sýn fær áfram að bjóða sínum viðskiptavinum enska boltann en ekki Nova,“ segir í tilkynningu frá eftirlitinu Þá segir að Samkeppniseftirlitið telji að Síminn sé markaðsráðandi á markaði fyrir heildsöludreifingu á enska boltanum og að háttsemi Símans fari gegn ákvæði samkeppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé til þess fallin að skaða samkeppni. Í bráðabirgðaákvörðuninni er Símanum sagt að láta af háttsemi sinni gagnvart Nova og gera nýjan dreifingarsamning við fyrirækið um heildsölu og dreifingu á Símanum Sport með enska boltanum. Ákvörðunin byggi á misskilningi Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins og byggi á misskilningi. Ákörðunin hafi engin áhrif á samkeppni á fjarskipta- eða sjónvarpsmarkaði nema að letja til aukinnar framleiðslu og kaupa á efni. „Sjónvarpsþjónustur keppa á aðgreiningu með sjónvarpsefni, efni sem aðilar fjárfesta í eða kaupa á opnum markaði sem Nova hefur kosið að taka ekki þátt í og þannig þykir Símanun einkennilegt að Nova geri þá kröfu að byggja samkeppnisgrundvöll sinn á því að fá aðgang að því myndefni sem aðrir aðilar hafa þegar keypt á opnum markaði,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Þá segir að Síminn sé ekki markaðsráðandi þegar kemur að áskriftarsjónvarpsefni, og að viðskiptavinir Nova hafi greiðan aðgang að að Símanum Sport óháð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Ákvörðun SKE lýtur þannig ekki að því að gera viðskiptavinum Nova kleift að horfa á Símann Sport, enda hafa þeir alla möguleika á því líkt og viðskiptavinir allra annarra fjarskiptafyrirtækja. Ákvörðunin lýtur að því að Símanum beri að afhenda Nova sjónvarpsrásina til endursölu til sinna viðskiptavina. Byggir Síminn á því að félaginu geti ekki með nokkru móti borið skylda til þess og íhugar nú réttarstöðu sína,“ segir jafnframt í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar. Samkeppnismál Síminn Nova Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að Síminn hafi nú neitað að gera nýjan dreifingarsamning við Nova um útsendingar á Símanum Sport, sem áskrifendum Nova og Sýnar hafa boðist að nálgast í Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium. Þá segir að með neitun Símans á gerð samningsins hafi viðskiptavinir Nova ekki möguleika á að kaupa áskrift að enska boltanum. Mismunun gagnvart keppinautum „Samkeppniseftirlitið telur að í háttsemi Símans felist sölusynjun fyrirtækis sem býr yfir mikilvægri og vinsælli vöru til endursölu og að það myndi fela í sér skaðleg áhrif fyrir samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi ef Nova gæti ekki lengur boðið sínum viðskiptavinum upp á enska boltann. Þá telur eftirlitið að háttsemi Símans feli í sér mismunun gagnvart keppinautum þar sem Sýn fær áfram að bjóða sínum viðskiptavinum enska boltann en ekki Nova,“ segir í tilkynningu frá eftirlitinu Þá segir að Samkeppniseftirlitið telji að Síminn sé markaðsráðandi á markaði fyrir heildsöludreifingu á enska boltanum og að háttsemi Símans fari gegn ákvæði samkeppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé til þess fallin að skaða samkeppni. Í bráðabirgðaákvörðuninni er Símanum sagt að láta af háttsemi sinni gagnvart Nova og gera nýjan dreifingarsamning við fyrirækið um heildsölu og dreifingu á Símanum Sport með enska boltanum. Ákvörðunin byggi á misskilningi Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins og byggi á misskilningi. Ákörðunin hafi engin áhrif á samkeppni á fjarskipta- eða sjónvarpsmarkaði nema að letja til aukinnar framleiðslu og kaupa á efni. „Sjónvarpsþjónustur keppa á aðgreiningu með sjónvarpsefni, efni sem aðilar fjárfesta í eða kaupa á opnum markaði sem Nova hefur kosið að taka ekki þátt í og þannig þykir Símanun einkennilegt að Nova geri þá kröfu að byggja samkeppnisgrundvöll sinn á því að fá aðgang að því myndefni sem aðrir aðilar hafa þegar keypt á opnum markaði,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Þá segir að Síminn sé ekki markaðsráðandi þegar kemur að áskriftarsjónvarpsefni, og að viðskiptavinir Nova hafi greiðan aðgang að að Símanum Sport óháð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Ákvörðun SKE lýtur þannig ekki að því að gera viðskiptavinum Nova kleift að horfa á Símann Sport, enda hafa þeir alla möguleika á því líkt og viðskiptavinir allra annarra fjarskiptafyrirtækja. Ákvörðunin lýtur að því að Símanum beri að afhenda Nova sjónvarpsrásina til endursölu til sinna viðskiptavina. Byggir Síminn á því að félaginu geti ekki með nokkru móti borið skylda til þess og íhugar nú réttarstöðu sína,“ segir jafnframt í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar.
Samkeppnismál Síminn Nova Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira