Moe's Bar falur fyrir 99 milljónir Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 14:35 Reksturinn á Moe's Bar hefur verið til húsa í Jafnaseli 6 í fjórtán ár. Vísir/Vilhelm Fasteignin Jafnasel 6 í Breiðholtinu, þar sem barinn Moe's Bar hefur verið rekinn undanfarin fjórtán ár, hefur verið sett á sölu fyrir 99 milljónir króna. Fasteignin er sex herbergja atvinnuhúsnæði sem er 336,7 fermetrar að stærð á efri hæð Jafnasels 6. Fasteignamat fasteignarinnar fyrir árið 2024 er um 79 milljónir króna. Við hliðina á Moe's er smurstöð og bílaverkstæði.Miklaborg Moe's Bar hefur verið töluvert í fréttum frá október á síðasta ári þegar alvarleg líkamsárás átti sér stað barnum. Karlmanni á fimmtugsaldri var þá sparkað niður stiga með þeim afleiðingum að hann hlaut varanlegan heilaskaða. Þann 12. júní síðastliðinn var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina. Árið 2017 átti sér einnig stað alvarleg líkamsárás á staðnum þegar maður kastaði poka fullum af óopnuðum bjórdósum í annan mann, sló hann með járnröri og kastaði múrstein í höfuð hans. Hægt að kaupa staðinn, reksturinn eða bæði Mögulegum kaupendum standa ýmsir valkostir til boða þegar kemur að kaupum á fasteigninni. Kaupendur geta keypt fasteignina, fasteignina og reksturinn, reksturinn einn og sér eða leigt reksturinn með leigusamningi um fasteignina. Ásett verð miðast við sölu á fasteigninni og rekstri. Barborðið er svo áþekkt barborðinu á Moe's í The Simpsons að maður getur auðveldlega séð Moe Szyslak fyrir sér bak við það.Miklaborg Auk Pool-borðsins eru píluspjöld á staðnum, lítið svið og glæsilegir stuðningsfánar enskra fótboltaliða. Þrír inngangar eru á eigninni, aðalinngangur er á gafli hússins. Við núverandi skipulag er rýmið tvískipti. Í stærri hluta hússins er innréttaður bar með eldhúsi, snyrtingum og innréttingum sem tilheyra rekstrinum. Það er pool-borð á barnum rétt eins og á samnefndum bar í The Simpsons.Miklaborg Í hinum hluta hússins er vinnusalur, geymslur og snyrting. Hurðargat er á milli rýma og því auðvelt að nýta í einu lagi. Barinn hefur vínveitingaleyfi til klukkan þrjú um helgar. Fasteignafélagið Miklaborg sér um sölu fasteignarinnar en nánari upplýsingar má lesa um fasteignina á fasteignavef Vísis. Með dugnaði er hægt að gera vinnusalinn að fínasta samkomusal.Miklaborg Nafn barsins er auðvitað vísun í hinn fræga bar Moe's úr gamanþáttunum The Simpsons. Söguhetjan Homer Simpson er þar fastagestur ásamt Carl, Lenny og Barney Gumble. Þá gerir Bart, sonur Homers, reglulega símaat í Moe sem ærir krullhærðan barþjóninn. Hér fyrir neðan má sjá klippu af því þegar Homer fékk (stutt) lífstíðarbann á barnum: Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ekki meira en bara vinir Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Fleiri fréttir „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Sjá meira
Fasteignin er sex herbergja atvinnuhúsnæði sem er 336,7 fermetrar að stærð á efri hæð Jafnasels 6. Fasteignamat fasteignarinnar fyrir árið 2024 er um 79 milljónir króna. Við hliðina á Moe's er smurstöð og bílaverkstæði.Miklaborg Moe's Bar hefur verið töluvert í fréttum frá október á síðasta ári þegar alvarleg líkamsárás átti sér stað barnum. Karlmanni á fimmtugsaldri var þá sparkað niður stiga með þeim afleiðingum að hann hlaut varanlegan heilaskaða. Þann 12. júní síðastliðinn var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina. Árið 2017 átti sér einnig stað alvarleg líkamsárás á staðnum þegar maður kastaði poka fullum af óopnuðum bjórdósum í annan mann, sló hann með járnröri og kastaði múrstein í höfuð hans. Hægt að kaupa staðinn, reksturinn eða bæði Mögulegum kaupendum standa ýmsir valkostir til boða þegar kemur að kaupum á fasteigninni. Kaupendur geta keypt fasteignina, fasteignina og reksturinn, reksturinn einn og sér eða leigt reksturinn með leigusamningi um fasteignina. Ásett verð miðast við sölu á fasteigninni og rekstri. Barborðið er svo áþekkt barborðinu á Moe's í The Simpsons að maður getur auðveldlega séð Moe Szyslak fyrir sér bak við það.Miklaborg Auk Pool-borðsins eru píluspjöld á staðnum, lítið svið og glæsilegir stuðningsfánar enskra fótboltaliða. Þrír inngangar eru á eigninni, aðalinngangur er á gafli hússins. Við núverandi skipulag er rýmið tvískipti. Í stærri hluta hússins er innréttaður bar með eldhúsi, snyrtingum og innréttingum sem tilheyra rekstrinum. Það er pool-borð á barnum rétt eins og á samnefndum bar í The Simpsons.Miklaborg Í hinum hluta hússins er vinnusalur, geymslur og snyrting. Hurðargat er á milli rýma og því auðvelt að nýta í einu lagi. Barinn hefur vínveitingaleyfi til klukkan þrjú um helgar. Fasteignafélagið Miklaborg sér um sölu fasteignarinnar en nánari upplýsingar má lesa um fasteignina á fasteignavef Vísis. Með dugnaði er hægt að gera vinnusalinn að fínasta samkomusal.Miklaborg Nafn barsins er auðvitað vísun í hinn fræga bar Moe's úr gamanþáttunum The Simpsons. Söguhetjan Homer Simpson er þar fastagestur ásamt Carl, Lenny og Barney Gumble. Þá gerir Bart, sonur Homers, reglulega símaat í Moe sem ærir krullhærðan barþjóninn. Hér fyrir neðan má sjá klippu af því þegar Homer fékk (stutt) lífstíðarbann á barnum:
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ekki meira en bara vinir Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Fleiri fréttir „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Sjá meira