Myrti ólétta kærustu sína Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 15:46 Hnefaleikakappinn Felix Verdejo Sánchez á vigtun í Madison Square Garden í New York árið 2016. Sánchez var í gær dæmdur fyrir að myrða ólétta kærustu sína. AP/Bebeto Matthews Hnefaleikakappinn Félix Verdejo Sánchez hefur verið dæmdur fyrir að fremja mannrán og myrða Keishla Rodríguez Ortiz, sem var ólétt þegar hún var myrt. Tæp tvö ár eru síðan lík Ortiz fannst í lóni í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Auk þess að hafa verið ákærður fyrir morðið á Ortiz og ófæddu barni hennar þá var Sánchez einnig ákærður fyrir mannrá, bílrán og vopnalagabrot. Samkvæmt People var Ortiz kærasta Sánchez. Foreldrar Ortiz segja í samtali við El Nuevo Día að hún og Sánchez hafi kynnst þegar þau voru í grunnskóla. Þau hafi haldið áfram samskiptum síðan þá. Ortiz var mikill dýravinur en hún vann við að snyrta gæludýr, sjálf átti hún tvo ketti og tvo hunda. Þegar hún var ekki í vinnunni var hún yfirleitt að hjálpa flækingsdýrum. Verdejo var sakaður um að hafa ráðið Luis Antonio Cádiz Martínez til að hjálpa sér. Martínez fór yfir það fyrir dómi hvernig hann og Sánchez skipulögðu morðið. Sjálfur játaði hann aðild sína að málinu á síðasta ári. Sánchez keppti fyrir hönd Puerto Rico á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hér sést hann keppa við Ahmed Mejri frá Túnis.Getty/Scott Heavey Daginn eftir að þeir skipulögðu morðið sóttu þeir Ortiz á heimili hennar. Martínez segir hana hafa komið í bílinn og sýnt Sánchez jákvætt óléttupróf. Þá hafi þeir gripið í hár hennar og kýlt hana í kjálkann. Sánchez á þá að hafa byrlað henni ólyfjan með sprautu. Síðar keyrðu þeir í sitthvorum bílnum að brú, festu þungan stein við hana og köstuðu henni fram af brúnni. Vill að morðingi dóttur sinnar lifi José Antonio Rodríguez, faðir Ortiz, ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómssal eftir að Sánchez var dæmdur sekur. „Megi hann lifa út ævina og hugsa um allt sem hann gerði dóttur minni,“ sagði Rodríguez. Þá sagðist hann alls ekki óska þess að Sánchez deyi. „Ég óska þess að hann verði heill heilsu og að hann lifi eins lengi og hann getur. Ef hann vill lifa í tvö hundruð ár, leyfið honum það, en hann á að muna eftir því sem hann gerði dóttur minni, alltaf.“ Erlend sakamál Box Púertó Ríkó Bandaríkin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Auk þess að hafa verið ákærður fyrir morðið á Ortiz og ófæddu barni hennar þá var Sánchez einnig ákærður fyrir mannrá, bílrán og vopnalagabrot. Samkvæmt People var Ortiz kærasta Sánchez. Foreldrar Ortiz segja í samtali við El Nuevo Día að hún og Sánchez hafi kynnst þegar þau voru í grunnskóla. Þau hafi haldið áfram samskiptum síðan þá. Ortiz var mikill dýravinur en hún vann við að snyrta gæludýr, sjálf átti hún tvo ketti og tvo hunda. Þegar hún var ekki í vinnunni var hún yfirleitt að hjálpa flækingsdýrum. Verdejo var sakaður um að hafa ráðið Luis Antonio Cádiz Martínez til að hjálpa sér. Martínez fór yfir það fyrir dómi hvernig hann og Sánchez skipulögðu morðið. Sjálfur játaði hann aðild sína að málinu á síðasta ári. Sánchez keppti fyrir hönd Puerto Rico á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hér sést hann keppa við Ahmed Mejri frá Túnis.Getty/Scott Heavey Daginn eftir að þeir skipulögðu morðið sóttu þeir Ortiz á heimili hennar. Martínez segir hana hafa komið í bílinn og sýnt Sánchez jákvætt óléttupróf. Þá hafi þeir gripið í hár hennar og kýlt hana í kjálkann. Sánchez á þá að hafa byrlað henni ólyfjan með sprautu. Síðar keyrðu þeir í sitthvorum bílnum að brú, festu þungan stein við hana og köstuðu henni fram af brúnni. Vill að morðingi dóttur sinnar lifi José Antonio Rodríguez, faðir Ortiz, ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómssal eftir að Sánchez var dæmdur sekur. „Megi hann lifa út ævina og hugsa um allt sem hann gerði dóttur minni,“ sagði Rodríguez. Þá sagðist hann alls ekki óska þess að Sánchez deyi. „Ég óska þess að hann verði heill heilsu og að hann lifi eins lengi og hann getur. Ef hann vill lifa í tvö hundruð ár, leyfið honum það, en hann á að muna eftir því sem hann gerði dóttur minni, alltaf.“
Erlend sakamál Box Púertó Ríkó Bandaríkin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent