Njarðvík vann Grindavík 4-1 en Rafael Victor skoraði tvö fyrstu mörk Njarðvíkur en Óskar Örn Hauksson jafnaði í millitíðinni. Oumar Diouck og Freysteinn Ingi Guðnason skoruðu sitthvort markið og unnu Njarðvíkingar að lokum sanngjarnan sigur.
Sigurinn er vægast sagt mikilvægur í baráttu Njarðvíkinga um að halda sér í deildinni. Með sigrinum komust Njarðvíkingar þremur stigum ofar en Ægismenn á botni deildarinnar.
Fjölnir heimsótti Selfyssinga en tapaði með tveimur mörkum. Lokatölur 2-4 sem eru óvænt úrslit ef horft er til stöðu liðanna í deildinni. Fjölnir er áfram með 26 stig í þriðja sæti en Selfoss lyftir sér upp fyrir Grindavík úr tíunda sæti yfir í það níunda.
Vestri vann Gróttu 3-0 og kemur sér úr sjöunda sæti og jafna Gróttu að stigum sem voru í fjórða sætinu fyrir umferðina.
Leiknir vann Þór en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti með sautján stig.