Erkifjendurnir í Val mæta vestur í bæ: „Alltaf örlítið meira blóð á tennurnar“ Aron Guðmundsson skrifar 31. júlí 2023 14:31 Theódór Elmar Bjarnason og félagar í KR mæta Val í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Theódór Elmar Bjarnason, einn reynslumesti leikmaður Bestu deildar liðs KR í fótbolta, segist alltaf fá meira blóð á tennurnar fyrir leiki gegn erkifjendunum í Val en liðin mætast á Meistaravöllum í stórleik umferðarinnar en KR-ingar eiga harma að hefna eftir skell í fyrri leik liðanna á Origovellinum KR-ingar sitja í 5.sæti Bestu deildarinnar sem stendur og hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Við erum búnir að vera á mjög góðu skriði yfir lengri tíma og áttum líka bara mjög fínan leik í síðustu umferð á móti Víkingum þrátt fyrir tap. Við förum við bjartsýnir inn í þennan leik við Val og búumst við góðum úrslitum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Greina mátti vatnaskil hjá KR eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og 5-0 skell gegn Valsmönnum í fyrri leik liðanna. Eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum í Breiðabliki, í umferðinni eftir leikinn gegn Val, fór KR liðið á flug og tapaði ekki leik í næstu tíu leikjum sínum. Geturðu aðeins farið með mér yfir tilfinningarnar sem þú fannst fyrir eftir þessu erfiðu úrslit gegn Val og það sem tekur við hjá ykkur í framhaldinu? „Maður var náttúrulega bara mjög langt niðri, dauðskammaðist sín eftir svona frammistöðu og við þurftum bara að líta inn á við í framhaldinu, rífa okkur í gang. Margir í liðinu gerðu það eftir leikinn og það sást best á leik liðsins fljótlega eftir þetta tap. Þetta var þungur tími fyrir liðið en sem betur fer erum við með sterka karaktera í leikmannahópnum og náðum að snúa þessu við.“ Theódór Elmar þekkir ríginn á milli KR og Vals vel. Hann er uppalinn KR-ingur og segir tilfinninguna fyrir leiki þessara liða alltaf skera sig úr. „Það hefur alltaf verið skemmtilegur rígur á milli þessara liða og það gefur manni alltaf örlítið meira blóð á tennurnar að mæta Val. Ég býst við frábærri skemmtun í kvöld, maður er alltaf extra mótiveraður fyrir þessa leiki.“ Það dylst þó ekki fyrir Theódóri hversu krefjandi verkefni er fram undan. Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verma nú 2.sæti Bestu deildarinnar með 35 stig. „Við þurfum að eiga toppleik. Skora úr færunum okkar en einnig að vera þéttir. Valsmenn eru með mjög mikil einstaklingsgæði í sínum leikmannahópi og alltaf erfitt að loka á allt það sem þeir geta komið með að borðinu. En við erum búnir að leggja leikinn vel upp, að ég tel og erum tilbúnir að mæta þeim.“ Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
KR-ingar sitja í 5.sæti Bestu deildarinnar sem stendur og hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Við erum búnir að vera á mjög góðu skriði yfir lengri tíma og áttum líka bara mjög fínan leik í síðustu umferð á móti Víkingum þrátt fyrir tap. Við förum við bjartsýnir inn í þennan leik við Val og búumst við góðum úrslitum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Greina mátti vatnaskil hjá KR eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og 5-0 skell gegn Valsmönnum í fyrri leik liðanna. Eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum í Breiðabliki, í umferðinni eftir leikinn gegn Val, fór KR liðið á flug og tapaði ekki leik í næstu tíu leikjum sínum. Geturðu aðeins farið með mér yfir tilfinningarnar sem þú fannst fyrir eftir þessu erfiðu úrslit gegn Val og það sem tekur við hjá ykkur í framhaldinu? „Maður var náttúrulega bara mjög langt niðri, dauðskammaðist sín eftir svona frammistöðu og við þurftum bara að líta inn á við í framhaldinu, rífa okkur í gang. Margir í liðinu gerðu það eftir leikinn og það sást best á leik liðsins fljótlega eftir þetta tap. Þetta var þungur tími fyrir liðið en sem betur fer erum við með sterka karaktera í leikmannahópnum og náðum að snúa þessu við.“ Theódór Elmar þekkir ríginn á milli KR og Vals vel. Hann er uppalinn KR-ingur og segir tilfinninguna fyrir leiki þessara liða alltaf skera sig úr. „Það hefur alltaf verið skemmtilegur rígur á milli þessara liða og það gefur manni alltaf örlítið meira blóð á tennurnar að mæta Val. Ég býst við frábærri skemmtun í kvöld, maður er alltaf extra mótiveraður fyrir þessa leiki.“ Það dylst þó ekki fyrir Theódóri hversu krefjandi verkefni er fram undan. Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verma nú 2.sæti Bestu deildarinnar með 35 stig. „Við þurfum að eiga toppleik. Skora úr færunum okkar en einnig að vera þéttir. Valsmenn eru með mjög mikil einstaklingsgæði í sínum leikmannahópi og alltaf erfitt að loka á allt það sem þeir geta komið með að borðinu. En við erum búnir að leggja leikinn vel upp, að ég tel og erum tilbúnir að mæta þeim.“ Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn