Erkifjendurnir í Val mæta vestur í bæ: „Alltaf örlítið meira blóð á tennurnar“ Aron Guðmundsson skrifar 31. júlí 2023 14:31 Theódór Elmar Bjarnason og félagar í KR mæta Val í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Theódór Elmar Bjarnason, einn reynslumesti leikmaður Bestu deildar liðs KR í fótbolta, segist alltaf fá meira blóð á tennurnar fyrir leiki gegn erkifjendunum í Val en liðin mætast á Meistaravöllum í stórleik umferðarinnar en KR-ingar eiga harma að hefna eftir skell í fyrri leik liðanna á Origovellinum KR-ingar sitja í 5.sæti Bestu deildarinnar sem stendur og hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Við erum búnir að vera á mjög góðu skriði yfir lengri tíma og áttum líka bara mjög fínan leik í síðustu umferð á móti Víkingum þrátt fyrir tap. Við förum við bjartsýnir inn í þennan leik við Val og búumst við góðum úrslitum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Greina mátti vatnaskil hjá KR eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og 5-0 skell gegn Valsmönnum í fyrri leik liðanna. Eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum í Breiðabliki, í umferðinni eftir leikinn gegn Val, fór KR liðið á flug og tapaði ekki leik í næstu tíu leikjum sínum. Geturðu aðeins farið með mér yfir tilfinningarnar sem þú fannst fyrir eftir þessu erfiðu úrslit gegn Val og það sem tekur við hjá ykkur í framhaldinu? „Maður var náttúrulega bara mjög langt niðri, dauðskammaðist sín eftir svona frammistöðu og við þurftum bara að líta inn á við í framhaldinu, rífa okkur í gang. Margir í liðinu gerðu það eftir leikinn og það sást best á leik liðsins fljótlega eftir þetta tap. Þetta var þungur tími fyrir liðið en sem betur fer erum við með sterka karaktera í leikmannahópnum og náðum að snúa þessu við.“ Theódór Elmar þekkir ríginn á milli KR og Vals vel. Hann er uppalinn KR-ingur og segir tilfinninguna fyrir leiki þessara liða alltaf skera sig úr. „Það hefur alltaf verið skemmtilegur rígur á milli þessara liða og það gefur manni alltaf örlítið meira blóð á tennurnar að mæta Val. Ég býst við frábærri skemmtun í kvöld, maður er alltaf extra mótiveraður fyrir þessa leiki.“ Það dylst þó ekki fyrir Theódóri hversu krefjandi verkefni er fram undan. Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verma nú 2.sæti Bestu deildarinnar með 35 stig. „Við þurfum að eiga toppleik. Skora úr færunum okkar en einnig að vera þéttir. Valsmenn eru með mjög mikil einstaklingsgæði í sínum leikmannahópi og alltaf erfitt að loka á allt það sem þeir geta komið með að borðinu. En við erum búnir að leggja leikinn vel upp, að ég tel og erum tilbúnir að mæta þeim.“ Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
KR-ingar sitja í 5.sæti Bestu deildarinnar sem stendur og hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Við erum búnir að vera á mjög góðu skriði yfir lengri tíma og áttum líka bara mjög fínan leik í síðustu umferð á móti Víkingum þrátt fyrir tap. Við förum við bjartsýnir inn í þennan leik við Val og búumst við góðum úrslitum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Greina mátti vatnaskil hjá KR eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og 5-0 skell gegn Valsmönnum í fyrri leik liðanna. Eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum í Breiðabliki, í umferðinni eftir leikinn gegn Val, fór KR liðið á flug og tapaði ekki leik í næstu tíu leikjum sínum. Geturðu aðeins farið með mér yfir tilfinningarnar sem þú fannst fyrir eftir þessu erfiðu úrslit gegn Val og það sem tekur við hjá ykkur í framhaldinu? „Maður var náttúrulega bara mjög langt niðri, dauðskammaðist sín eftir svona frammistöðu og við þurftum bara að líta inn á við í framhaldinu, rífa okkur í gang. Margir í liðinu gerðu það eftir leikinn og það sást best á leik liðsins fljótlega eftir þetta tap. Þetta var þungur tími fyrir liðið en sem betur fer erum við með sterka karaktera í leikmannahópnum og náðum að snúa þessu við.“ Theódór Elmar þekkir ríginn á milli KR og Vals vel. Hann er uppalinn KR-ingur og segir tilfinninguna fyrir leiki þessara liða alltaf skera sig úr. „Það hefur alltaf verið skemmtilegur rígur á milli þessara liða og það gefur manni alltaf örlítið meira blóð á tennurnar að mæta Val. Ég býst við frábærri skemmtun í kvöld, maður er alltaf extra mótiveraður fyrir þessa leiki.“ Það dylst þó ekki fyrir Theódóri hversu krefjandi verkefni er fram undan. Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verma nú 2.sæti Bestu deildarinnar með 35 stig. „Við þurfum að eiga toppleik. Skora úr færunum okkar en einnig að vera þéttir. Valsmenn eru með mjög mikil einstaklingsgæði í sínum leikmannahópi og alltaf erfitt að loka á allt það sem þeir geta komið með að borðinu. En við erum búnir að leggja leikinn vel upp, að ég tel og erum tilbúnir að mæta þeim.“ Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn