Erkifjendurnir í Val mæta vestur í bæ: „Alltaf örlítið meira blóð á tennurnar“ Aron Guðmundsson skrifar 31. júlí 2023 14:31 Theódór Elmar Bjarnason og félagar í KR mæta Val í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Theódór Elmar Bjarnason, einn reynslumesti leikmaður Bestu deildar liðs KR í fótbolta, segist alltaf fá meira blóð á tennurnar fyrir leiki gegn erkifjendunum í Val en liðin mætast á Meistaravöllum í stórleik umferðarinnar en KR-ingar eiga harma að hefna eftir skell í fyrri leik liðanna á Origovellinum KR-ingar sitja í 5.sæti Bestu deildarinnar sem stendur og hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Við erum búnir að vera á mjög góðu skriði yfir lengri tíma og áttum líka bara mjög fínan leik í síðustu umferð á móti Víkingum þrátt fyrir tap. Við förum við bjartsýnir inn í þennan leik við Val og búumst við góðum úrslitum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Greina mátti vatnaskil hjá KR eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og 5-0 skell gegn Valsmönnum í fyrri leik liðanna. Eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum í Breiðabliki, í umferðinni eftir leikinn gegn Val, fór KR liðið á flug og tapaði ekki leik í næstu tíu leikjum sínum. Geturðu aðeins farið með mér yfir tilfinningarnar sem þú fannst fyrir eftir þessu erfiðu úrslit gegn Val og það sem tekur við hjá ykkur í framhaldinu? „Maður var náttúrulega bara mjög langt niðri, dauðskammaðist sín eftir svona frammistöðu og við þurftum bara að líta inn á við í framhaldinu, rífa okkur í gang. Margir í liðinu gerðu það eftir leikinn og það sást best á leik liðsins fljótlega eftir þetta tap. Þetta var þungur tími fyrir liðið en sem betur fer erum við með sterka karaktera í leikmannahópnum og náðum að snúa þessu við.“ Theódór Elmar þekkir ríginn á milli KR og Vals vel. Hann er uppalinn KR-ingur og segir tilfinninguna fyrir leiki þessara liða alltaf skera sig úr. „Það hefur alltaf verið skemmtilegur rígur á milli þessara liða og það gefur manni alltaf örlítið meira blóð á tennurnar að mæta Val. Ég býst við frábærri skemmtun í kvöld, maður er alltaf extra mótiveraður fyrir þessa leiki.“ Það dylst þó ekki fyrir Theódóri hversu krefjandi verkefni er fram undan. Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verma nú 2.sæti Bestu deildarinnar með 35 stig. „Við þurfum að eiga toppleik. Skora úr færunum okkar en einnig að vera þéttir. Valsmenn eru með mjög mikil einstaklingsgæði í sínum leikmannahópi og alltaf erfitt að loka á allt það sem þeir geta komið með að borðinu. En við erum búnir að leggja leikinn vel upp, að ég tel og erum tilbúnir að mæta þeim.“ Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
KR-ingar sitja í 5.sæti Bestu deildarinnar sem stendur og hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Við erum búnir að vera á mjög góðu skriði yfir lengri tíma og áttum líka bara mjög fínan leik í síðustu umferð á móti Víkingum þrátt fyrir tap. Við förum við bjartsýnir inn í þennan leik við Val og búumst við góðum úrslitum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Vísi. Greina mátti vatnaskil hjá KR eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og 5-0 skell gegn Valsmönnum í fyrri leik liðanna. Eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum í Breiðabliki, í umferðinni eftir leikinn gegn Val, fór KR liðið á flug og tapaði ekki leik í næstu tíu leikjum sínum. Geturðu aðeins farið með mér yfir tilfinningarnar sem þú fannst fyrir eftir þessu erfiðu úrslit gegn Val og það sem tekur við hjá ykkur í framhaldinu? „Maður var náttúrulega bara mjög langt niðri, dauðskammaðist sín eftir svona frammistöðu og við þurftum bara að líta inn á við í framhaldinu, rífa okkur í gang. Margir í liðinu gerðu það eftir leikinn og það sást best á leik liðsins fljótlega eftir þetta tap. Þetta var þungur tími fyrir liðið en sem betur fer erum við með sterka karaktera í leikmannahópnum og náðum að snúa þessu við.“ Theódór Elmar þekkir ríginn á milli KR og Vals vel. Hann er uppalinn KR-ingur og segir tilfinninguna fyrir leiki þessara liða alltaf skera sig úr. „Það hefur alltaf verið skemmtilegur rígur á milli þessara liða og það gefur manni alltaf örlítið meira blóð á tennurnar að mæta Val. Ég býst við frábærri skemmtun í kvöld, maður er alltaf extra mótiveraður fyrir þessa leiki.“ Það dylst þó ekki fyrir Theódóri hversu krefjandi verkefni er fram undan. Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verma nú 2.sæti Bestu deildarinnar með 35 stig. „Við þurfum að eiga toppleik. Skora úr færunum okkar en einnig að vera þéttir. Valsmenn eru með mjög mikil einstaklingsgæði í sínum leikmannahópi og alltaf erfitt að loka á allt það sem þeir geta komið með að borðinu. En við erum búnir að leggja leikinn vel upp, að ég tel og erum tilbúnir að mæta þeim.“ Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira