Efast um ágæti áforma um innlenda smágreiðslulausn Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2023 16:01 Samtök fjármálafyrirtækja segja mikilvægt að allar hliðar málsins verði skoðaðar áður en lög eru sett um innlenda greiðslumiðlun. Vísir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa óskað eftir því að náið samráð verði haft við samtökin og aðra hagaðila áður en drög að frumvarpi um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn verða lögð fram. Í umsögn samtakanna segir að nú þegar sé fullnægjandi greiðslulausn fyrir hendi. Í samráðsgátt stjórnvalda segir að fyrirhugaðri lagasetningu sé ætlað að tryggja að til verði skilvirk greiðslulausn innanlands, til dæmis við kaup á vöru í smásölu, sem feli í sér að greiðslur berist milli tveggja innlánsreikninga. Þannig verði hægt að stunda dagleg viðskipti í verslunum til dæmis án þess að greiðslur fari fram fyrir milligöngu erlendra aðila, hvort sem notuð eru kredit eða debetkort, eins og nú er. Slíkt sé öryggismál ef brestur verður á tengingum við útlönd en ætti einnig að vera ódýrara fyrir neytandann. Í umsögn SFF um áformin segir að eðli málsins samkvæmt taki samtökin undir það sem fram kemur í áformunum að þjóðaröryggi og fjármálastöðugleiki séu mikilvæg markmið. „Á hitt er að líta að fyrir hendi er greiðslulausn tryggir að hægt er að inna af hendi greiðslur þrátt að samband við útlönd rofni af einni eða annarri ástæðu. Hér er um að ræða millfærslur í netbönkum sem nú eru í flestum tilvikum framkvæmdar í snjallsímum, auk að sjálfsögðu seðla og myntar,“ segir í umsögninni. Náði ekki flugi í nágrannalöndum SFF segja einnig að eitt af þeim atriðum sem skortir rökstuðning á er hvernig lausnin eigi að ná alvöru útbreiðslu og vera meira en bara kostnaðarsöm varaleið með óljósri virkni og þekkingu viðeigandi aðila ef skyndilega verður þörf á notkun hennar vegna rofs á öðrum leiðum. „Að mati SFF standa líkur til þess þessi leið nái ekki alvöru útbreiðslu og verði virk greiðsluleið. Norrænu leiðirnar náðu útbreiðslu þar sem skortur var á þægilegri lausn til að borga milli einstaklinga og þær eru fyrst og fremst notaðar í það í dag auk netverslunar, en lítið í verslunum. Mjög erfitt er að fá neytendur til að skipta þegar lausn sem þeim líkar er þegar til staðar líkt og kunnugt er.“ Innherji fjallaði á dögunum um P27, samstarfsverkefni sex af stærstu bönkum Norðurlandanna, það er að segja Nordea, Danske Bank, SEB, Swedbank, Handelsbanken og OP Financial, sem hófst árið 2018. Verkefninu var ætlað að koma á fót samnorrænni greiðslulausn sem átti að gera millifærslur einfaldari og ódýrari. „Til að gera langa sögu stutta er verkefnið komið út í skurð. Fimm árum eftir stofnun hefur engin greiðslulausn litið dagsins ljós þrátt fyrir að 700 milljónir sænskra króna, jafnvirði 9 milljarða íslenskra, hafi verið settar í þróunina og þrátt fyrir að 50 starfsmenn vinni á skrifstofunni í Stokkhólmi,“ segir í frétt Innherja. Umsögn SFF má lesa í heild sinni hér. Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01 Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda segir að fyrirhugaðri lagasetningu sé ætlað að tryggja að til verði skilvirk greiðslulausn innanlands, til dæmis við kaup á vöru í smásölu, sem feli í sér að greiðslur berist milli tveggja innlánsreikninga. Þannig verði hægt að stunda dagleg viðskipti í verslunum til dæmis án þess að greiðslur fari fram fyrir milligöngu erlendra aðila, hvort sem notuð eru kredit eða debetkort, eins og nú er. Slíkt sé öryggismál ef brestur verður á tengingum við útlönd en ætti einnig að vera ódýrara fyrir neytandann. Í umsögn SFF um áformin segir að eðli málsins samkvæmt taki samtökin undir það sem fram kemur í áformunum að þjóðaröryggi og fjármálastöðugleiki séu mikilvæg markmið. „Á hitt er að líta að fyrir hendi er greiðslulausn tryggir að hægt er að inna af hendi greiðslur þrátt að samband við útlönd rofni af einni eða annarri ástæðu. Hér er um að ræða millfærslur í netbönkum sem nú eru í flestum tilvikum framkvæmdar í snjallsímum, auk að sjálfsögðu seðla og myntar,“ segir í umsögninni. Náði ekki flugi í nágrannalöndum SFF segja einnig að eitt af þeim atriðum sem skortir rökstuðning á er hvernig lausnin eigi að ná alvöru útbreiðslu og vera meira en bara kostnaðarsöm varaleið með óljósri virkni og þekkingu viðeigandi aðila ef skyndilega verður þörf á notkun hennar vegna rofs á öðrum leiðum. „Að mati SFF standa líkur til þess þessi leið nái ekki alvöru útbreiðslu og verði virk greiðsluleið. Norrænu leiðirnar náðu útbreiðslu þar sem skortur var á þægilegri lausn til að borga milli einstaklinga og þær eru fyrst og fremst notaðar í það í dag auk netverslunar, en lítið í verslunum. Mjög erfitt er að fá neytendur til að skipta þegar lausn sem þeim líkar er þegar til staðar líkt og kunnugt er.“ Innherji fjallaði á dögunum um P27, samstarfsverkefni sex af stærstu bönkum Norðurlandanna, það er að segja Nordea, Danske Bank, SEB, Swedbank, Handelsbanken og OP Financial, sem hófst árið 2018. Verkefninu var ætlað að koma á fót samnorrænni greiðslulausn sem átti að gera millifærslur einfaldari og ódýrari. „Til að gera langa sögu stutta er verkefnið komið út í skurð. Fimm árum eftir stofnun hefur engin greiðslulausn litið dagsins ljós þrátt fyrir að 700 milljónir sænskra króna, jafnvirði 9 milljarða íslenskra, hafi verið settar í þróunina og þrátt fyrir að 50 starfsmenn vinni á skrifstofunni í Stokkhólmi,“ segir í frétt Innherja. Umsögn SFF má lesa í heild sinni hér.
Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01 Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01
Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent