Kaupin frábær tíðindi fyrir þá sem tilheyra félaginu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 11:53 Bjarni Þór Þórólfsson er framkvæmdastjóri Búseta og Egill Lúðvíksson er framkvæmdastjóri Heimstaden. AÐSENT Leigufélag Búseta hefur fest kaup á 42 íbúðum leigufélagsins Heimstaden. Auk þess hafa félögin tvö undirritað viljayfirlýsingu um kaup á 90 íbúðum til viðbótar. Íbúðirnar sem um ræðir eru við Tangarbryggju í Reykjavík en viljayfirlýsingin um frekari kaup nær einnig til íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Þór Þórólfsson er framkvæmdastjóri Búseta. „Það liggur fyrir að Heimstaden hefur ákveðið að draga úr umsvifum sínum á Íslandi, þá er mikilvægt að þessar íbúðir með þessum íbúum rati í hendur og verði í umsjón félags eins og Búseta, þar sem vel er haldið utan um leigjendur.“ segir Bjarni Þór í samtali við fréttastofu. Greint var frá því fyrr á þessu ári að leigufélagið Heimstaden sem á um 1700 íbúðir á Íslandi ætli sér að selja þær. Ástæðan er sú að viðræður við lífeyrissjóði um kaup á hlut í félaginu báru ekki árangu og töldu forsvarsmenn þar með rekstrarforsendur brostnar. Bjarni Þór hjá Búseta segir kaupin frábær tíðindi fyrir þá sem tilheyra félaginu. „Búseti er í grunninn húsnæðissamvinnufélag sem hefur að geyma sirka 1300 íbúðir í samstæðu sinni. Búseti er líka með dótturfélag með á þriðja hundrað íbúða sem við höfum verið að fjölga í undanfarið.“ Í tilkynningu frá félögunum tekur Egill Lúðvíksson í sama streng og Bjarni Þór. „Það er ánægjulegt að geta tryggt leigutökum okkar áframhaldandi húsnæðisöryggi hjá nýjum eiganda. Þetta eru íbúðir á mjög góðum og eftirsóttum stað á höfuðborgarsvæðinu. Búseti er rótgróinn aðili á húsnæðismarkaði og gildi félagsins fara vel saman við okkar. Ég trúi að leigutakar okkar verði ánægðir með þessi viðskipti,“ er haft eftir Agli. Bjarni Þór segir að frekari kaup á íbúðum séu í skoðun og líklegt að það verði af þeim kaupum. Leigumarkaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Íbúðirnar sem um ræðir eru við Tangarbryggju í Reykjavík en viljayfirlýsingin um frekari kaup nær einnig til íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Þór Þórólfsson er framkvæmdastjóri Búseta. „Það liggur fyrir að Heimstaden hefur ákveðið að draga úr umsvifum sínum á Íslandi, þá er mikilvægt að þessar íbúðir með þessum íbúum rati í hendur og verði í umsjón félags eins og Búseta, þar sem vel er haldið utan um leigjendur.“ segir Bjarni Þór í samtali við fréttastofu. Greint var frá því fyrr á þessu ári að leigufélagið Heimstaden sem á um 1700 íbúðir á Íslandi ætli sér að selja þær. Ástæðan er sú að viðræður við lífeyrissjóði um kaup á hlut í félaginu báru ekki árangu og töldu forsvarsmenn þar með rekstrarforsendur brostnar. Bjarni Þór hjá Búseta segir kaupin frábær tíðindi fyrir þá sem tilheyra félaginu. „Búseti er í grunninn húsnæðissamvinnufélag sem hefur að geyma sirka 1300 íbúðir í samstæðu sinni. Búseti er líka með dótturfélag með á þriðja hundrað íbúða sem við höfum verið að fjölga í undanfarið.“ Í tilkynningu frá félögunum tekur Egill Lúðvíksson í sama streng og Bjarni Þór. „Það er ánægjulegt að geta tryggt leigutökum okkar áframhaldandi húsnæðisöryggi hjá nýjum eiganda. Þetta eru íbúðir á mjög góðum og eftirsóttum stað á höfuðborgarsvæðinu. Búseti er rótgróinn aðili á húsnæðismarkaði og gildi félagsins fara vel saman við okkar. Ég trúi að leigutakar okkar verði ánægðir með þessi viðskipti,“ er haft eftir Agli. Bjarni Þór segir að frekari kaup á íbúðum séu í skoðun og líklegt að það verði af þeim kaupum.
Leigumarkaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun