Lauren James er stærsta stjarna fjölskyldunnar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2023 13:05 Lauren James var frábær með enska landsliðinu í dag og var með tvö mörk og tvær stoðsendingar. Getty/Sarah Reed England og Danmörk eru komin áfram á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi en Kína er úr leik líkt og Víetnam. Lauren James og félagar hennar í enska kvennalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með sannfærandi í lokaleik sínum í riðlinum. England vann 6-1 sigur á Kína og á sama tíma tryggðu dönsku stelpurnar sér annað sætið í riðlinum með 2-0 sigri á Haítí. Lauren James hafði tryggði enska landsliðinu mikilvægan sigur í leiknum á undan og sýning hennar hélt áfram í dag. Hún endaði leikinn með tvö frábær mörk og þrjár stoðsendingar, átti beinan þátt í fimm fyrstu mörkum liðsins í leiknum. James hefði með réttu átt að skora þrennu en myndbandsdómarar tóku af henni eitt mark á ósanngjarnan hátt. Lauren James var einu sinni bara yngri systir Chelsea mannsins Reece James. Í dag er engin spurning um það hver sé stærsta fótboltastjarna fjölskyldunnar. James byrjaði á því að leggja upp tvö fyrstu mörk enska landsliðsins fyrir þær Alessis Russo og Lauren Hemp. Russo var mjög fljót að afgreiða boltann í markið og Hemp slapp ein í gegn. James skoraði síðan það þriðja með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann út fyrir teig. James skoraði reyndar fjórða markið rétt fyrir hálfleik en það mark var dæmt af. Markið hefði mögulega verið eitt af mörkum mótsins en dómararnir fundu rangstöðu í aðdragandanum sem margir voru ósáttir með. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá enska landsliðinu og sigurinn nánast í höfn. Enska liðið slakaði aðeins á eftir hlé og lenti í vandræðum strax í upphafi seinni hálfleiks. Hurð skall þá nærri hælum í tvígang en Varsjáin greip síðan inn í og víti var dæmt á Lucy Bronze eftir að boltinn fór í höndina á henni í teignum. Wang Shuang minnkaði muninn með því að skora örugglega úr vítaspyrnunni og minnka muninn í 3-1. Smá spenna var því komin í leikinn en Lauren James kæfði vonir Kínverja með öðru frábæru marki sínu. James tók þá boltann viðstöðulaust á lofti eftir flotta fyrirgjöf frá Jess Carter og boltinn steinlá í fjærhorninu. Varamaðurinn Chloe Kelly skoraði síðan fimmta markið þegar hún fékk langa sendingu frá James, nýtti sér mistök markvarðarins og sendi boltann í tómt markið. Sjötta markið skoraði síðan Rachel Daly undir lokin eftir að boltinn barst til hennar á fjærstönginni. Danir kláruðu sitt með því að vinna 2-0 sigur á Haítí. Pernille Harder skoraði úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Dönum í leiknum en Sanne Troelsgaard Nielsen innsiglaði síðan sigurinn á tíundu mínútu í uppbótatíma. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Lauren James og félagar hennar í enska kvennalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með sannfærandi í lokaleik sínum í riðlinum. England vann 6-1 sigur á Kína og á sama tíma tryggðu dönsku stelpurnar sér annað sætið í riðlinum með 2-0 sigri á Haítí. Lauren James hafði tryggði enska landsliðinu mikilvægan sigur í leiknum á undan og sýning hennar hélt áfram í dag. Hún endaði leikinn með tvö frábær mörk og þrjár stoðsendingar, átti beinan þátt í fimm fyrstu mörkum liðsins í leiknum. James hefði með réttu átt að skora þrennu en myndbandsdómarar tóku af henni eitt mark á ósanngjarnan hátt. Lauren James var einu sinni bara yngri systir Chelsea mannsins Reece James. Í dag er engin spurning um það hver sé stærsta fótboltastjarna fjölskyldunnar. James byrjaði á því að leggja upp tvö fyrstu mörk enska landsliðsins fyrir þær Alessis Russo og Lauren Hemp. Russo var mjög fljót að afgreiða boltann í markið og Hemp slapp ein í gegn. James skoraði síðan það þriðja með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann út fyrir teig. James skoraði reyndar fjórða markið rétt fyrir hálfleik en það mark var dæmt af. Markið hefði mögulega verið eitt af mörkum mótsins en dómararnir fundu rangstöðu í aðdragandanum sem margir voru ósáttir með. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá enska landsliðinu og sigurinn nánast í höfn. Enska liðið slakaði aðeins á eftir hlé og lenti í vandræðum strax í upphafi seinni hálfleiks. Hurð skall þá nærri hælum í tvígang en Varsjáin greip síðan inn í og víti var dæmt á Lucy Bronze eftir að boltinn fór í höndina á henni í teignum. Wang Shuang minnkaði muninn með því að skora örugglega úr vítaspyrnunni og minnka muninn í 3-1. Smá spenna var því komin í leikinn en Lauren James kæfði vonir Kínverja með öðru frábæru marki sínu. James tók þá boltann viðstöðulaust á lofti eftir flotta fyrirgjöf frá Jess Carter og boltinn steinlá í fjærhorninu. Varamaðurinn Chloe Kelly skoraði síðan fimmta markið þegar hún fékk langa sendingu frá James, nýtti sér mistök markvarðarins og sendi boltann í tómt markið. Sjötta markið skoraði síðan Rachel Daly undir lokin eftir að boltinn barst til hennar á fjærstönginni. Danir kláruðu sitt með því að vinna 2-0 sigur á Haítí. Pernille Harder skoraði úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Dönum í leiknum en Sanne Troelsgaard Nielsen innsiglaði síðan sigurinn á tíundu mínútu í uppbótatíma.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira