Lauren James er stærsta stjarna fjölskyldunnar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2023 13:05 Lauren James var frábær með enska landsliðinu í dag og var með tvö mörk og tvær stoðsendingar. Getty/Sarah Reed England og Danmörk eru komin áfram á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi en Kína er úr leik líkt og Víetnam. Lauren James og félagar hennar í enska kvennalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með sannfærandi í lokaleik sínum í riðlinum. England vann 6-1 sigur á Kína og á sama tíma tryggðu dönsku stelpurnar sér annað sætið í riðlinum með 2-0 sigri á Haítí. Lauren James hafði tryggði enska landsliðinu mikilvægan sigur í leiknum á undan og sýning hennar hélt áfram í dag. Hún endaði leikinn með tvö frábær mörk og þrjár stoðsendingar, átti beinan þátt í fimm fyrstu mörkum liðsins í leiknum. James hefði með réttu átt að skora þrennu en myndbandsdómarar tóku af henni eitt mark á ósanngjarnan hátt. Lauren James var einu sinni bara yngri systir Chelsea mannsins Reece James. Í dag er engin spurning um það hver sé stærsta fótboltastjarna fjölskyldunnar. James byrjaði á því að leggja upp tvö fyrstu mörk enska landsliðsins fyrir þær Alessis Russo og Lauren Hemp. Russo var mjög fljót að afgreiða boltann í markið og Hemp slapp ein í gegn. James skoraði síðan það þriðja með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann út fyrir teig. James skoraði reyndar fjórða markið rétt fyrir hálfleik en það mark var dæmt af. Markið hefði mögulega verið eitt af mörkum mótsins en dómararnir fundu rangstöðu í aðdragandanum sem margir voru ósáttir með. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá enska landsliðinu og sigurinn nánast í höfn. Enska liðið slakaði aðeins á eftir hlé og lenti í vandræðum strax í upphafi seinni hálfleiks. Hurð skall þá nærri hælum í tvígang en Varsjáin greip síðan inn í og víti var dæmt á Lucy Bronze eftir að boltinn fór í höndina á henni í teignum. Wang Shuang minnkaði muninn með því að skora örugglega úr vítaspyrnunni og minnka muninn í 3-1. Smá spenna var því komin í leikinn en Lauren James kæfði vonir Kínverja með öðru frábæru marki sínu. James tók þá boltann viðstöðulaust á lofti eftir flotta fyrirgjöf frá Jess Carter og boltinn steinlá í fjærhorninu. Varamaðurinn Chloe Kelly skoraði síðan fimmta markið þegar hún fékk langa sendingu frá James, nýtti sér mistök markvarðarins og sendi boltann í tómt markið. Sjötta markið skoraði síðan Rachel Daly undir lokin eftir að boltinn barst til hennar á fjærstönginni. Danir kláruðu sitt með því að vinna 2-0 sigur á Haítí. Pernille Harder skoraði úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Dönum í leiknum en Sanne Troelsgaard Nielsen innsiglaði síðan sigurinn á tíundu mínútu í uppbótatíma. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Lauren James og félagar hennar í enska kvennalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með sannfærandi í lokaleik sínum í riðlinum. England vann 6-1 sigur á Kína og á sama tíma tryggðu dönsku stelpurnar sér annað sætið í riðlinum með 2-0 sigri á Haítí. Lauren James hafði tryggði enska landsliðinu mikilvægan sigur í leiknum á undan og sýning hennar hélt áfram í dag. Hún endaði leikinn með tvö frábær mörk og þrjár stoðsendingar, átti beinan þátt í fimm fyrstu mörkum liðsins í leiknum. James hefði með réttu átt að skora þrennu en myndbandsdómarar tóku af henni eitt mark á ósanngjarnan hátt. Lauren James var einu sinni bara yngri systir Chelsea mannsins Reece James. Í dag er engin spurning um það hver sé stærsta fótboltastjarna fjölskyldunnar. James byrjaði á því að leggja upp tvö fyrstu mörk enska landsliðsins fyrir þær Alessis Russo og Lauren Hemp. Russo var mjög fljót að afgreiða boltann í markið og Hemp slapp ein í gegn. James skoraði síðan það þriðja með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann út fyrir teig. James skoraði reyndar fjórða markið rétt fyrir hálfleik en það mark var dæmt af. Markið hefði mögulega verið eitt af mörkum mótsins en dómararnir fundu rangstöðu í aðdragandanum sem margir voru ósáttir með. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá enska landsliðinu og sigurinn nánast í höfn. Enska liðið slakaði aðeins á eftir hlé og lenti í vandræðum strax í upphafi seinni hálfleiks. Hurð skall þá nærri hælum í tvígang en Varsjáin greip síðan inn í og víti var dæmt á Lucy Bronze eftir að boltinn fór í höndina á henni í teignum. Wang Shuang minnkaði muninn með því að skora örugglega úr vítaspyrnunni og minnka muninn í 3-1. Smá spenna var því komin í leikinn en Lauren James kæfði vonir Kínverja með öðru frábæru marki sínu. James tók þá boltann viðstöðulaust á lofti eftir flotta fyrirgjöf frá Jess Carter og boltinn steinlá í fjærhorninu. Varamaðurinn Chloe Kelly skoraði síðan fimmta markið þegar hún fékk langa sendingu frá James, nýtti sér mistök markvarðarins og sendi boltann í tómt markið. Sjötta markið skoraði síðan Rachel Daly undir lokin eftir að boltinn barst til hennar á fjærstönginni. Danir kláruðu sitt með því að vinna 2-0 sigur á Haítí. Pernille Harder skoraði úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Dönum í leiknum en Sanne Troelsgaard Nielsen innsiglaði síðan sigurinn á tíundu mínútu í uppbótatíma.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira