Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2023 16:10 Gunnar Ásgrímsson vakti mikla athygli árið 2014 þegar hann var í rosalega ungum Framsóknarmönnum. Núna vill hann vera formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Aðsent Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. Gunnar, sem er 23 ára Skagfirðingur og kennaranemi við Háskóla Íslands, er núverandi varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna og tilkynnti í dag framboð sitt til formennsku sambandsins. Kosið verður um formann á sambandsþingi SUF sem verður haldið í Norðvesturkjördæmi helgina 1. til 3. september. Það má segja að Gunnar sé búinn að vera íslensk netstjarna allar götur síðan tekið var viðtal við hann á N4 árið 2014. Gunnar var þar til viðtals ásamt Róberti Smára Gunnarssyni, syni Gunnars Braga Sveinssonar, til að vekja athygli á kökubasar sem Rosalega ungir Framsóknarmenn stóðu fyrir á Sauðárkróki til styrktar Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar. Róbert skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn en Gunnar ætlar greinilega að vinna sig hærra upp í Framsóknarflokknum. Eins árs á fyrsta flokksþinginu Gunnar sendi framboðstilkynningu sína á fjölmiðla í dag þar sem hann lýsir ástæðum fyrir framboði sínum og áætlunum verði hann formaður. Þar lýsir hann því hvernig hann mætti á sitt fyrsta flokksþing Framsóknarflokksins eins árs gamall. Hann hafi fyrst tekið virkan þátt í starfi SUF fyrir fimm árum og síðustu tvö ár hafi hann verið varaformaður sambandsins undir forystu Unnar Benediktsdóttur. Gunnar segir að þau þrjú atriði sem þurfi að einblína á næsta árið séu þrjú: að vinna áfram gott málefnastarf með virkri umræðu, styrkja félagsstarf sambandsins heima í héraði og að skapa umhverfi sem heldur betur í nýliða. Tilkynningu Gunnars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Ég heiti Gunnar Ásgrímsson og býð mig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Ég er 23 ára Skagfirðingur og er að læra grunnskólakennarann við Háskóla Íslands. Ég mætti á mitt fyrsta flokksþing eins árs gamall og má segja að vegurinn hafi alltaf leitt til virkra félagsstarfa eftir það. Ég tók fyrst virkan þátt í starfi SUF fyrir 5 árum þegar ég fór á sambandsþing á Bifröst og hef ég verið á fullu í félagsstarfinu síðan. Síðustu 2 ár hef ég hlotið þann heiður að starfa sem varaformaður SUF undir formennsku Unnar Benediktsdóttur, á þeim tíma hef ég fengið nánari innsýn inn í hvernig starfið gengur fyrir sig, bæði hvað gengur vel og hvað má gera betur. Á síðustu miðstjórnarfundum og flokksþingum hefur ungt Framsóknarfólk verið sýnilegt og látið í sér heyra svo vel er tekið eftir innan flokksins. Enda erum við svo heppin í SUF að flokksforystan, sem og grasrótin, hlusta á okkur. Þau áhersluatriði sem þarf að einblína á næsta árið er þrennt: Málefnastarf: Mikilvægt er að SUF vinni áfram gott málefnastarf innan sinna veggja svo að ungt fólk geti haft áhrif á stefnu flokksins, og þjóðfélagsumræðu, á sem skilvirkastan máta. Einnig er mikilvægt að innan SUF sé umhverfi þar sem að ungt fólk styður hvort annað á persónulegri nótum. Skapa þarf vettvang þar sem ungt fólk getur mótað sínar skoðanir í virkri umræðu við annað fólk. Innra starf og aðildarfélög: Þau 5 ár sem ég hef tekið þátt í starfi SUF hefur það orðið ljóst að sum FUF-félögin geta ekki haldið úti virku félagsstarfi líkt og ætlast er til af þeim. Árið 2020, þegar ég var ritari í framkvæmdastjórn Lilju Rannveigar, hófst vinna við að stofna landshlutasamtök innan SUF sem ég tel að eigi eftir að styrkja félagsstarfið heima í héraði, bæði fyrir félagsstarf ungra sem og Framsóknarfélögin sjálf.. Nýliðun: Síðustu 5 ár hefur verið mikil nýliðun í SUF. Kosningasigur flokksins 2021 og 2022, ungt fólk í framboði og styrking SUF síðustu ár hefur haft þar mikil áhrif. Aftur á móti hefur oft reynst erfitt að halda í þá nýliða sem koma inn í starfið. Skiljanlega er stopp fólks mislangt í SUF og fólk hefur mismikla getu til að taka virkan þátt í ungliðastarfi hverju sinni, en umhverfi SUF þarf að vera þess lags að halda í það unga fólk sem vill taka þátt í starfi flokksins og að á það sé hlustað. Vil ég því hvetja sem flesta til þess að mæta á Sambandsþing SUF sem haldið verður í Norðvesturkjördæmi 1-3 september Framsóknarflokkurinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Gunnar, sem er 23 ára Skagfirðingur og kennaranemi við Háskóla Íslands, er núverandi varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna og tilkynnti í dag framboð sitt til formennsku sambandsins. Kosið verður um formann á sambandsþingi SUF sem verður haldið í Norðvesturkjördæmi helgina 1. til 3. september. Það má segja að Gunnar sé búinn að vera íslensk netstjarna allar götur síðan tekið var viðtal við hann á N4 árið 2014. Gunnar var þar til viðtals ásamt Róberti Smára Gunnarssyni, syni Gunnars Braga Sveinssonar, til að vekja athygli á kökubasar sem Rosalega ungir Framsóknarmenn stóðu fyrir á Sauðárkróki til styrktar Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar. Róbert skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn en Gunnar ætlar greinilega að vinna sig hærra upp í Framsóknarflokknum. Eins árs á fyrsta flokksþinginu Gunnar sendi framboðstilkynningu sína á fjölmiðla í dag þar sem hann lýsir ástæðum fyrir framboði sínum og áætlunum verði hann formaður. Þar lýsir hann því hvernig hann mætti á sitt fyrsta flokksþing Framsóknarflokksins eins árs gamall. Hann hafi fyrst tekið virkan þátt í starfi SUF fyrir fimm árum og síðustu tvö ár hafi hann verið varaformaður sambandsins undir forystu Unnar Benediktsdóttur. Gunnar segir að þau þrjú atriði sem þurfi að einblína á næsta árið séu þrjú: að vinna áfram gott málefnastarf með virkri umræðu, styrkja félagsstarf sambandsins heima í héraði og að skapa umhverfi sem heldur betur í nýliða. Tilkynningu Gunnars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Ég heiti Gunnar Ásgrímsson og býð mig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Ég er 23 ára Skagfirðingur og er að læra grunnskólakennarann við Háskóla Íslands. Ég mætti á mitt fyrsta flokksþing eins árs gamall og má segja að vegurinn hafi alltaf leitt til virkra félagsstarfa eftir það. Ég tók fyrst virkan þátt í starfi SUF fyrir 5 árum þegar ég fór á sambandsþing á Bifröst og hef ég verið á fullu í félagsstarfinu síðan. Síðustu 2 ár hef ég hlotið þann heiður að starfa sem varaformaður SUF undir formennsku Unnar Benediktsdóttur, á þeim tíma hef ég fengið nánari innsýn inn í hvernig starfið gengur fyrir sig, bæði hvað gengur vel og hvað má gera betur. Á síðustu miðstjórnarfundum og flokksþingum hefur ungt Framsóknarfólk verið sýnilegt og látið í sér heyra svo vel er tekið eftir innan flokksins. Enda erum við svo heppin í SUF að flokksforystan, sem og grasrótin, hlusta á okkur. Þau áhersluatriði sem þarf að einblína á næsta árið er þrennt: Málefnastarf: Mikilvægt er að SUF vinni áfram gott málefnastarf innan sinna veggja svo að ungt fólk geti haft áhrif á stefnu flokksins, og þjóðfélagsumræðu, á sem skilvirkastan máta. Einnig er mikilvægt að innan SUF sé umhverfi þar sem að ungt fólk styður hvort annað á persónulegri nótum. Skapa þarf vettvang þar sem ungt fólk getur mótað sínar skoðanir í virkri umræðu við annað fólk. Innra starf og aðildarfélög: Þau 5 ár sem ég hef tekið þátt í starfi SUF hefur það orðið ljóst að sum FUF-félögin geta ekki haldið úti virku félagsstarfi líkt og ætlast er til af þeim. Árið 2020, þegar ég var ritari í framkvæmdastjórn Lilju Rannveigar, hófst vinna við að stofna landshlutasamtök innan SUF sem ég tel að eigi eftir að styrkja félagsstarfið heima í héraði, bæði fyrir félagsstarf ungra sem og Framsóknarfélögin sjálf.. Nýliðun: Síðustu 5 ár hefur verið mikil nýliðun í SUF. Kosningasigur flokksins 2021 og 2022, ungt fólk í framboði og styrking SUF síðustu ár hefur haft þar mikil áhrif. Aftur á móti hefur oft reynst erfitt að halda í þá nýliða sem koma inn í starfið. Skiljanlega er stopp fólks mislangt í SUF og fólk hefur mismikla getu til að taka virkan þátt í ungliðastarfi hverju sinni, en umhverfi SUF þarf að vera þess lags að halda í það unga fólk sem vill taka þátt í starfi flokksins og að á það sé hlustað. Vil ég því hvetja sem flesta til þess að mæta á Sambandsþing SUF sem haldið verður í Norðvesturkjördæmi 1-3 september
Ég heiti Gunnar Ásgrímsson og býð mig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Ég er 23 ára Skagfirðingur og er að læra grunnskólakennarann við Háskóla Íslands. Ég mætti á mitt fyrsta flokksþing eins árs gamall og má segja að vegurinn hafi alltaf leitt til virkra félagsstarfa eftir það. Ég tók fyrst virkan þátt í starfi SUF fyrir 5 árum þegar ég fór á sambandsþing á Bifröst og hef ég verið á fullu í félagsstarfinu síðan. Síðustu 2 ár hef ég hlotið þann heiður að starfa sem varaformaður SUF undir formennsku Unnar Benediktsdóttur, á þeim tíma hef ég fengið nánari innsýn inn í hvernig starfið gengur fyrir sig, bæði hvað gengur vel og hvað má gera betur. Á síðustu miðstjórnarfundum og flokksþingum hefur ungt Framsóknarfólk verið sýnilegt og látið í sér heyra svo vel er tekið eftir innan flokksins. Enda erum við svo heppin í SUF að flokksforystan, sem og grasrótin, hlusta á okkur. Þau áhersluatriði sem þarf að einblína á næsta árið er þrennt: Málefnastarf: Mikilvægt er að SUF vinni áfram gott málefnastarf innan sinna veggja svo að ungt fólk geti haft áhrif á stefnu flokksins, og þjóðfélagsumræðu, á sem skilvirkastan máta. Einnig er mikilvægt að innan SUF sé umhverfi þar sem að ungt fólk styður hvort annað á persónulegri nótum. Skapa þarf vettvang þar sem ungt fólk getur mótað sínar skoðanir í virkri umræðu við annað fólk. Innra starf og aðildarfélög: Þau 5 ár sem ég hef tekið þátt í starfi SUF hefur það orðið ljóst að sum FUF-félögin geta ekki haldið úti virku félagsstarfi líkt og ætlast er til af þeim. Árið 2020, þegar ég var ritari í framkvæmdastjórn Lilju Rannveigar, hófst vinna við að stofna landshlutasamtök innan SUF sem ég tel að eigi eftir að styrkja félagsstarfið heima í héraði, bæði fyrir félagsstarf ungra sem og Framsóknarfélögin sjálf.. Nýliðun: Síðustu 5 ár hefur verið mikil nýliðun í SUF. Kosningasigur flokksins 2021 og 2022, ungt fólk í framboði og styrking SUF síðustu ár hefur haft þar mikil áhrif. Aftur á móti hefur oft reynst erfitt að halda í þá nýliða sem koma inn í starfið. Skiljanlega er stopp fólks mislangt í SUF og fólk hefur mismikla getu til að taka virkan þátt í ungliðastarfi hverju sinni, en umhverfi SUF þarf að vera þess lags að halda í það unga fólk sem vill taka þátt í starfi flokksins og að á það sé hlustað. Vil ég því hvetja sem flesta til þess að mæta á Sambandsþing SUF sem haldið verður í Norðvesturkjördæmi 1-3 september
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira