Telja 740 fermetra lykil að sigri Valgeirs og félaga Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 09:30 Valgeir Lunddal Friðriksson á ferðinni í leik með Häcken. Sænsku meistararnir mæta KÍ frá Færeyjum í dag. Getty/Michael Campanella Færeysku meistararnir í KÍ frá Klaksvík freista þess að halda sögulegu Evrópuævintýri sínu áfram með sigri gegn Svíþjóðarmeisturum Häcken í dag, í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Stór munur er á vellinum sem spilað er á Svíþjóð í dag í samanburði við heimavöll KÍ, eða heilir 740 fermetrar, samkvæmt frétt Aftonbladet. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Færeyjum fyrir viku en Svíarnir vonast til þess að með því að hafa meira pláss, á sínum heimavelli, gangi betur að skora í dag. Gervigrasið á Bravida-leikvanginum sem Häcken spilar á þekur 68x105 metra en Djúpumýrarvöllur Færeyingana er ansi lítill eða 64x100 metrar. Svigrúm er í knattspyrnulögunum til að hafa velli misstóra, og þó að reglur UEFA séu þrengri mega vellir í Evrópukeppnum vera á bilinu 100-105 metra langir, og 64-68 metra breiðir. Landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson er einn af leikmönnum Häcken og liðsfélagar hans fagna því að hafa meira pláss, í umfjöllun Aftonbladet: „Þeir [leikmenn KÍ] munu þurfa að leggja meiri vinnu á sig til að verjast. Það verður erfiðara þá að múra fyrir, eins og þeir eru svo góðir í, þegar völlurinn er stærri. Við fáum meira pláss til að spila á,“ sagði Kristoffer Lund. Liðin eru í svipuðum sporum og FCK og Breiðablik sem mætast í Kaupmannahöfn í kvöld. Sigurliðin komast í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar en tapliðin færast í undankeppni Evrópudeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sænski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Stór munur er á vellinum sem spilað er á Svíþjóð í dag í samanburði við heimavöll KÍ, eða heilir 740 fermetrar, samkvæmt frétt Aftonbladet. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Færeyjum fyrir viku en Svíarnir vonast til þess að með því að hafa meira pláss, á sínum heimavelli, gangi betur að skora í dag. Gervigrasið á Bravida-leikvanginum sem Häcken spilar á þekur 68x105 metra en Djúpumýrarvöllur Færeyingana er ansi lítill eða 64x100 metrar. Svigrúm er í knattspyrnulögunum til að hafa velli misstóra, og þó að reglur UEFA séu þrengri mega vellir í Evrópukeppnum vera á bilinu 100-105 metra langir, og 64-68 metra breiðir. Landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson er einn af leikmönnum Häcken og liðsfélagar hans fagna því að hafa meira pláss, í umfjöllun Aftonbladet: „Þeir [leikmenn KÍ] munu þurfa að leggja meiri vinnu á sig til að verjast. Það verður erfiðara þá að múra fyrir, eins og þeir eru svo góðir í, þegar völlurinn er stærri. Við fáum meira pláss til að spila á,“ sagði Kristoffer Lund. Liðin eru í svipuðum sporum og FCK og Breiðablik sem mætast í Kaupmannahöfn í kvöld. Sigurliðin komast í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar en tapliðin færast í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sænski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira