Missti þrjá fjölskyldumeðlimi á síðustu vikum en fór ekki heim af HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 16:30 Thembi Kgatlana fagnar sögulegum sigri Suður Afríku og framundan er leikur í sextán liða úrslitum. Getty/Lars Baron Thembi Kgatlana tryggði Suður-Afríku sæti í sextán liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta með því að skora sigurmarkið í 3-2 sigri á Ítalíu í dag. Markið hennar þýddi að Ítalir sátu eftir og Suður Afríka spilar í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni. Kgatlana lagði einnig upp markið sem kom suður-afríska liðinu í 2-1 í leiknum. Sigurmarkið kom hins vegar ekki fyrr en í uppbótatíma leiksins. Suður Afríka spilar á móti Hollandi í sextán liða úrslitunum. No. 54 ranked South Africa celebrate reaching the #FIFAWWC last 16 for the first time pic.twitter.com/qxpKTXjnjO— B/R Football (@brfootball) August 2, 2023 „Ég er bara í svo mikilli geðshræringu,“ sagði Thembi Kgatlana eftir leikinn en hún spilar með Racing Louisville í bandarísku deildinni. „Á síðustu þremur vikum hef ég misst þrjá fjölskyldumeðlimi. Ég hefði getað farið heim en ég valdi það að vera áfram með stelpunum mínum vegna þessi hversu mikils virði þetta er fyrir okkur allar,“ sagði Kgatlana en ESPN sagði frá. Hún kom til baka í maí eftir að hafa slitið hásin og misst út tíu mánuði. „Ég kom til baka eftir mjög erfið meiðsli og það skiptir svo miklu máli fyrir mig að vera spila hér fyrir hönd þjóðar minnar og fyrir allar þær stelpur sem vildu vera í mínum sporum. Við skrifum söguna fyrir Suður-Afríku og allar í liðinu eiga þetta skilið,“ sagði Kgatlana. „Í hvert skipti sem ég klæðist þessari treyju þá er ég ekki bara að gera það fyrir mig sjálfa heldur fyrir þær 63 milljónir manna sem eru heima sem sem og alla sem eru hér í Wellington. Það sem við gerðum hér í kvöld. Ég á enn eftir að átta mig á þessu,“ sagði Kgatlana. With her goal against Italy, Thembi Kgatlana joined an elite group of African goalscorers at the #FIFAWWC#HereForHer pic.twitter.com/CLvggpI1pG— SuperSport Football (@SSFootball) August 2, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira
Markið hennar þýddi að Ítalir sátu eftir og Suður Afríka spilar í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni. Kgatlana lagði einnig upp markið sem kom suður-afríska liðinu í 2-1 í leiknum. Sigurmarkið kom hins vegar ekki fyrr en í uppbótatíma leiksins. Suður Afríka spilar á móti Hollandi í sextán liða úrslitunum. No. 54 ranked South Africa celebrate reaching the #FIFAWWC last 16 for the first time pic.twitter.com/qxpKTXjnjO— B/R Football (@brfootball) August 2, 2023 „Ég er bara í svo mikilli geðshræringu,“ sagði Thembi Kgatlana eftir leikinn en hún spilar með Racing Louisville í bandarísku deildinni. „Á síðustu þremur vikum hef ég misst þrjá fjölskyldumeðlimi. Ég hefði getað farið heim en ég valdi það að vera áfram með stelpunum mínum vegna þessi hversu mikils virði þetta er fyrir okkur allar,“ sagði Kgatlana en ESPN sagði frá. Hún kom til baka í maí eftir að hafa slitið hásin og misst út tíu mánuði. „Ég kom til baka eftir mjög erfið meiðsli og það skiptir svo miklu máli fyrir mig að vera spila hér fyrir hönd þjóðar minnar og fyrir allar þær stelpur sem vildu vera í mínum sporum. Við skrifum söguna fyrir Suður-Afríku og allar í liðinu eiga þetta skilið,“ sagði Kgatlana. „Í hvert skipti sem ég klæðist þessari treyju þá er ég ekki bara að gera það fyrir mig sjálfa heldur fyrir þær 63 milljónir manna sem eru heima sem sem og alla sem eru hér í Wellington. Það sem við gerðum hér í kvöld. Ég á enn eftir að átta mig á þessu,“ sagði Kgatlana. With her goal against Italy, Thembi Kgatlana joined an elite group of African goalscorers at the #FIFAWWC#HereForHer pic.twitter.com/CLvggpI1pG— SuperSport Football (@SSFootball) August 2, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira