Vaknaði við hlið látins sambýlismanns: Klórar sig ítrekað til blóðs en fær enga hjálp Lovísa Arnardóttir skrifar 2. ágúst 2023 19:17 Sigþrúður hefur enga aðstoð fengið við sárunum í andlitinu nema sýklalyf. Svandís segir hana ekki geta beðið lengur. Vísir/Einar Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn Það var í byrjun mars á þessu ári sem Sigþrúður Sigurðardóttir vaknaði við sambýlismann sinn látinn í rúminu við hliðina á sér. Allt frá þeim tíma hefur hún átt við mikil andleg veikindi að stríða og stundað sjálfsskaða í andlitinu. „Hún vaknaði við hliðina á honum dánum og hann er auðvitað farin að blána og stirðna og svona og hún fékk svona svakalega mikið áfall og byrjaði þá að klóra sér í andlitinu alltaf þegar henni líður illa, og það er þess vegna sem hún er svona illa farin,“ segir Svandís Ásta Jónsdóttir, vinkona Sigþrúðar og fyrrverandi nágrannakona, en hún hefur aðstoðað hana síðustu mánuði við að leita sér aðstoðar. Hún býr núna í félagslegri íbúð og fær ýmsa aðstoð en hefur ekki frá því að hún upplifði þetta áfall fengið nokkra áfallahjálp, sálfræðimeðferð eða almennilega sárameðferð við sárunum í andlitinu. En auk þessa áfalls var hún beitt miklu ofbeldi af manninum sem hún bjó með; andlegu, og kynferðislegu. Sigþrúður segist sjálf vilja fá að tala við sálfræðing sem fyrst. Vísir/Einar Sigþrúður segir ekki mikið en spurð hvort hún hafi viljað sálfræðiaðstoð játar hún því. „Mér hefði liðið betur.“ Finnst þér þú enn þurfa þess? „Já, svo sannarlega.“ Svandís kynntist Sigþrúði þegar þær voru nágrannar og hefur allt frá andláti sambýlismanns hennar reynt að aðstoða hana. Þær hafa leitað á læknavakt og heilsugæsluna þar sem hjúkrunarfræðingar gátu ekki eða treystu sér ekki til að gera að sárum hennar en gáfu þeim sýklalyf og vísuðu þeim á bráðamóttöku Landspítalans. „Hún var tekin inn og fékk eina sýklalyfjasprautu og var sett í sturtu og þvegið á henni hárið, og ég bað þær að klippa á henni neglurnar, svo hún gæti ekki klórað sér í framan,“ segir Svandís. Send heim með svefnlyf Eftir það var þeim vísað á geðdeild þar sem þeim var sagt að ekki væri veitt áfallahjálp. „Hún var spurð hvort hún hugsi um að fremja sjálfsmorð og hvort hún sofi. Hún var ekki spurð hvernig henni líður og ég spurði hvort hún gæti fengið áfallahjálp,“ segir Svandís og að þær hafi mætt leiðinlegu viðmóti á geðdeildinni en Sigþrúður send heim með svefnlyf. „Eina sem það hjálpar henni að gera er að sofa. Hún þarf að fá einhverja viðeigandi meðferð.“ Sigþrúður er eins og stendur á bið eftir því að fá sálfræðiþjónustu, heimaþjónustu og innlögn í sárameðferð, en Svandís telur hana ekki geta beðið mikið lengur. Andlitið er hulið sárum og bólgið eftir langvarandi meiðsli. Vísir/Einar Svandís segist í góðu sambandi við félagsráðgjafa Sigþrúðar og að hún sé að reyna koma henni í sálfræðimeðferð, og auk þess sé hún komin á bið hjá EMDR stofunni. „En það er ekkert að gerast akkúrat núna,“ segir Svandís og að það gildi líka um sárin í andlitinu. „Það er eins og það treysti sér enginn til að gera að sárunum hennar,“ segir Svandís og að hún hafi reynt að aðstoða hana með kremum sem Sigþrúði svíði þó mikið undan. „Það er hræðilegt að þurfa að vera svona í andlitinu. Þetta er svo góð stelpa og ég finn svo mikið til með henni, og vorkenni svo mikið, og mig langar svo að hún fái hjálp,“ segir Svandís einlæg og að henni þyki heilbrigðiskerfið alveg hafa brugðist Sigþrúði. „Mér finnst þetta mjög lélegt. Hún er manneskja með tilfinningar og þarf á hjálp að halda. Heilbrigðiskerfið á að veita þessa hjálp og mér finnst þetta til háborinnar skammar.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Félagsmál Tengdar fréttir „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Það var í byrjun mars á þessu ári sem Sigþrúður Sigurðardóttir vaknaði við sambýlismann sinn látinn í rúminu við hliðina á sér. Allt frá þeim tíma hefur hún átt við mikil andleg veikindi að stríða og stundað sjálfsskaða í andlitinu. „Hún vaknaði við hliðina á honum dánum og hann er auðvitað farin að blána og stirðna og svona og hún fékk svona svakalega mikið áfall og byrjaði þá að klóra sér í andlitinu alltaf þegar henni líður illa, og það er þess vegna sem hún er svona illa farin,“ segir Svandís Ásta Jónsdóttir, vinkona Sigþrúðar og fyrrverandi nágrannakona, en hún hefur aðstoðað hana síðustu mánuði við að leita sér aðstoðar. Hún býr núna í félagslegri íbúð og fær ýmsa aðstoð en hefur ekki frá því að hún upplifði þetta áfall fengið nokkra áfallahjálp, sálfræðimeðferð eða almennilega sárameðferð við sárunum í andlitinu. En auk þessa áfalls var hún beitt miklu ofbeldi af manninum sem hún bjó með; andlegu, og kynferðislegu. Sigþrúður segist sjálf vilja fá að tala við sálfræðing sem fyrst. Vísir/Einar Sigþrúður segir ekki mikið en spurð hvort hún hafi viljað sálfræðiaðstoð játar hún því. „Mér hefði liðið betur.“ Finnst þér þú enn þurfa þess? „Já, svo sannarlega.“ Svandís kynntist Sigþrúði þegar þær voru nágrannar og hefur allt frá andláti sambýlismanns hennar reynt að aðstoða hana. Þær hafa leitað á læknavakt og heilsugæsluna þar sem hjúkrunarfræðingar gátu ekki eða treystu sér ekki til að gera að sárum hennar en gáfu þeim sýklalyf og vísuðu þeim á bráðamóttöku Landspítalans. „Hún var tekin inn og fékk eina sýklalyfjasprautu og var sett í sturtu og þvegið á henni hárið, og ég bað þær að klippa á henni neglurnar, svo hún gæti ekki klórað sér í framan,“ segir Svandís. Send heim með svefnlyf Eftir það var þeim vísað á geðdeild þar sem þeim var sagt að ekki væri veitt áfallahjálp. „Hún var spurð hvort hún hugsi um að fremja sjálfsmorð og hvort hún sofi. Hún var ekki spurð hvernig henni líður og ég spurði hvort hún gæti fengið áfallahjálp,“ segir Svandís og að þær hafi mætt leiðinlegu viðmóti á geðdeildinni en Sigþrúður send heim með svefnlyf. „Eina sem það hjálpar henni að gera er að sofa. Hún þarf að fá einhverja viðeigandi meðferð.“ Sigþrúður er eins og stendur á bið eftir því að fá sálfræðiþjónustu, heimaþjónustu og innlögn í sárameðferð, en Svandís telur hana ekki geta beðið mikið lengur. Andlitið er hulið sárum og bólgið eftir langvarandi meiðsli. Vísir/Einar Svandís segist í góðu sambandi við félagsráðgjafa Sigþrúðar og að hún sé að reyna koma henni í sálfræðimeðferð, og auk þess sé hún komin á bið hjá EMDR stofunni. „En það er ekkert að gerast akkúrat núna,“ segir Svandís og að það gildi líka um sárin í andlitinu. „Það er eins og það treysti sér enginn til að gera að sárunum hennar,“ segir Svandís og að hún hafi reynt að aðstoða hana með kremum sem Sigþrúði svíði þó mikið undan. „Það er hræðilegt að þurfa að vera svona í andlitinu. Þetta er svo góð stelpa og ég finn svo mikið til með henni, og vorkenni svo mikið, og mig langar svo að hún fái hjálp,“ segir Svandís einlæg og að henni þyki heilbrigðiskerfið alveg hafa brugðist Sigþrúði. „Mér finnst þetta mjög lélegt. Hún er manneskja með tilfinningar og þarf á hjálp að halda. Heilbrigðiskerfið á að veita þessa hjálp og mér finnst þetta til háborinnar skammar.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Félagsmál Tengdar fréttir „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
„Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01