Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá Vegagerðinni.
Að sögn vegfaranda sem hafði samband við Vísi virðist um árekstur hafa verið að ræða. Hann virtist ekki hafa verið alvarlegur að sögn vegfarandans sem varð að eigin sögn að sneiða framhjá rúllandi dekki sem kom á móti honum í göngunum.
Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ekki um alvarlegt slys að ræða. Einn verður fluttur í skoðun á heilsugæsluna á Akranesi.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalfjarðargöng: Göngin eru lokuð vegna umferðaróhapps. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 2, 2023