„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 07:31 Orri Steinn Óskarsson með þrennuboltann, sem hann fékk til eignar, innan klæða á leið af vellinum í Kaupmannahöfn í gær. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. Vanalega væru pabbar eflaust að springa úr gleði og stolti þegar sonur þeirra skorar þrennu á Parken, í undankeppni sjálfrar Meistaradeildar Evrópu. Óskar var vissulega stoltur en hann var samt í þeirri stöðu að vilja koma liði Breiðabliks áfram í næstu umferð. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þess, að eiga svona augnablik þar sem þú óskar þess í raun að barninu þínu gangi ekki vel. Þegar allt kemur til alls er ég að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Ég sá hvað hann var líflegur og með sjálfstraust, og við réðum ekki við hann,“ sagði Óskar við Viaplay eftir leikinn og kvaðst vissulega gleðjast fyrir hönd sonar síns. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Ég mun aldrei gleyma þessu. Það verður rætt um þetta við matarborðið um bæði jól og páska,“ sagði Orri sem verður aðeins 19 ára síðar í þessum mánuði. Hann viðurkenndi að það væri skrýtið að þurfa að slá út pabba sinn. Feðgarnir náðu að tala stuttlega saman eftir leik þar sem Orri bað pabba sinn afsökunar, eftir þrennuna.Getty/Lars Ronbog „Fyrir fyrri leikinn var ég með slæma tilfinningu varðandi að mæta pabba mínum. En þegar maður mætir á völlinn er þetta bara leikur eins og aðrir leikir, þar sem maður einbeitir sér að því sem þarf að gera,“ sagði Orri og kvaðst hlakka til að geta aftur átt venjulegt feðgasamband nú þegar einvíginu er lokið. View this post on Instagram A post shared by Orri Steinn Óskarsson (@orrioskarsson) FCK vann einvígið samtals 8-3 og er komið í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Sparta Prag frá Tékklandi í næstu viku. Breiðablik færist hins vegar í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski Mostar frá Bosníu, og er fyrri leikurinn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Vanalega væru pabbar eflaust að springa úr gleði og stolti þegar sonur þeirra skorar þrennu á Parken, í undankeppni sjálfrar Meistaradeildar Evrópu. Óskar var vissulega stoltur en hann var samt í þeirri stöðu að vilja koma liði Breiðabliks áfram í næstu umferð. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þess, að eiga svona augnablik þar sem þú óskar þess í raun að barninu þínu gangi ekki vel. Þegar allt kemur til alls er ég að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Ég sá hvað hann var líflegur og með sjálfstraust, og við réðum ekki við hann,“ sagði Óskar við Viaplay eftir leikinn og kvaðst vissulega gleðjast fyrir hönd sonar síns. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Ég mun aldrei gleyma þessu. Það verður rætt um þetta við matarborðið um bæði jól og páska,“ sagði Orri sem verður aðeins 19 ára síðar í þessum mánuði. Hann viðurkenndi að það væri skrýtið að þurfa að slá út pabba sinn. Feðgarnir náðu að tala stuttlega saman eftir leik þar sem Orri bað pabba sinn afsökunar, eftir þrennuna.Getty/Lars Ronbog „Fyrir fyrri leikinn var ég með slæma tilfinningu varðandi að mæta pabba mínum. En þegar maður mætir á völlinn er þetta bara leikur eins og aðrir leikir, þar sem maður einbeitir sér að því sem þarf að gera,“ sagði Orri og kvaðst hlakka til að geta aftur átt venjulegt feðgasamband nú þegar einvíginu er lokið. View this post on Instagram A post shared by Orri Steinn Óskarsson (@orrioskarsson) FCK vann einvígið samtals 8-3 og er komið í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Sparta Prag frá Tékklandi í næstu viku. Breiðablik færist hins vegar í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski Mostar frá Bosníu, og er fyrri leikurinn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira