Kim Yong Wings í Vogunum: „Þetta verður á milli tannanna á fólki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2023 12:01 Félagarnir Bjarni Daníel Ýmisson og Sæmundur Ásgeir Þórðarson eru að opna Kim Yong Wings í Vogunum miðvikudaginn 9. ágúst. Aðsent Tveir Hafnfirðingar eru að opna veitingastaðinn Kim Yong Wings í Vogum á Vatnsleysuströnd í næstu viku. Þar verður boðið upp á kóreska vængi, súrdeigspizzur og heimilismat. Þeir vissu að nafnið yrði umdeilt en óttast ekki umtalið. Félagarnir Bjarni Daníel Ýmisson og Sæmundur Ásgeir Þórðarson eru báðir Hafnfirðingar en hafa tengingar í Voga á Vatnsleysuströnd. Þeir hafa frá árinu 2019 stefnt að því að opna veitingastað sem sérhæfir sig í kóreskum kjúklingavængjum og nú er loksins komið að því. Vísir náði tali af félögunum. Langur aðdragandi að opnuninni „Við sáum tækifæri hérna í Vogunum, það er ekki neitt hérna nema pólsk sjoppa,“ segir Bjarni Daníel aðspurður hvers vegna þeir væru komnir í Vogana. Kim Yong Wings mun stíla inn á alla iðnaðarmennina sem eru í Vogunum.Aðsent „Það var veitingastaður hérna fyrir nokkrum árum og við tókum hann í gegn og gerðum hann fínan,“ segir Bjarni en Gamla pósthúsið var rekið í mörg ár í húsnæðinu. „Þessi staður átti að opna í mathöll í Keflavík 2019 en svo kom Covid þannig það var sett á ís. Svo var haft samband við okkur um að það væri laust pláss hérna í Vogunum,“ segir Sæmundur um aðdragandann. „Það er svo mikil uppbygging í bæjarfélaginu, rosa mikið af iðnaðarmönnum hérna og túristum. Þannig við létum slag standa,“ sagði segir. Aðspurðir hvor þeir séu frá svæðinu segir Sæmundur „Við erum Hafnfirðingar en við bjuggum báðir hérna í Vogunum sem krakkar, bara á sitthvorum tímanum. Það er eiginlega ótrúleg tilviljun.“ Kóreskir vængir, súrdeigspizzur og heimilismatur Þeir félagarnir hafa báðir reynslu af því að vinna í veitingabransanum, Bjarni hefur verið í rekstri og Sæmundur hefur unnið sem þjónn. Auk kóreskra vængja ætla þeir að bjóða upp á pizzur og heimilismat fyrir iðnaðarmennina sem fylla bæinn. „Við erum búnir að stækka matseðilinn. Við verðum með kóresku vængina sem eru siganature rétturinn hjá okkur en við erum að bæta við fleiri kjúklingaréttum og svo verðum við með súrdeigspizzu,“ segir Bjarni um matseðilinn. Búið er að gera staðinn upp eins og sjá má á sófunum hér hægra megin. Vinstra megin má sjá upprunalegu hurðina sem var í pósthúsinu.Aðsent „Alltaf í hádeginu á virkum dögum þá ætlum við að vera með hádegishlaðborð með klassískum íslenskum heimilismat,“ bætir hann við. „Svolítið stílað inn á vinnukallana hérna. Það er rosalega mikil uppbygging og mikið af iðnaðarmönnum. Þeir hafa engan stað til að borða á. Heimilismatur er fullkominn fyrir þá,“ segir Sæmundur. „Þeir eru alltaf að keyra inn í Njarðvík, Keflavík eða Hafnarfjörð í hádeginu að éta. Fínt að stytta þann tíma fyrir þá,“ bætir Bjarni við. „Svo verður þetta svolítið meiri pöbbastemming um helgar. Við verðum með enska boltann á tveimur skjáum, boltatilboð á bjór og pílu,“ segir Sæmundur. Óbein vísun í norður-kóreska einræðisherrann Það sem vekur auðvitað strax athygli er nafnið sem virðist vera vísun í einræðisherrann norður-kóreska Kim Jong Un. Þeir félagar segja nafnið ekki beina vísun en viðurkenna samt að hughrifin eru augljós. „Þetta getur verið svolítið umdeilt nafn en þetta er ekki í höfuðið á einræðisherranum,“ segir Sæmundur „Þetta er líka ekki alveg eins skrifað, hans nafn er skrifað með joði,“ skýtur Bjarni inn í. „Þetta er bara ógeðslega catchy og við vissum að þetta verður á milli tannanna á fólki. Góð auglýsing,“ segir Sæmundur. Hinn 37 ára Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011.EPA Óbeint og beint verið að vísa í einræðisherrann þá? „Við vissum alveg hvað við vorum að gera. Maður hefur bara gaman af einhverju umtali og svo getur maður útskýrt ef fólk er eitthvað að velta þessu fyrir sér,“ segir Bjarni. Ást á kóreskum mat kveikjan Þeir félagarnir ætla sjálfir að standa vaktina en vona að það verði nógu mikið að gera svo hægt sé að ráða inn fleiri. Af hverju kóreskir vængir? „Bestu vængir í heimi eru kóreskir vængir,“ segir Bjarni. „Ég var úti í London á fótboltaleik og fór inn á kóreskan stað og varð ástfanginn af kóreskum kjúkling og vængjum. Ekki það að við séum að finna þetta upp hérna en við ætlum að gera þetta vel,“ segir Sæmundur. Ætlið þið sjálfir að sjá um eldamennskuna? „Já, við sjáum um hana, við verðum bara hérna tveir á vaktinni. En vonandi verður nógu brjálað að gera að við þurfum að ráða inn fólk,“ segir Bjarni. Hvenær stefnið þið svo á að opna? „Það er miðvikudagurinn í næstu viku, 9. ágúst, eftir Versló. Við erum að leggja lokahönd á matseðilinn og það er allt að smella,“ segir Bjarni. Vogar Matur Veitingastaðir Norður-Kórea Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Félagarnir Bjarni Daníel Ýmisson og Sæmundur Ásgeir Þórðarson eru báðir Hafnfirðingar en hafa tengingar í Voga á Vatnsleysuströnd. Þeir hafa frá árinu 2019 stefnt að því að opna veitingastað sem sérhæfir sig í kóreskum kjúklingavængjum og nú er loksins komið að því. Vísir náði tali af félögunum. Langur aðdragandi að opnuninni „Við sáum tækifæri hérna í Vogunum, það er ekki neitt hérna nema pólsk sjoppa,“ segir Bjarni Daníel aðspurður hvers vegna þeir væru komnir í Vogana. Kim Yong Wings mun stíla inn á alla iðnaðarmennina sem eru í Vogunum.Aðsent „Það var veitingastaður hérna fyrir nokkrum árum og við tókum hann í gegn og gerðum hann fínan,“ segir Bjarni en Gamla pósthúsið var rekið í mörg ár í húsnæðinu. „Þessi staður átti að opna í mathöll í Keflavík 2019 en svo kom Covid þannig það var sett á ís. Svo var haft samband við okkur um að það væri laust pláss hérna í Vogunum,“ segir Sæmundur um aðdragandann. „Það er svo mikil uppbygging í bæjarfélaginu, rosa mikið af iðnaðarmönnum hérna og túristum. Þannig við létum slag standa,“ sagði segir. Aðspurðir hvor þeir séu frá svæðinu segir Sæmundur „Við erum Hafnfirðingar en við bjuggum báðir hérna í Vogunum sem krakkar, bara á sitthvorum tímanum. Það er eiginlega ótrúleg tilviljun.“ Kóreskir vængir, súrdeigspizzur og heimilismatur Þeir félagarnir hafa báðir reynslu af því að vinna í veitingabransanum, Bjarni hefur verið í rekstri og Sæmundur hefur unnið sem þjónn. Auk kóreskra vængja ætla þeir að bjóða upp á pizzur og heimilismat fyrir iðnaðarmennina sem fylla bæinn. „Við erum búnir að stækka matseðilinn. Við verðum með kóresku vængina sem eru siganature rétturinn hjá okkur en við erum að bæta við fleiri kjúklingaréttum og svo verðum við með súrdeigspizzu,“ segir Bjarni um matseðilinn. Búið er að gera staðinn upp eins og sjá má á sófunum hér hægra megin. Vinstra megin má sjá upprunalegu hurðina sem var í pósthúsinu.Aðsent „Alltaf í hádeginu á virkum dögum þá ætlum við að vera með hádegishlaðborð með klassískum íslenskum heimilismat,“ bætir hann við. „Svolítið stílað inn á vinnukallana hérna. Það er rosalega mikil uppbygging og mikið af iðnaðarmönnum. Þeir hafa engan stað til að borða á. Heimilismatur er fullkominn fyrir þá,“ segir Sæmundur. „Þeir eru alltaf að keyra inn í Njarðvík, Keflavík eða Hafnarfjörð í hádeginu að éta. Fínt að stytta þann tíma fyrir þá,“ bætir Bjarni við. „Svo verður þetta svolítið meiri pöbbastemming um helgar. Við verðum með enska boltann á tveimur skjáum, boltatilboð á bjór og pílu,“ segir Sæmundur. Óbein vísun í norður-kóreska einræðisherrann Það sem vekur auðvitað strax athygli er nafnið sem virðist vera vísun í einræðisherrann norður-kóreska Kim Jong Un. Þeir félagar segja nafnið ekki beina vísun en viðurkenna samt að hughrifin eru augljós. „Þetta getur verið svolítið umdeilt nafn en þetta er ekki í höfuðið á einræðisherranum,“ segir Sæmundur „Þetta er líka ekki alveg eins skrifað, hans nafn er skrifað með joði,“ skýtur Bjarni inn í. „Þetta er bara ógeðslega catchy og við vissum að þetta verður á milli tannanna á fólki. Góð auglýsing,“ segir Sæmundur. Hinn 37 ára Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011.EPA Óbeint og beint verið að vísa í einræðisherrann þá? „Við vissum alveg hvað við vorum að gera. Maður hefur bara gaman af einhverju umtali og svo getur maður útskýrt ef fólk er eitthvað að velta þessu fyrir sér,“ segir Bjarni. Ást á kóreskum mat kveikjan Þeir félagarnir ætla sjálfir að standa vaktina en vona að það verði nógu mikið að gera svo hægt sé að ráða inn fleiri. Af hverju kóreskir vængir? „Bestu vængir í heimi eru kóreskir vængir,“ segir Bjarni. „Ég var úti í London á fótboltaleik og fór inn á kóreskan stað og varð ástfanginn af kóreskum kjúkling og vængjum. Ekki það að við séum að finna þetta upp hérna en við ætlum að gera þetta vel,“ segir Sæmundur. Ætlið þið sjálfir að sjá um eldamennskuna? „Já, við sjáum um hana, við verðum bara hérna tveir á vaktinni. En vonandi verður nógu brjálað að gera að við þurfum að ráða inn fólk,“ segir Bjarni. Hvenær stefnið þið svo á að opna? „Það er miðvikudagurinn í næstu viku, 9. ágúst, eftir Versló. Við erum að leggja lokahönd á matseðilinn og það er allt að smella,“ segir Bjarni.
Vogar Matur Veitingastaðir Norður-Kórea Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent