Katrín Tanja og Björgvin Karl öflug á fjallahjólinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 15:45 Björgvin Karl Guðmundsson var mjög flottur í fyrstu grein heimsleikanna í ár. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjuðu sína tíundu heimsleika í CrossFit með flottri frammistöðu í fyrstu grein. Katrín Tanja var öflug á fjallahjólinu og var í baráttunni um efstu sætin á lokasprettinum. Hún endaði í fjórða sætinu eftir hörku endasprett. Hún fær því 91 stig fyrir fyrstu grein. Björgvin Karl sýndi góð tilþrif á hjólinu og varð í fimmta sæti en hann hélt sig meðal fremstu manna allan tímann. Hann fær því 88 stig fyrir fyrstu grein. Keppnin var frekar ruglingsleg fyrir áhorfendur og það gekk líka mjög illa að staðfesta úrslitin. Lokastaða Anníe Mistar Þórisdóttur er ekki ljós þegar þetta er skrifað. Örygglega margir að endurhlaða úrslitasíðu heimsleikanna þessa stundina. Uppfært: Anníe Mist endaði í ellefta sætinu í fyrstu grein. Keppendur áttu að reyna að komast sem flesta hringi á fjallahjólinu á gras- og malarbraut en þau þurftu þó að fara af hjólinu og leiða það ákveðinn spöl áður en hægt var að byrja á nýjum hring. Þarna reyndi mikið á hjólafærni keppenda ekki síst í beygjunum enda var það versta sem gæti gert væri að detta og meiða sig í fyrstu grein. Íslendingur fagnaði samt sigri í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit þótt að það hafi ekki verið íslenskur keppandi. Hin kanadíska Emma Lawson vann fyrstu grein hjá konunum en umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson sem á marga keppendur á þessum heimsleikum alveg eins og undanfarin ár. Emma Lawson komst lengst allra á fjallahjólinu hjá konunum og tryggði sér sigur í fyrsta sinn í grein á heimsleikunum. Það gaf henni hundrað stig. Emma var með í meistaraflokki í fyrsta sinn í fyrra og endaði þá í sjötta sæti sem var frábær árangur hjá þessari átján ára stelpu. Björgvin Karl Guðmundsson var nær allan tímann í hópi fremstu manna en fimm keppendur mynduðu forystuhópinn og Björgvin var einn af þeim. Hann náði inn fyrir liðið fyrir endasprettinn og náði að lokum fimmta sætinu. Finninn Jonne Koski fagnaði sigri í fyrstu grein með frábærum endaspretti. Tvær greinar eru eftir í dag. Önnur er fjölþrautaæfing með hinum ýmum þolæfingum en sú síðari er meiri fimleikaæfing þar sem þarf meðal annars að ganga mikið á höndum. CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Katrín Tanja var öflug á fjallahjólinu og var í baráttunni um efstu sætin á lokasprettinum. Hún endaði í fjórða sætinu eftir hörku endasprett. Hún fær því 91 stig fyrir fyrstu grein. Björgvin Karl sýndi góð tilþrif á hjólinu og varð í fimmta sæti en hann hélt sig meðal fremstu manna allan tímann. Hann fær því 88 stig fyrir fyrstu grein. Keppnin var frekar ruglingsleg fyrir áhorfendur og það gekk líka mjög illa að staðfesta úrslitin. Lokastaða Anníe Mistar Þórisdóttur er ekki ljós þegar þetta er skrifað. Örygglega margir að endurhlaða úrslitasíðu heimsleikanna þessa stundina. Uppfært: Anníe Mist endaði í ellefta sætinu í fyrstu grein. Keppendur áttu að reyna að komast sem flesta hringi á fjallahjólinu á gras- og malarbraut en þau þurftu þó að fara af hjólinu og leiða það ákveðinn spöl áður en hægt var að byrja á nýjum hring. Þarna reyndi mikið á hjólafærni keppenda ekki síst í beygjunum enda var það versta sem gæti gert væri að detta og meiða sig í fyrstu grein. Íslendingur fagnaði samt sigri í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit þótt að það hafi ekki verið íslenskur keppandi. Hin kanadíska Emma Lawson vann fyrstu grein hjá konunum en umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson sem á marga keppendur á þessum heimsleikum alveg eins og undanfarin ár. Emma Lawson komst lengst allra á fjallahjólinu hjá konunum og tryggði sér sigur í fyrsta sinn í grein á heimsleikunum. Það gaf henni hundrað stig. Emma var með í meistaraflokki í fyrsta sinn í fyrra og endaði þá í sjötta sæti sem var frábær árangur hjá þessari átján ára stelpu. Björgvin Karl Guðmundsson var nær allan tímann í hópi fremstu manna en fimm keppendur mynduðu forystuhópinn og Björgvin var einn af þeim. Hann náði inn fyrir liðið fyrir endasprettinn og náði að lokum fimmta sætinu. Finninn Jonne Koski fagnaði sigri í fyrstu grein með frábærum endaspretti. Tvær greinar eru eftir í dag. Önnur er fjölþrautaæfing með hinum ýmum þolæfingum en sú síðari er meiri fimleikaæfing þar sem þarf meðal annars að ganga mikið á höndum.
CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira