Fimm þjóðir á topp tuttugu á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins komust ekki upp úr sínum riðlum á HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi.
Þýskaland, Kanada og Brasilía eru öll meðal tíu bestu kvennalandsliða heims samkvæmt heimslista FIFA en þessir þrír risar eru allir á leið heim frá HM.
Kína, Ítalía og Suður-Kórea eru líka inni á topp tuttugu hjá FIFA en verða ekki meðal þeirra sextán þjóða sem keppa um heimsmeistaratitilinn í ár.
Í þeirra stað eru fjórar þjóðir sem eru ekki meðal þeirra 39 bestu í heimi sem komust í sextán liða úrslitin.
Það óvæntasta er væntanlega afrek Marokkó sem er aðeins í 72. sæti heimslistans og byrjaði heimsmeistaramótið á 6-0 tapi á móti Þýskalandi. Marokkó komst áfram á kostnað Þýskalands.
Suður Afríku er í 54. sæti heimslistans en komst áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Ítalíu.
Jamaíka og Nígería eru líka komin áfram. Það hafa því óvæntir hlutir gerst á þessu heimsmeistaramóti og nú þegar riðlakeppninni er lokið tekur enn meiri dramatík við.

Germany (2nd)
— Rich Laverty (@RichJLaverty) August 3, 2023
Canada (7th)
Brazil (8th)
China (14th)
Italy (16th)
Korea Republic (17th)
5 Top 20 ranked sides all out in the group stage.
Morocco (72nd)
South Africa (54th)
Jamaica (43rd)
Nigeria (40th)
All through to the second round.#FIFAWWC