Hylltar sem hetjur eftir eitt stig á HM Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 15:30 Írsaka liðið með stuðningsmennina í baksýn. Twitter/@IrelandFootball Um 8.000 stuðningsmenn mættu til að taka á móti og hylla leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir komu liðsins heim til Írlands af HM í Eyjaálfu. Írska liðið náði því sem því íslenska tókst ekki, með því að komast í fyrsta sinn á HM með sigri í umspili síðasta haust, gegn Skotlandi. Írar áttu svo í fullu tré við mótherja sína í B-riðlinum á HM en töpuðu 1-0 fyrir heimakonum í Ástralíu, og 2-1 gegn ólympíumeisturum Kanada eftir að hafa komist yfir. Írar náðu svo í sitt eina stig með markalausu jafntefli við Nígeríu í lokaleik. Þrátt fyrir að liðið hafi endað í neðsta sæti síns riðils er ljóst að það hefur heillað írsku þjóðina því móttökurnar líktust því að nýkrýndir heimsmeistarar væru að snúa heim til Írlands. Eins og fyrr segir mættu um 8.000 manns á O‘Connell Street í Dublin, þar sem glatt var á hjalla í grænni og góðri stemningu. Unbelievable Around 8,000 at the homecoming for our WNT O Connell Street, a brilliant venue for the event, was rocking #COYGIG | #OUTBELIEVE pic.twitter.com/tIpY1coyTa— Ireland Football (@IrelandFootball) August 3, 2023 FIFA hækkaði verulega verðlaunafé fyrir mótið og fær hver leikmaður sem fór á HM jafnvirði um fjögurra milljóna króna í sinn hlut. Þeir leikmenn sem komust áfram í 16-liða úrslitin fá hins vegar fjórar milljónir til viðbótar hver, og leikmenn heimsmeistaraliðsins fá 36 milljónir hver í sinn hlut. Leikmenn írska liðsins grétu hins vegar ekki glataðar milljónir heldur dönsuðu og sungu með stuðningsmönnum, og þjálfarinn Vera Pauw var ein sú glaðasta og hrópaði „næst stefnum við á verðlaun“. Markvörðurinn Courtney Brosnan sagði: „Mér finnst það algjörlega stórkostlegt að geta verið ungum stelpum hvatning til að láta drauma sína rætast. Sérstaklega næstu kynslóð markvarða.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Írska liðið náði því sem því íslenska tókst ekki, með því að komast í fyrsta sinn á HM með sigri í umspili síðasta haust, gegn Skotlandi. Írar áttu svo í fullu tré við mótherja sína í B-riðlinum á HM en töpuðu 1-0 fyrir heimakonum í Ástralíu, og 2-1 gegn ólympíumeisturum Kanada eftir að hafa komist yfir. Írar náðu svo í sitt eina stig með markalausu jafntefli við Nígeríu í lokaleik. Þrátt fyrir að liðið hafi endað í neðsta sæti síns riðils er ljóst að það hefur heillað írsku þjóðina því móttökurnar líktust því að nýkrýndir heimsmeistarar væru að snúa heim til Írlands. Eins og fyrr segir mættu um 8.000 manns á O‘Connell Street í Dublin, þar sem glatt var á hjalla í grænni og góðri stemningu. Unbelievable Around 8,000 at the homecoming for our WNT O Connell Street, a brilliant venue for the event, was rocking #COYGIG | #OUTBELIEVE pic.twitter.com/tIpY1coyTa— Ireland Football (@IrelandFootball) August 3, 2023 FIFA hækkaði verulega verðlaunafé fyrir mótið og fær hver leikmaður sem fór á HM jafnvirði um fjögurra milljóna króna í sinn hlut. Þeir leikmenn sem komust áfram í 16-liða úrslitin fá hins vegar fjórar milljónir til viðbótar hver, og leikmenn heimsmeistaraliðsins fá 36 milljónir hver í sinn hlut. Leikmenn írska liðsins grétu hins vegar ekki glataðar milljónir heldur dönsuðu og sungu með stuðningsmönnum, og þjálfarinn Vera Pauw var ein sú glaðasta og hrópaði „næst stefnum við á verðlaun“. Markvörðurinn Courtney Brosnan sagði: „Mér finnst það algjörlega stórkostlegt að geta verið ungum stelpum hvatning til að láta drauma sína rætast. Sérstaklega næstu kynslóð markvarða.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira