Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Aron Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2023 11:01 Bergrós Björnsdóttir náði mögnuðum árangri á heimsleikum Crossfit á dögunum Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. „Við þurftum sem sagt að taka þátt í tveimur keppnisgreinum með mjög stuttu millibili og eftir fyrri greinina fór ég að finna fyrir örari hjartslætti og þurfti um leið að keyra á næstu grein,“ segir Bergrós um stundina erfiðu þegar að hún fór að finna fyrir einkennum hitaslag.„Í miðri seinni greininni fór mér að líða mjög skringilega, mér fannst eins og líkaminn væri að bregðast mér. Ég átti mjög erfitt andardrátt og leið bara ógeðslega illa. Þegar sú æfing var að fara klárast fann ég hvernig það slökknaði bara alveg á líkamanum og ég bara gat ekki haldið áfram.Starfslið heimsleikanna þurfti að bera mig út af keppnisgólfinu og það kom mér um leið í ískalt bað til þess að kæla líkamann niður. Ég hélt að með þessu væri ég búinn að klúðra tækifæri mínu í keppninni því með því að ná ekki að klára endaði ég í tíunda sæti greinarinnar og fékk fá stig.“ Hafði engu að tapa En svo kom á daginn að enn voru möguleikar á sæti á verðlaunapalli og á loka keppnisdeginum setti Bergrós í fluggír, endaði í 2.sæti í næstsíðustu greininni og gerði sér svo lítið fyrir og vann lokagrein mótsins. „Þessir þrír dagar einkenndust af miklum hæðum og lægðum og keppnin á milli okkar stelpnanna var mjög jöfn. Við vorum fimm eða sex stelpur að keppa um sæti á verðlaunapallinum og áttum allar mjög góðan möguleika.“ „Tvær síðustu greinar leikanna voru mjög góðar fyrir mig og ég vissi það alveg. Þær pössuðu mjög vel við mína styrkleika og ég var bara mjög örugg með sjálfa mig fyrir allar þessar hreyfingar, vissi að ég gæti staðið mig vel. Ég hafði engu að tapa, keyrði því bara á þetta og vonaði það besta. Vildi bara enda þetta með stæl.“ „Vil eiga langan og góðan feril“ Tilfinningin eftir að hafa sigrað lokagrein mótsins og tryggt sér þriðja sætið er ólýsanleg að sögn Bergrósar. „Þetta er það besta sem ég veit um og er fullkominn endir á tímabilinu fyrir mig, þetta hefur verið erfitt tímabil og ég er enn að meðtaka þetta. Ég er mjög ánægð með allt saman og stolt af sjálfri mér fyrir það hvernig ég tókst á við bakslög á mótinu.“ Virkilega flottur árangur hjá Bergrós svona snemma á ferlinum. Hverju viltu áorka í framhaldinu, hvert stefnirðu? „Ég vil eiga langan og góðan feril í CrossFit, langar að verða atvinnukona í íþróttinni alveg 100%. Ég ætla því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná því markmiði.“ CrossFit Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
„Við þurftum sem sagt að taka þátt í tveimur keppnisgreinum með mjög stuttu millibili og eftir fyrri greinina fór ég að finna fyrir örari hjartslætti og þurfti um leið að keyra á næstu grein,“ segir Bergrós um stundina erfiðu þegar að hún fór að finna fyrir einkennum hitaslag.„Í miðri seinni greininni fór mér að líða mjög skringilega, mér fannst eins og líkaminn væri að bregðast mér. Ég átti mjög erfitt andardrátt og leið bara ógeðslega illa. Þegar sú æfing var að fara klárast fann ég hvernig það slökknaði bara alveg á líkamanum og ég bara gat ekki haldið áfram.Starfslið heimsleikanna þurfti að bera mig út af keppnisgólfinu og það kom mér um leið í ískalt bað til þess að kæla líkamann niður. Ég hélt að með þessu væri ég búinn að klúðra tækifæri mínu í keppninni því með því að ná ekki að klára endaði ég í tíunda sæti greinarinnar og fékk fá stig.“ Hafði engu að tapa En svo kom á daginn að enn voru möguleikar á sæti á verðlaunapalli og á loka keppnisdeginum setti Bergrós í fluggír, endaði í 2.sæti í næstsíðustu greininni og gerði sér svo lítið fyrir og vann lokagrein mótsins. „Þessir þrír dagar einkenndust af miklum hæðum og lægðum og keppnin á milli okkar stelpnanna var mjög jöfn. Við vorum fimm eða sex stelpur að keppa um sæti á verðlaunapallinum og áttum allar mjög góðan möguleika.“ „Tvær síðustu greinar leikanna voru mjög góðar fyrir mig og ég vissi það alveg. Þær pössuðu mjög vel við mína styrkleika og ég var bara mjög örugg með sjálfa mig fyrir allar þessar hreyfingar, vissi að ég gæti staðið mig vel. Ég hafði engu að tapa, keyrði því bara á þetta og vonaði það besta. Vildi bara enda þetta með stæl.“ „Vil eiga langan og góðan feril“ Tilfinningin eftir að hafa sigrað lokagrein mótsins og tryggt sér þriðja sætið er ólýsanleg að sögn Bergrósar. „Þetta er það besta sem ég veit um og er fullkominn endir á tímabilinu fyrir mig, þetta hefur verið erfitt tímabil og ég er enn að meðtaka þetta. Ég er mjög ánægð með allt saman og stolt af sjálfri mér fyrir það hvernig ég tókst á við bakslög á mótinu.“ Virkilega flottur árangur hjá Bergrós svona snemma á ferlinum. Hverju viltu áorka í framhaldinu, hvert stefnirðu? „Ég vil eiga langan og góðan feril í CrossFit, langar að verða atvinnukona í íþróttinni alveg 100%. Ég ætla því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná því markmiði.“
CrossFit Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira