Handbolti

Mikil vonbrigði hjá íslenska liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir eru því miður á leið í Forsetabikarinn.
Strákarnir eru því miður á leið í Forsetabikarinn. mynd/hsí

Íslenska U19 ára landsliðið í handknattleik verður ekki á meðal sextán efstu á HM. Það varð ljóst í dag.

Þá tapaði íslenska liðið fyrir Egyptum, 30-33. Strákarnir voru 15-10 yfir en allt gekk á afturfótunum í síðari hálfleik og tap niðurstaðan.

Okkar drengir þurfa því að fara í Forsetabikarinn þar sem leikið er um sæti 17 til 32. Egyptaland og Tékkland fóru upp úr riðli íslenska liðsins.

Reynir Þór Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk. Eiður Rafn Valsson kom næstur með sex. Ísak Steinsson varði tólf skot í marki íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×