Það var Regan Charles-Cook sem skoraði eina mark leiksins strax á fyrstu mínútu leiksins. Genk náði aldrei að svara á þeim mínútum sem eftir lifðu.
Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Eupen og leiddi vörn liðsins sem hélt heldur betur í dag.
Þetta var aðeins önnur umferð belgísku deildarinnar og Eupen er með fjögur stig eftir þennan flotta sigur.