Fyrir dráttinn í dag var ljóst hvaða sjö lið yrðu á heimavelli í undankeppninni, og verður riðill Tindastóls spilaður í Pärnu í Eistlandi.
Auk Tindastóls og heimamanna í Pärnu Sadam er lið Trepca frá Kósovó í riðlinum. Sigurvegari riðilsins kemst áfram í aðalhluta keppninnar þar sem spilað verður í tíu fjögurra liða riðlinum.
Leikir Tindastóls í Eistlandi fara fram dagana 2.-5. október og því ljóst að þeir munu hafa einhver áhrif á upphaf tímabilsins í Subway-deild karla, þar sem ráðgert er að fyrsta umferð hefjist 1. október.
