„Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 20:37 Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga. Vísir/Einar Trans fólk og ungt hinsegin fólk finnur mest fyrir breyttri orðræðu á netmiðlum og víðar, að sögn formanns Hinsegin daga. Blendnar tilfinningar fylgi setningu hátíðarinnar. Hinsegin dagar voru formlega settir við hátíðlega athöfn við Vegamótastíg í hádeginu. Þar fóru fram ræðuhöld, tónlistaratriði auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga. Í ár varð Trans fáninn fyrir valinu en Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir fánann bæði fallegan og að löngu væri tímabært að hann yrði sýnilegur í borginni. Róðurinn þyngst „En svo er það auðvitað trans fólk og svo ungt hinsegin fólk sem kannski finnur hvað mest fyrir þessari breyttu orðræðu sem við sjáum á netmiðlum og víðar, mjög mikið á samfélagsmiðlum. Þannig að það kom ekkert annað til greina en að trans fáninn yrði sýnilegur í ár.“ Hann segir róðurinn hafa þyngst undanfarið hjá hinsegin fólki og að baráttan fyrir jöfnum réttindum sé hvergi nærri búin. Heimsmyndin breytt „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott og telur réttindi okkar orðin of mikil. Fólk virðist vera farið að finna hvort annað og skipuleggja sína baráttu, þá kemur aukinn þungi í það. Heimsmyndin er breytt, það eru allskonar nýir samfélagsmiðlar, sem einhvern veginn hjálpa ákveðnum jaðarhugmyndum að grassera án þess að aðrir hópar verða varir við það áður en að það sprettur allt í einu upp.“ Blendnar tilfinningar fylgi hátíð eins og Hinsegin dögum þar sem þrátt fyrir gleðina og stemninguna fylgi alvarlegri undirtónn. „Við erum ekki komin alla leið hvað lagalegt umhverfi okkar hinsegin fólks varðar þó við höfum komist langt. Og svo er það bara að vera viðbúin og taka á móti þessu bakslagi sem við erum að finna fyrir. Því um leið og það er byrjað að narta í réttindi eins minnihlutahóps þá er ansi stutt í að það verði farið að narta í réttindi annarra. Þannig að við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu.“ Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Hinsegin dagar voru formlega settir við hátíðlega athöfn við Vegamótastíg í hádeginu. Þar fóru fram ræðuhöld, tónlistaratriði auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga. Í ár varð Trans fáninn fyrir valinu en Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir fánann bæði fallegan og að löngu væri tímabært að hann yrði sýnilegur í borginni. Róðurinn þyngst „En svo er það auðvitað trans fólk og svo ungt hinsegin fólk sem kannski finnur hvað mest fyrir þessari breyttu orðræðu sem við sjáum á netmiðlum og víðar, mjög mikið á samfélagsmiðlum. Þannig að það kom ekkert annað til greina en að trans fáninn yrði sýnilegur í ár.“ Hann segir róðurinn hafa þyngst undanfarið hjá hinsegin fólki og að baráttan fyrir jöfnum réttindum sé hvergi nærri búin. Heimsmyndin breytt „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott og telur réttindi okkar orðin of mikil. Fólk virðist vera farið að finna hvort annað og skipuleggja sína baráttu, þá kemur aukinn þungi í það. Heimsmyndin er breytt, það eru allskonar nýir samfélagsmiðlar, sem einhvern veginn hjálpa ákveðnum jaðarhugmyndum að grassera án þess að aðrir hópar verða varir við það áður en að það sprettur allt í einu upp.“ Blendnar tilfinningar fylgi hátíð eins og Hinsegin dögum þar sem þrátt fyrir gleðina og stemninguna fylgi alvarlegri undirtónn. „Við erum ekki komin alla leið hvað lagalegt umhverfi okkar hinsegin fólks varðar þó við höfum komist langt. Og svo er það bara að vera viðbúin og taka á móti þessu bakslagi sem við erum að finna fyrir. Því um leið og það er byrjað að narta í réttindi eins minnihlutahóps þá er ansi stutt í að það verði farið að narta í réttindi annarra. Þannig að við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu.“
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira