„Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 20:37 Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga. Vísir/Einar Trans fólk og ungt hinsegin fólk finnur mest fyrir breyttri orðræðu á netmiðlum og víðar, að sögn formanns Hinsegin daga. Blendnar tilfinningar fylgi setningu hátíðarinnar. Hinsegin dagar voru formlega settir við hátíðlega athöfn við Vegamótastíg í hádeginu. Þar fóru fram ræðuhöld, tónlistaratriði auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga. Í ár varð Trans fáninn fyrir valinu en Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir fánann bæði fallegan og að löngu væri tímabært að hann yrði sýnilegur í borginni. Róðurinn þyngst „En svo er það auðvitað trans fólk og svo ungt hinsegin fólk sem kannski finnur hvað mest fyrir þessari breyttu orðræðu sem við sjáum á netmiðlum og víðar, mjög mikið á samfélagsmiðlum. Þannig að það kom ekkert annað til greina en að trans fáninn yrði sýnilegur í ár.“ Hann segir róðurinn hafa þyngst undanfarið hjá hinsegin fólki og að baráttan fyrir jöfnum réttindum sé hvergi nærri búin. Heimsmyndin breytt „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott og telur réttindi okkar orðin of mikil. Fólk virðist vera farið að finna hvort annað og skipuleggja sína baráttu, þá kemur aukinn þungi í það. Heimsmyndin er breytt, það eru allskonar nýir samfélagsmiðlar, sem einhvern veginn hjálpa ákveðnum jaðarhugmyndum að grassera án þess að aðrir hópar verða varir við það áður en að það sprettur allt í einu upp.“ Blendnar tilfinningar fylgi hátíð eins og Hinsegin dögum þar sem þrátt fyrir gleðina og stemninguna fylgi alvarlegri undirtónn. „Við erum ekki komin alla leið hvað lagalegt umhverfi okkar hinsegin fólks varðar þó við höfum komist langt. Og svo er það bara að vera viðbúin og taka á móti þessu bakslagi sem við erum að finna fyrir. Því um leið og það er byrjað að narta í réttindi eins minnihlutahóps þá er ansi stutt í að það verði farið að narta í réttindi annarra. Þannig að við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu.“ Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Hinsegin dagar voru formlega settir við hátíðlega athöfn við Vegamótastíg í hádeginu. Þar fóru fram ræðuhöld, tónlistaratriði auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga. Í ár varð Trans fáninn fyrir valinu en Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir fánann bæði fallegan og að löngu væri tímabært að hann yrði sýnilegur í borginni. Róðurinn þyngst „En svo er það auðvitað trans fólk og svo ungt hinsegin fólk sem kannski finnur hvað mest fyrir þessari breyttu orðræðu sem við sjáum á netmiðlum og víðar, mjög mikið á samfélagsmiðlum. Þannig að það kom ekkert annað til greina en að trans fáninn yrði sýnilegur í ár.“ Hann segir róðurinn hafa þyngst undanfarið hjá hinsegin fólki og að baráttan fyrir jöfnum réttindum sé hvergi nærri búin. Heimsmyndin breytt „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott og telur réttindi okkar orðin of mikil. Fólk virðist vera farið að finna hvort annað og skipuleggja sína baráttu, þá kemur aukinn þungi í það. Heimsmyndin er breytt, það eru allskonar nýir samfélagsmiðlar, sem einhvern veginn hjálpa ákveðnum jaðarhugmyndum að grassera án þess að aðrir hópar verða varir við það áður en að það sprettur allt í einu upp.“ Blendnar tilfinningar fylgi hátíð eins og Hinsegin dögum þar sem þrátt fyrir gleðina og stemninguna fylgi alvarlegri undirtónn. „Við erum ekki komin alla leið hvað lagalegt umhverfi okkar hinsegin fólks varðar þó við höfum komist langt. Og svo er það bara að vera viðbúin og taka á móti þessu bakslagi sem við erum að finna fyrir. Því um leið og það er byrjað að narta í réttindi eins minnihlutahóps þá er ansi stutt í að það verði farið að narta í réttindi annarra. Þannig að við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu.“
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira