Viðskipti innlent

Tvær hóp­upp­sagnir í júlí

Atli Ísleifsson skrifar
31 starfsmanni Brims var sagt upp í júlímánuði.
31 starfsmanni Brims var sagt upp í júlímánuði. Vísir/Vilhelm

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júlí þar sem samtals 53 starfsmönnum var sagt upp störfum.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að 31 starfsmanni hafi verið sagt upp í fiskvinnslu, en um er að ræða hópuppsögn hjá Brimi í tengslum við þá ákvörðun að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík.

Þá var 22 sagt upp í flutningum, en ekki liggur fyrir hvaða fyrirtæki um ræðir þar.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á 

ritstjorn@visir.is
. Fullum trúnaði er heitið.

Hópuppsagnirnar koma flestar til framkvæmda í október og nóvember 2023.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×