Hvað verður um Blessing á föstudag? Drífa Snædal skrifar 9. ágúst 2023 13:00 Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. Sama verður að segja um heimaland hennar en þaðan var hún seld fyrst. Þrautalendingin var að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis en þar var henni einnig hafnað. Nýjustu breytingar á útlendingalögum hafa bein áhrif á Blessing, enda var markmið þeirra að koma fólki í hennar stöðu úr landi svo fljótt sem auðið er og án vandræða fyrir íslenska framkvæmdaaðila. Hvert hún fer er aukaatriði í augum löggjafans og engu skiptir að hún hefur ekki í nein hús að venda og er í mikilli hættu á að lenda í örbyrgð, vonleysi, ofbeldi og lífshættu. Næstkomandi föstudag, hinn 11. ágúst líður sá frestur sem Blessing Newton og fleiri hafa til að koma sér út úr flóttamannabúðunum í Hafnarfirði. Nú þegar er búið að svipta hana félagslegri aðstoð, lögfræðiaðstoð, strætókorti og fleira sem hún naut sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Nú á að svelta hana og fleiri umsækjendur til að koma sér úr landi – nú síðast var fólkið í Hafnarfirð svipt bónuskorti til að kaupa í matinn. Þetta er veruleiki hinna breyttu útlendingalaga og svona förum við með konur sem hafa sætt viðbjóðslegu ofbeldi. Konur sem vilja bara sjá fyrir sér, lifa í friði á Íslandi og búa sér öruggt heimili – það er æðsta óskin. Í reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi (nr. 203/2016) er hægt að veita aðstoð til dvalar ef m.a. þetta atriði á við: Umsókn um dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða dvalarleyfi sem flóttamaður hefur verið synjað og ákvörðun stjórnvalda um að yfirgefa landið getur ekki komið til framkvæmda. Einstaklingar í þessum aðstæðum geta verið ríkisfangslausir eða ríkisfang hefur ekki verið staðfest. Eftir atvikum er einstaklingum veitt dvalarleyfi og atvinnuleyfi til bráðabirga. Yfirvöld hafa ekki nýtt þessa heimild í tilviki Blessing og er það óskiljanlegt þar sem hún getur hvergi farið. Sömuleiðis hafa mannréttindalögfræðingar talið að þessi meðferð á mansalsbrotaþola standist ekki alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eftir fjöldamörg samtöl við fólk innan kerfisins er ljóst að yfirvöld vita ekkert hvað á að gera. Taka sveitarfélögin við? Á að virkja reglur um útlendinga í neyð? Á að vísa fólki á guð og gaddinn og búa hér til neðanjarðarsamfélag örvæntingafulls fólks sem hvergi getur farið? Það virðist því miður vera planið. Afleiðingar nýju útlendingalaganna, sem var þrýst í gegnum þingið þrátt fyrir viðvaranir Rauða krossins og helstu mannréttindasamtaka, eru nú að koma í ljós. Lögin tóku gildi 1. júlí og á föstudag reynir á framkvæmdina. Hvað verður um Blessing á föstudag? Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Hælisleitendur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. Sama verður að segja um heimaland hennar en þaðan var hún seld fyrst. Þrautalendingin var að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis en þar var henni einnig hafnað. Nýjustu breytingar á útlendingalögum hafa bein áhrif á Blessing, enda var markmið þeirra að koma fólki í hennar stöðu úr landi svo fljótt sem auðið er og án vandræða fyrir íslenska framkvæmdaaðila. Hvert hún fer er aukaatriði í augum löggjafans og engu skiptir að hún hefur ekki í nein hús að venda og er í mikilli hættu á að lenda í örbyrgð, vonleysi, ofbeldi og lífshættu. Næstkomandi föstudag, hinn 11. ágúst líður sá frestur sem Blessing Newton og fleiri hafa til að koma sér út úr flóttamannabúðunum í Hafnarfirði. Nú þegar er búið að svipta hana félagslegri aðstoð, lögfræðiaðstoð, strætókorti og fleira sem hún naut sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Nú á að svelta hana og fleiri umsækjendur til að koma sér úr landi – nú síðast var fólkið í Hafnarfirð svipt bónuskorti til að kaupa í matinn. Þetta er veruleiki hinna breyttu útlendingalaga og svona förum við með konur sem hafa sætt viðbjóðslegu ofbeldi. Konur sem vilja bara sjá fyrir sér, lifa í friði á Íslandi og búa sér öruggt heimili – það er æðsta óskin. Í reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi (nr. 203/2016) er hægt að veita aðstoð til dvalar ef m.a. þetta atriði á við: Umsókn um dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða dvalarleyfi sem flóttamaður hefur verið synjað og ákvörðun stjórnvalda um að yfirgefa landið getur ekki komið til framkvæmda. Einstaklingar í þessum aðstæðum geta verið ríkisfangslausir eða ríkisfang hefur ekki verið staðfest. Eftir atvikum er einstaklingum veitt dvalarleyfi og atvinnuleyfi til bráðabirga. Yfirvöld hafa ekki nýtt þessa heimild í tilviki Blessing og er það óskiljanlegt þar sem hún getur hvergi farið. Sömuleiðis hafa mannréttindalögfræðingar talið að þessi meðferð á mansalsbrotaþola standist ekki alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eftir fjöldamörg samtöl við fólk innan kerfisins er ljóst að yfirvöld vita ekkert hvað á að gera. Taka sveitarfélögin við? Á að virkja reglur um útlendinga í neyð? Á að vísa fólki á guð og gaddinn og búa hér til neðanjarðarsamfélag örvæntingafulls fólks sem hvergi getur farið? Það virðist því miður vera planið. Afleiðingar nýju útlendingalaganna, sem var þrýst í gegnum þingið þrátt fyrir viðvaranir Rauða krossins og helstu mannréttindasamtaka, eru nú að koma í ljós. Lögin tóku gildi 1. júlí og á föstudag reynir á framkvæmdina. Hvað verður um Blessing á föstudag? Höfundur er talskona Stígamóta.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun