Birkir snýr aftur í ítalska boltann Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 13:31 Birkir Bjarnason á flugi í leik með Íslandi gegn Ísrael. Hann flýgur til Ítalíu í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Birkir Bjarnason ferðast til Ítalíu í dag og mun samkvæmt heimildum Vísis skrifa formlega undir samning við sitt gamla knattspyrnufélag Brescia í kvöld. Birkir, sem er leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, hefur leikið með sínu gamla liði Viking í Noregi undanfarna mánuði en ljóst var frá upphafi að tími hans þar yrði ekki mjög langur. Brescia féll niður í C-deild eftir umspil síðasta vor en útlit er fyrir að liðið spili engu að síður áfram í B-deildinni. Það er vegna ákvörðunar um að dæma Reggina úr deildinni en félagið hefur glímt við mikla fjárhagserfiðleika. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar í því máli, þó að skammt sé í að nýtt tímabil hefjist. Í þriðja sinn til Ítalíu Birkir hefur leikið á Ítalíu drjúgan hluta síns ferils. Þar lék hann fyrst með Pescara árið 2012 en einnig með Sampdoria, áður en hann yfirgaf Ítalíu til að ganga í raðir Basel í Sviss árið 2015. Hann sneri svo aftur til Ítalíu og gekk í raðir Brescia árið 2020, eftir að hafa verið hjá Aston Villa og svo um skamma hríð hjá Al-Arabi í Katar. Birkir, sem er 35 ára gamall, lék með Adana Demirspor í Tyrklandi í tvö ár en skipti yfir til Viking í vor í kjölfarið á jarðskjálftanum mannskæða í febrúar, skömmu áður en samningur hans við tyrkneska félagið átti að renna út. Í grein Aftenbladet segir að þegar Birkir kom í mars hafi planið aðeins verið að hann gæti spilað sig í form með Viking, og að hann hafi varla verið með nein laun hjá félaginu. Birkir hafi verið opinn fyrir því að vera áfram hjá Viking, félaginu sem hann hóf meistaraflokksferilinn með á sínum tíma, en á sama tíma verið skýr varðandi það að mögulega færi hann frá félaginu í sumar, eins og nú virðist ætla að verða raunin. Birkir, sem var í síðasta landsliðshópi Íslands í júní en spilaði þó ekki, lék alls ellefu deildarleiki fyrir Viking í sumar og skoraði tvö mörk. Ítalski boltinn Norski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Birkir, sem er leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, hefur leikið með sínu gamla liði Viking í Noregi undanfarna mánuði en ljóst var frá upphafi að tími hans þar yrði ekki mjög langur. Brescia féll niður í C-deild eftir umspil síðasta vor en útlit er fyrir að liðið spili engu að síður áfram í B-deildinni. Það er vegna ákvörðunar um að dæma Reggina úr deildinni en félagið hefur glímt við mikla fjárhagserfiðleika. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar í því máli, þó að skammt sé í að nýtt tímabil hefjist. Í þriðja sinn til Ítalíu Birkir hefur leikið á Ítalíu drjúgan hluta síns ferils. Þar lék hann fyrst með Pescara árið 2012 en einnig með Sampdoria, áður en hann yfirgaf Ítalíu til að ganga í raðir Basel í Sviss árið 2015. Hann sneri svo aftur til Ítalíu og gekk í raðir Brescia árið 2020, eftir að hafa verið hjá Aston Villa og svo um skamma hríð hjá Al-Arabi í Katar. Birkir, sem er 35 ára gamall, lék með Adana Demirspor í Tyrklandi í tvö ár en skipti yfir til Viking í vor í kjölfarið á jarðskjálftanum mannskæða í febrúar, skömmu áður en samningur hans við tyrkneska félagið átti að renna út. Í grein Aftenbladet segir að þegar Birkir kom í mars hafi planið aðeins verið að hann gæti spilað sig í form með Viking, og að hann hafi varla verið með nein laun hjá félaginu. Birkir hafi verið opinn fyrir því að vera áfram hjá Viking, félaginu sem hann hóf meistaraflokksferilinn með á sínum tíma, en á sama tíma verið skýr varðandi það að mögulega færi hann frá félaginu í sumar, eins og nú virðist ætla að verða raunin. Birkir, sem var í síðasta landsliðshópi Íslands í júní en spilaði þó ekki, lék alls ellefu deildarleiki fyrir Viking í sumar og skoraði tvö mörk.
Ítalski boltinn Norski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira