Nærri hundrað fótboltabullur svara fyrir morð í dómsal Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 20:57 Sakborningar gengu huldu höfði til dómsalar í dag. ap Nærri hundrað stuðningsmenn fótboltaliðsins Dynamo Zagreb mættu fyrir dóm í Aþenu, höfuðborgar Grikklands, grunaðir um að eiga þátt í morði á stuðningsmanni fótboltaliðsins AEK Aþenu. Maðurinn var myrtur daginn fyrir leik Dynamo og AEK í Meistaradeildinni sem var frestað í kjölfarið. Hinn 29 ára gamli stuðningsmaður AEK, Michalis Katsouris, var myrtur á mánudag. Flestir sakborninganna ungu mættu með bol yfir höfði sínu til dómsalar í dag. Alls eru 103 grunaðir um aðild að málinu og eru 97 þeirra króatískir ríkisborgarar, stuðningsmenn Dynamo Zagreb. Auk ákæru fyrir manndráp er ákært fyrir líkamsárásir og notkun ólöglegra sprengiefna. Búist er við því að ákærur fyrir aðild að morði verði vísað frá í málum flestra sakborninga eftir því sem líður á réttarhöldin. Á myndbandi sjást stuðningsmennirnir bera kylfur og hnífa fyrir utan leikvang AEK í Aþenu. Þá heyrist í sprengingum og kveikt í blysum. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust í látunum og fjórir liggja enn á sjúkrahúsi. Nokkrir voru gripnir við að reyna að flýja land. ap Flestir sakborninga eru ungir stuðningsmenn Dynamo Zagreb.ap „Verða morðingjar hans á pöllunum?“ Leiknum var eins og áður segir frestað. Lögregla réðst í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir til þess að hafa hendur í hári allra sakborninga. Fimm sakborningar voru gripnir í bát á leið til Ítalíu og sá sjötti í rútu á leið til Albaníu. Þá var mikill viðbúnaður á leik grannaliðsins Panathanaikos í Aþenu í dag þar sem liðið mætti franska liðinu Marseille, sömuleiðis í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í hálfleik hafði lögreglu enn ekki borist tilkynning um ofbeldi en stuðningsmenn Marseille fengu ekki miða á leikinn. Þrír voru aftur á móti handteknir fyrir utan leikvanginn með vopn. Forsvarsmenn AEK hafa kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA refsi liði Zagreb harkalega. „Hvernig er mögulegt fyrir AEK Aþenu, í kjölfar hryllilegs morð á Michalis framið af gengi grimmilegra morðingja frá Króatíu, að mæta á völlinn og spila gegn þessu liði? Munu einhverjir morðingjar hans vera á pöllunum?“ er spurt í tilkynningu AEK. Grikkland Króatía Tengdar fréttir Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Hinn 29 ára gamli stuðningsmaður AEK, Michalis Katsouris, var myrtur á mánudag. Flestir sakborninganna ungu mættu með bol yfir höfði sínu til dómsalar í dag. Alls eru 103 grunaðir um aðild að málinu og eru 97 þeirra króatískir ríkisborgarar, stuðningsmenn Dynamo Zagreb. Auk ákæru fyrir manndráp er ákært fyrir líkamsárásir og notkun ólöglegra sprengiefna. Búist er við því að ákærur fyrir aðild að morði verði vísað frá í málum flestra sakborninga eftir því sem líður á réttarhöldin. Á myndbandi sjást stuðningsmennirnir bera kylfur og hnífa fyrir utan leikvang AEK í Aþenu. Þá heyrist í sprengingum og kveikt í blysum. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust í látunum og fjórir liggja enn á sjúkrahúsi. Nokkrir voru gripnir við að reyna að flýja land. ap Flestir sakborninga eru ungir stuðningsmenn Dynamo Zagreb.ap „Verða morðingjar hans á pöllunum?“ Leiknum var eins og áður segir frestað. Lögregla réðst í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir til þess að hafa hendur í hári allra sakborninga. Fimm sakborningar voru gripnir í bát á leið til Ítalíu og sá sjötti í rútu á leið til Albaníu. Þá var mikill viðbúnaður á leik grannaliðsins Panathanaikos í Aþenu í dag þar sem liðið mætti franska liðinu Marseille, sömuleiðis í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í hálfleik hafði lögreglu enn ekki borist tilkynning um ofbeldi en stuðningsmenn Marseille fengu ekki miða á leikinn. Þrír voru aftur á móti handteknir fyrir utan leikvanginn með vopn. Forsvarsmenn AEK hafa kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA refsi liði Zagreb harkalega. „Hvernig er mögulegt fyrir AEK Aþenu, í kjölfar hryllilegs morð á Michalis framið af gengi grimmilegra morðingja frá Króatíu, að mæta á völlinn og spila gegn þessu liði? Munu einhverjir morðingjar hans vera á pöllunum?“ er spurt í tilkynningu AEK.
Grikkland Króatía Tengdar fréttir Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30