Reyna að bjarga verðmætum áður en vatn flæðir yfir Lovísa Arnardóttir skrifar 10. ágúst 2023 13:00 Vatn er byrjað að flæða yfir við hafnarsvæðið. Arnþór Hupfeldt Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. Arnþór Hupfeldt býr í bænum Brummunddal við vatnið Mjösa og var í morgun staddur við höfnina að aðstoða vin sinn við að bera út verðmæti úr strandbarnum sem hann rekur en búist er við því að það flæði yfir hafnarsvæðið og inn í bæinn í dag og næstu daga. Um fjögur þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suður- og austurhluta Noregs í kjölfar óveðursins Hans sem gekk yfir í vikunni. Viðbúnaður er verulegur og hafa þyrlur verið sendar út til að aðstoða fólk í sjálfheldu en 125 vegum hefur verið lokað vegna flóða. „Þar eru aðalvandræðin núna, á meðan Mjösa stígur,“ segir Arnþór. Hann segir að þau hafi búist við hinu versta vegna Hans en að versta veðrið hafi gengið yfir nokkru frá þeim. „Við fengum öll viðvörun í símann hjá okkur og bjuggumst við hinu versta því fyrir tveimur árum fór allt á flot í bænum okkar, Brumunddal, og urðu þómiklar skemmdir,“ segir Arnþór og að mikið hafi rignt en ekki nægilega fyrir flóð. Búast má við því að vatn flæði yfir Mjösparken og leiksvæðin þar.Arnþór Hupfeldt „Þetta fer virðist vera 20 kílómetrum fyrir sunnan okkur og tíu kílómetra fyrir norðan okkur þannig við sleppum úr mesta rigningarsvæðinu og við sjáum það best á því að það er allt að eyðileggjast niður í Ellerum, þar sem stíflan fór, og fyrir ofan okkur í Dokka þar sem hús hafa færst niður ánna.“ Hann segir að vandræðin séu að byrja hjá þeim núna. „Núna þegar mesta rigningin er búin er þetta að berast niður til okkar. Vatnið er að fyllast og er búið að stíga um hálfan metra á dag þótt það sé búið að opna allar flóðgátt,“ segir Arnþór og að búist sé við því að það stígi allt að þrjá metra í viðbót. Hann segir að vatnið muni því flæða inn í bæinn og að eitt mesta svekkelsið sé að nýr skemmtigarður, Mjöseparken, mun að öllum líkindum skemmast seinni partinn þegar vatn flæðir yfir. Þegar hafi flætt yfir hafnarsvæðið. Hér hefur flætt yfir strönd og brú.Arnþór Hupfeldt „Strandgarðurinn er einn sá flottasti í Noregi og það er búist við því að vatn flæði yfir hann seinnipartinn í dag,“ segir hann er garðurinn kostaði um 200 milljónir norskra króna og er tjónið því verulegt. Þar er að finna minigolfvöll, svið þar sem hægt er að halda tónleika fyrir tólf þúsund manns og ýmislegt annað. Hann segir að settar hafi verið upp flóðavarnir eftir mikil flóð fyrir tveimur árum og að þær séu að sanna sig. Greint hefur verið frá því í norskum miðlum í dag að landbúnaðarráðherra hafi kallað til neyðarfundar vegna flóðanna en Arnþór segir að sumarið hafi byrjað á miklum þurrkum, svo hafi rignt og uppskerunni bjargað en að henni skoli líklegast burt núna víða í flóðunum. Svæðið sé mikið landbúnaðarsvæði og að tjónið sé verulegt fyrir marga, auk þess sem margir hafi miklar áhyggjur af hækkandi matarverði sem geti fylgt í kjölfarið. „Það mátti koma rigning en það átti ekki að skola öllu burt. Við erum ræktunarhérað og þetta hefur hellings áhrif á okkur og aðra.“ Hann segir að í Hamar verði líklega miklar skemmdir líka. Þar sé búið að búa til flott strandsvæði en að það fari allt á bólakaf og ofan í Mjösu. „Það verður í fyrsta sinn sem ég sé vatn í miðbæ Hamars,“ segir hann að lokum. Noregur Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01 Stíflan í Glommu brast Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. 9. ágúst 2023 16:08 Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. 9. ágúst 2023 14:29 Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Arnþór Hupfeldt býr í bænum Brummunddal við vatnið Mjösa og var í morgun staddur við höfnina að aðstoða vin sinn við að bera út verðmæti úr strandbarnum sem hann rekur en búist er við því að það flæði yfir hafnarsvæðið og inn í bæinn í dag og næstu daga. Um fjögur þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suður- og austurhluta Noregs í kjölfar óveðursins Hans sem gekk yfir í vikunni. Viðbúnaður er verulegur og hafa þyrlur verið sendar út til að aðstoða fólk í sjálfheldu en 125 vegum hefur verið lokað vegna flóða. „Þar eru aðalvandræðin núna, á meðan Mjösa stígur,“ segir Arnþór. Hann segir að þau hafi búist við hinu versta vegna Hans en að versta veðrið hafi gengið yfir nokkru frá þeim. „Við fengum öll viðvörun í símann hjá okkur og bjuggumst við hinu versta því fyrir tveimur árum fór allt á flot í bænum okkar, Brumunddal, og urðu þómiklar skemmdir,“ segir Arnþór og að mikið hafi rignt en ekki nægilega fyrir flóð. Búast má við því að vatn flæði yfir Mjösparken og leiksvæðin þar.Arnþór Hupfeldt „Þetta fer virðist vera 20 kílómetrum fyrir sunnan okkur og tíu kílómetra fyrir norðan okkur þannig við sleppum úr mesta rigningarsvæðinu og við sjáum það best á því að það er allt að eyðileggjast niður í Ellerum, þar sem stíflan fór, og fyrir ofan okkur í Dokka þar sem hús hafa færst niður ánna.“ Hann segir að vandræðin séu að byrja hjá þeim núna. „Núna þegar mesta rigningin er búin er þetta að berast niður til okkar. Vatnið er að fyllast og er búið að stíga um hálfan metra á dag þótt það sé búið að opna allar flóðgátt,“ segir Arnþór og að búist sé við því að það stígi allt að þrjá metra í viðbót. Hann segir að vatnið muni því flæða inn í bæinn og að eitt mesta svekkelsið sé að nýr skemmtigarður, Mjöseparken, mun að öllum líkindum skemmast seinni partinn þegar vatn flæðir yfir. Þegar hafi flætt yfir hafnarsvæðið. Hér hefur flætt yfir strönd og brú.Arnþór Hupfeldt „Strandgarðurinn er einn sá flottasti í Noregi og það er búist við því að vatn flæði yfir hann seinnipartinn í dag,“ segir hann er garðurinn kostaði um 200 milljónir norskra króna og er tjónið því verulegt. Þar er að finna minigolfvöll, svið þar sem hægt er að halda tónleika fyrir tólf þúsund manns og ýmislegt annað. Hann segir að settar hafi verið upp flóðavarnir eftir mikil flóð fyrir tveimur árum og að þær séu að sanna sig. Greint hefur verið frá því í norskum miðlum í dag að landbúnaðarráðherra hafi kallað til neyðarfundar vegna flóðanna en Arnþór segir að sumarið hafi byrjað á miklum þurrkum, svo hafi rignt og uppskerunni bjargað en að henni skoli líklegast burt núna víða í flóðunum. Svæðið sé mikið landbúnaðarsvæði og að tjónið sé verulegt fyrir marga, auk þess sem margir hafi miklar áhyggjur af hækkandi matarverði sem geti fylgt í kjölfarið. „Það mátti koma rigning en það átti ekki að skola öllu burt. Við erum ræktunarhérað og þetta hefur hellings áhrif á okkur og aðra.“ Hann segir að í Hamar verði líklega miklar skemmdir líka. Þar sé búið að búa til flott strandsvæði en að það fari allt á bólakaf og ofan í Mjösu. „Það verður í fyrsta sinn sem ég sé vatn í miðbæ Hamars,“ segir hann að lokum.
Noregur Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01 Stíflan í Glommu brast Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. 9. ágúst 2023 16:08 Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. 9. ágúst 2023 14:29 Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01
Stíflan í Glommu brast Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. 9. ágúst 2023 16:08
Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. 9. ágúst 2023 14:29
Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34