Umfjöllun: Club Brugge - KA 5-1 | Belgarnir kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Kári Mímisson skrifar 10. ágúst 2023 20:26 Hans Vanaken skoraði fyrir Club Brugge í kvöld. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images KA mætti belgíska stórveldinu Club Brugge í forkeppni Sambandsdeildarinnar nú í kvöld. Leikið var á Jan Breydel leikvanginum í Belgíu. Það verður seint sagt að um spennandi leik hafi verið að ræða um en heimamenn unnu afar öruggan 5-1 sigur á KA. Fyrir leikinn var vitað að verkefnið yrði ærið fyrir KA en Club Brugge urðu belgískir meistarar í þrjú ár í röð á árunum 2020 til 2022. Liðið komst svo í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem það féll út gegn portúgalska stórveldinu Benfica. KA hafði leikið mjög vel hingað til í keppninni og hafði fyrir leikinn slegið út lið Connah's Quay frá Wales og Dundalk frá Írlandi. Stuðningsmenn KA hafa svo sennilega eitthvað fylgst með belgísku deildinni í vetur þar sem að liðið seldi sinn besta leikmann í fyrra, Nökkva Þeyr Þórisson í belgísku B-deildina undir lok síðasta tímabils. Það tók ekki langan tíma fyrir heimamenn að komast yfir í leiknum og það gerði varnarmaðurinn ungi Jorne Spileers þegar hann skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig. Norðanmenn lágu eftir þetta þéttir til baka og reyndu hvað þeir gátu að beita skyndisóknum gegn Belgunum án þess þó að ná að skapa sér nein alvöru tækifæri. Það var svo á 40. mínútu leiksins sem Belgarnir gerðu út um leikinn þegar liðið skoraði 3 mörk á fimm mínútna kafla. Fyrst var það Hans Vaneken eftir hornspyrnu. Næst var það danski landsliðsmaðurinn Andreas Skov Olsen sem gerði það strax á eftir og svo var það Igor Thiago sem gerði fjórða mark Club Brugge úr vítaspyrnu. Staðan í hálfleik 4-0 fyrir Club Brugge sem tókst með þessari frammistöðu svo gott sem að tryggja farseðilinn í næstu umferð þar sem spænska liðið Osasuna býður sigurvegara þessa einvígis. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik, áfram stýrðu Belgarnir ferðinni á meðan KA lágu þéttir til baka. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann á 60. mínútu og það gerði Skotinn Harvey Willard eftir stoðsendingu frá Jakobi Snæ Árnasyni. Jakob náði þá ágætis spretti upp vinstri vænginn og fann Willard inni á teignum sem tókst að stýra boltanum snyrtilega framhjá Simon Mignolet í marki Club Brugge. Rúmlega tíu mínútum síðar tókst Willard svo aftur að koma boltanum framhjá Mignolet í marki Belganna en var dæmdur rangstæður. Úkraínski landsliðsmaðurinn Roman Yaremchuk gerði svo fimmta mark Club Brugge með lagalegri afgreiðslu eftir sendingu frá Maxime De Cuyper. Meira markvert gerðist ekki í þessum leik og öruggur 5-1 sigur Club Brugge því staðreynd.Það er því ansi þungur róður sem bíður KA þegar liðin mætast hér á Laugardalsvellinum eftir viku gegn þessu feikisterka belgíska liði. Sambandsdeild Evrópu KA
KA mætti belgíska stórveldinu Club Brugge í forkeppni Sambandsdeildarinnar nú í kvöld. Leikið var á Jan Breydel leikvanginum í Belgíu. Það verður seint sagt að um spennandi leik hafi verið að ræða um en heimamenn unnu afar öruggan 5-1 sigur á KA. Fyrir leikinn var vitað að verkefnið yrði ærið fyrir KA en Club Brugge urðu belgískir meistarar í þrjú ár í röð á árunum 2020 til 2022. Liðið komst svo í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem það féll út gegn portúgalska stórveldinu Benfica. KA hafði leikið mjög vel hingað til í keppninni og hafði fyrir leikinn slegið út lið Connah's Quay frá Wales og Dundalk frá Írlandi. Stuðningsmenn KA hafa svo sennilega eitthvað fylgst með belgísku deildinni í vetur þar sem að liðið seldi sinn besta leikmann í fyrra, Nökkva Þeyr Þórisson í belgísku B-deildina undir lok síðasta tímabils. Það tók ekki langan tíma fyrir heimamenn að komast yfir í leiknum og það gerði varnarmaðurinn ungi Jorne Spileers þegar hann skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig. Norðanmenn lágu eftir þetta þéttir til baka og reyndu hvað þeir gátu að beita skyndisóknum gegn Belgunum án þess þó að ná að skapa sér nein alvöru tækifæri. Það var svo á 40. mínútu leiksins sem Belgarnir gerðu út um leikinn þegar liðið skoraði 3 mörk á fimm mínútna kafla. Fyrst var það Hans Vaneken eftir hornspyrnu. Næst var það danski landsliðsmaðurinn Andreas Skov Olsen sem gerði það strax á eftir og svo var það Igor Thiago sem gerði fjórða mark Club Brugge úr vítaspyrnu. Staðan í hálfleik 4-0 fyrir Club Brugge sem tókst með þessari frammistöðu svo gott sem að tryggja farseðilinn í næstu umferð þar sem spænska liðið Osasuna býður sigurvegara þessa einvígis. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik, áfram stýrðu Belgarnir ferðinni á meðan KA lágu þéttir til baka. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann á 60. mínútu og það gerði Skotinn Harvey Willard eftir stoðsendingu frá Jakobi Snæ Árnasyni. Jakob náði þá ágætis spretti upp vinstri vænginn og fann Willard inni á teignum sem tókst að stýra boltanum snyrtilega framhjá Simon Mignolet í marki Club Brugge. Rúmlega tíu mínútum síðar tókst Willard svo aftur að koma boltanum framhjá Mignolet í marki Belganna en var dæmdur rangstæður. Úkraínski landsliðsmaðurinn Roman Yaremchuk gerði svo fimmta mark Club Brugge með lagalegri afgreiðslu eftir sendingu frá Maxime De Cuyper. Meira markvert gerðist ekki í þessum leik og öruggur 5-1 sigur Club Brugge því staðreynd.Það er því ansi þungur róður sem bíður KA þegar liðin mætast hér á Laugardalsvellinum eftir viku gegn þessu feikisterka belgíska liði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti