Rússar á leið til tunglsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 07:10 Mynd úr myndbandi af því þegar tunglfarinu Luna-25 var skotið á loft í morgun. AP/Roscosmos Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí. Tunglfarinu var skotið frá Vostochny skotpallinum í austurhluta Rússlands. Árið var 1976 þegar Rússar skut síðast upp tunglfari og voru þeir enn hluti af Sovétríkjunum. Geimfarið verður um fimm og hálfan dag að ferðast að tunglinu, það mun síðan ganga á sporbaug tunglsins í þrjá til sjö daga áður en það stefnir að yfirborðinu. Farið á því að lenda á tunglinu sama dag og tunglfar Indverja sem var skotið á loft 14. júlí. Það er sennilega engin tilviljun. Aðeins þremur löndum hefur tekist að lenda á tunglinu: Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kína. Indverjar og Rússar stefna bæði að því að verða fyrsta þjóðin sem lendir á suðurpól tunglsins. Innrásin í Úkraínu hafði áhrif Þvingunaraðgerðir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa gert þeim erfiðara fyrir að nálgast vestræna tækni. Þetta hefur haft áhrif á geimferðaáætlunina af því Luna-25 átti upphaflega að bera lítinn tunglbíl. Hætt var við það til að létta farið. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos sagðist vilja sýna að Rússland sé ríki sem sé fært um að koma fari til tunglsins og tryggja aðgang Rússa að yfirborði tunglsins. Það er engin tilviljun að Rússar vilji lenda á tunglinu sama dag og Indverjar. Sennilega vilja þeir verða fyrri til.AP/Roscosmos „Könnun tunglsins er ekki markmiðið,“ sagði Vitaly Egorov, vinsæll rússneskur geimrýnir. „Markmiðið er pólitísk keppni milli tveggja stórvelda, Kína og Bandaríkjanna, og nokkurra annarra landa sem vilja líka titla sig sem geimstórveldi.“ Suðurpóll tunglsins hefur vakið áhuga vísindamanna sem trúa því að þar sé mögulega að finna vatn í tunglgígum vegna þess að suðurpóllinn er í varanlegum skugga. Síðasta ferð á suðurpól tunglsins endaði með því að tunglfar Indverja brotlenti á tunglinu 2019. Tunglfarinu Luna-25 er ætlað að taka sýni af tunglsteinum og ryki til að fá aukinn skilning á umhverfi tunglsins áður en hugað er að byggingu tunglstöðvar. Tunglið Rússland Indland Tengdar fréttir Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Tunglfarinu var skotið frá Vostochny skotpallinum í austurhluta Rússlands. Árið var 1976 þegar Rússar skut síðast upp tunglfari og voru þeir enn hluti af Sovétríkjunum. Geimfarið verður um fimm og hálfan dag að ferðast að tunglinu, það mun síðan ganga á sporbaug tunglsins í þrjá til sjö daga áður en það stefnir að yfirborðinu. Farið á því að lenda á tunglinu sama dag og tunglfar Indverja sem var skotið á loft 14. júlí. Það er sennilega engin tilviljun. Aðeins þremur löndum hefur tekist að lenda á tunglinu: Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kína. Indverjar og Rússar stefna bæði að því að verða fyrsta þjóðin sem lendir á suðurpól tunglsins. Innrásin í Úkraínu hafði áhrif Þvingunaraðgerðir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa gert þeim erfiðara fyrir að nálgast vestræna tækni. Þetta hefur haft áhrif á geimferðaáætlunina af því Luna-25 átti upphaflega að bera lítinn tunglbíl. Hætt var við það til að létta farið. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos sagðist vilja sýna að Rússland sé ríki sem sé fært um að koma fari til tunglsins og tryggja aðgang Rússa að yfirborði tunglsins. Það er engin tilviljun að Rússar vilji lenda á tunglinu sama dag og Indverjar. Sennilega vilja þeir verða fyrri til.AP/Roscosmos „Könnun tunglsins er ekki markmiðið,“ sagði Vitaly Egorov, vinsæll rússneskur geimrýnir. „Markmiðið er pólitísk keppni milli tveggja stórvelda, Kína og Bandaríkjanna, og nokkurra annarra landa sem vilja líka titla sig sem geimstórveldi.“ Suðurpóll tunglsins hefur vakið áhuga vísindamanna sem trúa því að þar sé mögulega að finna vatn í tunglgígum vegna þess að suðurpóllinn er í varanlegum skugga. Síðasta ferð á suðurpól tunglsins endaði með því að tunglfar Indverja brotlenti á tunglinu 2019. Tunglfarinu Luna-25 er ætlað að taka sýni af tunglsteinum og ryki til að fá aukinn skilning á umhverfi tunglsins áður en hugað er að byggingu tunglstöðvar.
Tunglið Rússland Indland Tengdar fréttir Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03
Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00
Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42