Þetta staðfesti Ólafur H. Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, í samtali við Vísi í dag.
Ólafur sagði vonir standa til þess að hægt yrði að ganga frá málinu í dag svo að Eyþór yrði gjaldgengur með Breiðabliki strax á sunnudag þegar liðið mætir KA í Bestu deildinni, í leik sem fram fer á milli Evrópuleikja liðanna.
Eyþór hefur reynst HK-ingum vel og skorað þrjú mörk í Bestu deildinni í sumar, í tólf leikjum.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, sagði í samtali við Vísi að ljóst hefði verið frá upphafi að Breiðablik ætti rétt á að kalla Eyþór til baka til sín, og að HK-ingar hefðu verið undir það búnir. Með það í huga hefði verið samið við danska sóknarmanninn Anton Söjberg á dögunum
Eyþór, sem er 21 árs gamall, kom til Breiðabliks frá ÍA eftir síðustu leiktíð og spilaði einn leik fyrir Blika í Bestu deildinni, sem og bikarleik og leikinn í Meistarakeppni KSÍ, áður en hann fór að láni til HK.