Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2023 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tekur undir með forstjóra Kerecis um að gera megi betur í uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum en segir þó að töluverðum fjármunum hafi verið varið þar í uppbyggingu. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vestfjörðum. Þó sé gert ráð fyrir töluverðri uppbyggingu í landshlutanum í núverandi samgönguáætlun. Mikla uppbyggingu á Suðurlandi í samanburði við aðra landshluta líkt og Vesturland megi skýra með því að fjármagni hafi verið forgangsraðað eftir umferðarþunga. Tilefnið er umsögn lækningavörufyrirtækisins Kerecis, en undir hana ritar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins nafn sitt. Þar er lýst er yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun sem Sigurður Ingi kynnti í júní. Í umsögninni segir að Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í áætluninni, en landshlutinn þurfi að njóta forgangs þar sem vegakerfi þeirra sé það lang lakasta á landinu. Samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar og lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Miklar áskoranir framundan Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir töluverðu fjármagni í vegagerð á Vestfjörðum í nýrri samgönguáætlun en rétt sé að gera þurfi betur. „Það eru miklar áskoranir framundan. Við erum með býsna metnaðarfulla jarðgangaáætlun í þessari samgönguáætlun og þar á meðal eru þó nokkuð mörg jarðgöng á Vestfjörðum. En það er alveg rétt að við þurfum að gera enn betur til þess að koma sem flestum vegum í það að vera láglendisvegir.“ Umferðarþungi mestur á Suðurlandi Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að veita mismiklu fjármagni til vegagerðar á milli landshluta, meðal annars af Magnúsi Magnússyni, ritstjóra staðarmiðilsins Skessuhorns á Vesturlandi. Magnús segir nánast enga peninga áætlaða í nýframkvæmdir í vegagerð á Vesturlandi á næstu fimm árum en töluvert meira á Suðurlandi til samanburðar. „Við höfum ákveðið að forgangsraða framkvæmdum eftir umferðarþunga og settum í síðustu samgönguáætlunum áherslu á að aðskilja aksturstefnu á þessum vegum sem eru umferðarþyngstir og þar sem alvarlegustu slysin verða, það er að segja á Reykjanesbrautinni, Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi og það er kannski ástæðan fyrir því,“ segir Sigurður Ingi „Auðvitað er líka umferðarþunginn langmestur á Suðurlandi, fyrir utan þessa vegi þarna. En síðan höfum við verið með verulegt átak í uppbyggingu á Vestfjörðum. Það eru gríðarlega miklir fjármunir í gangi á suðurleiðinni og síðustu göngin sem voru gerð voru Dýrafjarðargöngin. En já já, það væri gott að geta gert betur. Ég vildi gjarnan hafa meiri peninga til þess að geta gert enn betur.“ Samgöngur Ísafjarðarbær Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Tilefnið er umsögn lækningavörufyrirtækisins Kerecis, en undir hana ritar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins nafn sitt. Þar er lýst er yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun sem Sigurður Ingi kynnti í júní. Í umsögninni segir að Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í áætluninni, en landshlutinn þurfi að njóta forgangs þar sem vegakerfi þeirra sé það lang lakasta á landinu. Samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar og lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Miklar áskoranir framundan Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir töluverðu fjármagni í vegagerð á Vestfjörðum í nýrri samgönguáætlun en rétt sé að gera þurfi betur. „Það eru miklar áskoranir framundan. Við erum með býsna metnaðarfulla jarðgangaáætlun í þessari samgönguáætlun og þar á meðal eru þó nokkuð mörg jarðgöng á Vestfjörðum. En það er alveg rétt að við þurfum að gera enn betur til þess að koma sem flestum vegum í það að vera láglendisvegir.“ Umferðarþungi mestur á Suðurlandi Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að veita mismiklu fjármagni til vegagerðar á milli landshluta, meðal annars af Magnúsi Magnússyni, ritstjóra staðarmiðilsins Skessuhorns á Vesturlandi. Magnús segir nánast enga peninga áætlaða í nýframkvæmdir í vegagerð á Vesturlandi á næstu fimm árum en töluvert meira á Suðurlandi til samanburðar. „Við höfum ákveðið að forgangsraða framkvæmdum eftir umferðarþunga og settum í síðustu samgönguáætlunum áherslu á að aðskilja aksturstefnu á þessum vegum sem eru umferðarþyngstir og þar sem alvarlegustu slysin verða, það er að segja á Reykjanesbrautinni, Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi og það er kannski ástæðan fyrir því,“ segir Sigurður Ingi „Auðvitað er líka umferðarþunginn langmestur á Suðurlandi, fyrir utan þessa vegi þarna. En síðan höfum við verið með verulegt átak í uppbyggingu á Vestfjörðum. Það eru gríðarlega miklir fjármunir í gangi á suðurleiðinni og síðustu göngin sem voru gerð voru Dýrafjarðargöngin. En já já, það væri gott að geta gert betur. Ég vildi gjarnan hafa meiri peninga til þess að geta gert enn betur.“
Samgöngur Ísafjarðarbær Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“