Velur Taylor Swift tónleika fram yfir kosningabaráttu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 15:42 Kristrún er mikill aðdáandi Taylor Swift og hefur verið það frá átján ára aldri. Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja. vísir Svo gæti farið að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fari á Taylor Swift tónleika í miðri kosningabaráttu. Kosningar kæmu að minnsta kosti ekki í veg fyrir að hún færi á tónleika, svo mikill aðdáandi er hún. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Kristrúnu í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem slegið var á létta strengi en Kristrún hefur lært meðal annars á píanó og harmonikku. „Ég ætlaði sem unglingur alltaf að gera eitthvað með þetta, svo áttaði ég mig á því að þetta væri kannski ekki mín sterkasta hlið. En ég held lagi,“ segir Kristrún. „Ég kann einhverja hljóma og svona. Faðir minn lét mig læra á harmonikku, hann er Skagfirðingur og það hefur alltaf verið sungið mikið í mínum fjölskylduboðum, ég hélt reyndar að það væri þannig í öllum fjölskylduboðum. Maðurinn minn fékk svo bara áfall þegar hann mætti fyrst í fjölskylduboð og fékk afhenta söngbók.“ Kristrún var beðin um að velja lag sem væri lýsandi fyrir sjálfa sig. Eftir nokkra umhugsun segir Kristrún: „Ég er náttúrulega mikill Taylor Swift aðdáandi. Ég elska kantrí tónlist. Fólki fannst þetta alltaf mjög hallærislægt en er farið að átta sig á því hérna á Íslandi að öll góð lög eru í grunninn kántri. Bó Halldórs, bestu plöturnar hans eru kántrílög með íslenskum texta. Bríet, sem dæmi, er núna komin í kántríið.“ Taylor Swift hafi verið sú fyrsta sem hafi flutt sig yfir í meginstraums-tónlist, segir Kristrún. „Ég er búin að hlusta á Taylor Swift frá því ég var átján ára.“ Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja, Taylor og Kristrúnar. Taylor er fædd árið 1989 en Kristrún 1988. Taylor hóf tónlistarferilinn árið 2005, þá 17 ára gömul. „Ég get upplýst um það núna, í beinni útsendingu, að ég fékk miða á Taylor Swift tónleika á yfirstandandi tónleikaferðalag. Ég sat yfir tölvunni minni í fjóra klukkutíma í sumar.“ Miðasölurisinn Ticketmaster bað aðdáendur Swift einmitt afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar miðasalan hófst. Dæmi voru um að miðar hafi selst á 2,5-9 milljónir króna í endursölu. „Ég ætla á þessa tónleika. Miðasalan var í júlí þegar var svolítið mikil læti hjá ríkisstjórninni en ég var að vonast til að fá miða um sumarið. Ég hugsaði: „æ ef það verða kosningar næsta vor, þá missi ég af þessum tónleikum. Þannig ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi enda á því að þurfa að kaupa miða einhverja helgi þegar það eru kosningar. Ég á kannski ekki að segja þetta opinberlega en mig langar alveg ótrúlega að fara, þetta er bara algjör draumur hjá mér. Ég ræddi þetta fram og til baka við manninn minn. Svo komst ég að í Stokkhólmi hvítasunnuhelgina næstu. Ríkisstjórnin veit núna að þetta er mjög slæm helgi fyrir mig til að fara í kosningar. Ég mun finna leið til að gera þetta, breyti þá helgarferð í dagsferð.“ Samfylkingin Tónlist Bakaríið Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Kristrúnu í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem slegið var á létta strengi en Kristrún hefur lært meðal annars á píanó og harmonikku. „Ég ætlaði sem unglingur alltaf að gera eitthvað með þetta, svo áttaði ég mig á því að þetta væri kannski ekki mín sterkasta hlið. En ég held lagi,“ segir Kristrún. „Ég kann einhverja hljóma og svona. Faðir minn lét mig læra á harmonikku, hann er Skagfirðingur og það hefur alltaf verið sungið mikið í mínum fjölskylduboðum, ég hélt reyndar að það væri þannig í öllum fjölskylduboðum. Maðurinn minn fékk svo bara áfall þegar hann mætti fyrst í fjölskylduboð og fékk afhenta söngbók.“ Kristrún var beðin um að velja lag sem væri lýsandi fyrir sjálfa sig. Eftir nokkra umhugsun segir Kristrún: „Ég er náttúrulega mikill Taylor Swift aðdáandi. Ég elska kantrí tónlist. Fólki fannst þetta alltaf mjög hallærislægt en er farið að átta sig á því hérna á Íslandi að öll góð lög eru í grunninn kántri. Bó Halldórs, bestu plöturnar hans eru kántrílög með íslenskum texta. Bríet, sem dæmi, er núna komin í kántríið.“ Taylor Swift hafi verið sú fyrsta sem hafi flutt sig yfir í meginstraums-tónlist, segir Kristrún. „Ég er búin að hlusta á Taylor Swift frá því ég var átján ára.“ Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja, Taylor og Kristrúnar. Taylor er fædd árið 1989 en Kristrún 1988. Taylor hóf tónlistarferilinn árið 2005, þá 17 ára gömul. „Ég get upplýst um það núna, í beinni útsendingu, að ég fékk miða á Taylor Swift tónleika á yfirstandandi tónleikaferðalag. Ég sat yfir tölvunni minni í fjóra klukkutíma í sumar.“ Miðasölurisinn Ticketmaster bað aðdáendur Swift einmitt afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar miðasalan hófst. Dæmi voru um að miðar hafi selst á 2,5-9 milljónir króna í endursölu. „Ég ætla á þessa tónleika. Miðasalan var í júlí þegar var svolítið mikil læti hjá ríkisstjórninni en ég var að vonast til að fá miða um sumarið. Ég hugsaði: „æ ef það verða kosningar næsta vor, þá missi ég af þessum tónleikum. Þannig ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi enda á því að þurfa að kaupa miða einhverja helgi þegar það eru kosningar. Ég á kannski ekki að segja þetta opinberlega en mig langar alveg ótrúlega að fara, þetta er bara algjör draumur hjá mér. Ég ræddi þetta fram og til baka við manninn minn. Svo komst ég að í Stokkhólmi hvítasunnuhelgina næstu. Ríkisstjórnin veit núna að þetta er mjög slæm helgi fyrir mig til að fara í kosningar. Ég mun finna leið til að gera þetta, breyti þá helgarferð í dagsferð.“
Samfylkingin Tónlist Bakaríið Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið