Vaskar konur safna fyrir endurbótum á Riishúsinu á Borðeyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2023 20:31 Kristín Árnadóttir, sem er ein af vösku konunum í Riishúsinu á Borðeyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vaskur hópur kvenna hefur rekið kaffihús og markað í Riishúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum í sumar og safna með því fé til reksturs og endurbyggingar hússins. Í dag búa aðeins tíu íbúar á Borðeyri. Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins. Staðurinn varð löggiltur verslunarstaður 1846 og samfelld verslun var á staðnum fram á 21. öld. Á síðari hluta 19. aldar var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn er þaðan var m.a. flutt mikið af sauðfé sem selt var til dæmis til Bretlands og þaðan fóru margir þeirra sem fluttu "vestur um haf" og gerðust vesturfarar í Ameríku. Hér erum við að tala um Riishús, sem er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku. Miklar endurbætur þarf að gera á húsinu og því tóku sig saman nokkrar drífandi konur á Borðeyri og næsta nágrenni og hafa rekið þar markað og kaffihús í sumar til að safna peningum fyrir endurbótunum. „Í dag er hér bæði nytjamarkaður og handverksmarkaður svo er lítið kaffihús hérna líka þar sem við seljum kaffi og vöfflur og fleira og svo heimasteiktar kleinur, súkkulaði og sultur,” segir Kristín Árnadóttir ein af vösku konunum í Riishúsinu og bætir við. „Það er bara nóg að gera. Við erum yfirleitt ekki margar, sem vinum hérna en við skiptumst á og reynum að þjóna fólki eins vel og við getum.” Riishús er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristín segir Riishús kennt við merkilegan kaupmann, sem kom á Borðeyri 1890. „Og var hér í tæplega 30 ár og var geysilega vinsæll og virtur maður. Hann kom ákaflega vel fram við íbúana og við viðskiptavini sína enda kvöddu þeir hann með virtum þegar hann fór.” Kristín, sem er meðal annars fyrrverandi skólastjóri býr á Borðeyri. „Það er mjög gott að búa hérna, alveg yndislegt. Við erum mjög fá, sem búum hérna reyndar núna en það eru fleiri, sem búa náttúrulega í fyrrum Bæjarhreppi, sem núna tilheyrir Húnaþingi vestra.” Og allir velkomnir í Riishús í sumar? „Já, allir velkomnir og við fögnum öllum, sem koma hingað og biðjum þá til dæmis að skrifa í gestabókina okkar”, segir Kristín. Facebooksíða hópsins Húnaþing vestra Húsavernd Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins. Staðurinn varð löggiltur verslunarstaður 1846 og samfelld verslun var á staðnum fram á 21. öld. Á síðari hluta 19. aldar var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn er þaðan var m.a. flutt mikið af sauðfé sem selt var til dæmis til Bretlands og þaðan fóru margir þeirra sem fluttu "vestur um haf" og gerðust vesturfarar í Ameríku. Hér erum við að tala um Riishús, sem er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku. Miklar endurbætur þarf að gera á húsinu og því tóku sig saman nokkrar drífandi konur á Borðeyri og næsta nágrenni og hafa rekið þar markað og kaffihús í sumar til að safna peningum fyrir endurbótunum. „Í dag er hér bæði nytjamarkaður og handverksmarkaður svo er lítið kaffihús hérna líka þar sem við seljum kaffi og vöfflur og fleira og svo heimasteiktar kleinur, súkkulaði og sultur,” segir Kristín Árnadóttir ein af vösku konunum í Riishúsinu og bætir við. „Það er bara nóg að gera. Við erum yfirleitt ekki margar, sem vinum hérna en við skiptumst á og reynum að þjóna fólki eins vel og við getum.” Riishús er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristín segir Riishús kennt við merkilegan kaupmann, sem kom á Borðeyri 1890. „Og var hér í tæplega 30 ár og var geysilega vinsæll og virtur maður. Hann kom ákaflega vel fram við íbúana og við viðskiptavini sína enda kvöddu þeir hann með virtum þegar hann fór.” Kristín, sem er meðal annars fyrrverandi skólastjóri býr á Borðeyri. „Það er mjög gott að búa hérna, alveg yndislegt. Við erum mjög fá, sem búum hérna reyndar núna en það eru fleiri, sem búa náttúrulega í fyrrum Bæjarhreppi, sem núna tilheyrir Húnaþingi vestra.” Og allir velkomnir í Riishús í sumar? „Já, allir velkomnir og við fögnum öllum, sem koma hingað og biðjum þá til dæmis að skrifa í gestabókina okkar”, segir Kristín. Facebooksíða hópsins
Húnaþing vestra Húsavernd Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira