Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 12:16 Fjölmiðillinn Marion County Record er í eigu mæðginanna Joan og Eric Meyer. Joan lést á laugardag eftir að umfangsmikil húsleit var gerð á heimili hennar. Getty Lögregluþjónar í Marion borg í Kansas-ríki í Bandaríkjunum gerðu húsleit á heimili eigenda fjölmiðilsins Marion County Record og skrifstofu miðilsins á föstudag. Í kjölfarið lést annar eigandi blaðsins, 98 ára gömul, að sögn sonar hennar í uppnámi vegna húsleitarinnar. Aðgerð lögreglu sætir gagnrýni og er sögð vera tilraun yfirvalda til skerðingar á fjölmiðlafrelsi. Eric Meyer er hinn eigandi miðilsins og sonur konunnar sem lést. Hann segir aðgeðr lögreglu hafa verið gerða vegna fréttar sem birtist í blaðinu á miðvikudag. Greinin fjallaði um veitingamann sem átt hefur í erjum við stjórnendur blaðsins, sér í lagi Eric Meyer. Samkvæmt frétt CNN var Meyer auk annars fréttamanns vísað út af kaffihúsi í borginni af eiganda staðarins, Kari Newell. Repúblikaninn Jake LaTurner, sem er sveitastjórnarfulltrúi á svæðinu, var með opinberan viðburð á kaffihúsinu þegar Newell vísaði þeim út. Newell segir miðilinn hafa í gegnum tíðina hafa gerst sekur um að hagræða sannleiknum og afbaka hluti. Því hafi hún ekki viljað fulltrúa miðilsins á fundinum sem þó var opinn almenningi. Í frétt Marion County Record á miðvikudag kom fram að fyrrnefnd Kari Newell hefði árið 2008 keyrt undir áhrifum áfengis og síðar án bílprófs. Meyer segir fréttina tilkomna vegna ábendingar sem borist hafði fréttastofunni skömmu eftir að honum var vísað út af kaffihúsinu. Newell sakar fjölmiðilinn hins vegar um auðkennisþjófnað því miðillinn hafi nálgast upplýsingar sem einungis voru aðgengilegar lögreglu, rannsóknarlögreglu og tryggingafyrirtækjum. Þá hafi fréttin aðeins verið hefndaraðgerð vegna þess að Meyer var vikið við annan blaðamann af kaffihúsinu. Húsleitin ólögmæt Dómari í Marion-sýslu skrifaði undir húsleitarheimild vegna gruns um auðkennisþjófnað og ólögleg athæfi í tengslum við tölvur. Tölvur, farsímar og önnur gögn voru gerð upptæk við leitina. Meyer var á heimili 98 ára gamallar móður sinnar og öðrum eiganda blaðsins, Joan Meyer, þegar húsleitin var gerð. Móðirin, sem annars var við góða heilsu, lést sólarhring síðar. Á vef miðilsins segir að húsleitin, sem var henni mikið áfall, hafi haft sitt að segja í tengslum við andlát hennar. Meyer segir í samtali við fjölmiðilinn Kansas Reflector að málið komi til með að hafa hamlandi áhrif á fréttamennsku miðilsins, sem og hæfni hans til þess að afla upplýsinga. Þá segir í fréttinni að húsleitin hafi brotið í bága við lög sem veiti vernd gegn því að leitað sé hjá blaðamönnum og hald lagt á gögn þeirra. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Eric Meyer er hinn eigandi miðilsins og sonur konunnar sem lést. Hann segir aðgeðr lögreglu hafa verið gerða vegna fréttar sem birtist í blaðinu á miðvikudag. Greinin fjallaði um veitingamann sem átt hefur í erjum við stjórnendur blaðsins, sér í lagi Eric Meyer. Samkvæmt frétt CNN var Meyer auk annars fréttamanns vísað út af kaffihúsi í borginni af eiganda staðarins, Kari Newell. Repúblikaninn Jake LaTurner, sem er sveitastjórnarfulltrúi á svæðinu, var með opinberan viðburð á kaffihúsinu þegar Newell vísaði þeim út. Newell segir miðilinn hafa í gegnum tíðina hafa gerst sekur um að hagræða sannleiknum og afbaka hluti. Því hafi hún ekki viljað fulltrúa miðilsins á fundinum sem þó var opinn almenningi. Í frétt Marion County Record á miðvikudag kom fram að fyrrnefnd Kari Newell hefði árið 2008 keyrt undir áhrifum áfengis og síðar án bílprófs. Meyer segir fréttina tilkomna vegna ábendingar sem borist hafði fréttastofunni skömmu eftir að honum var vísað út af kaffihúsinu. Newell sakar fjölmiðilinn hins vegar um auðkennisþjófnað því miðillinn hafi nálgast upplýsingar sem einungis voru aðgengilegar lögreglu, rannsóknarlögreglu og tryggingafyrirtækjum. Þá hafi fréttin aðeins verið hefndaraðgerð vegna þess að Meyer var vikið við annan blaðamann af kaffihúsinu. Húsleitin ólögmæt Dómari í Marion-sýslu skrifaði undir húsleitarheimild vegna gruns um auðkennisþjófnað og ólögleg athæfi í tengslum við tölvur. Tölvur, farsímar og önnur gögn voru gerð upptæk við leitina. Meyer var á heimili 98 ára gamallar móður sinnar og öðrum eiganda blaðsins, Joan Meyer, þegar húsleitin var gerð. Móðirin, sem annars var við góða heilsu, lést sólarhring síðar. Á vef miðilsins segir að húsleitin, sem var henni mikið áfall, hafi haft sitt að segja í tengslum við andlát hennar. Meyer segir í samtali við fjölmiðilinn Kansas Reflector að málið komi til með að hafa hamlandi áhrif á fréttamennsku miðilsins, sem og hæfni hans til þess að afla upplýsinga. Þá segir í fréttinni að húsleitin hafi brotið í bága við lög sem veiti vernd gegn því að leitað sé hjá blaðamönnum og hald lagt á gögn þeirra.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira