Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar.

Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Hún telur ljóst að orkukostir framtíðarinnar verði dýrari en nú er.

Í kvöldfréttum hittum við íbúa á Seltjarnarnesi sem biðlar til ökumanna um að fara varlega til þess að börn geti gengið örugg um hverfið. Hann varð vitni að því þegar ökumaður keyrði næstum því á barn á gangbraut.

Við ræðum einnig við mann sem beið í sextán ár með að fara í aðgerð vegna of þröngrar forhúðar. Hann hvetur fólk til að kíkja til læknis ef grunur vaknar um vandamálið. Þá kíkjum við á líflegan stofnfund nýrrar tónlistarmiðstöðvar og sjáum fornbíl sem dregur gamaldags hjólhýsi.

Sportpakkinn er einnig þéttur og í Íslandi í dag hittum við svokallaðan atvinnuhundagangara.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×