Vill lagalegt álit til að útkljá ágreining um flóttafólk Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2023 19:34 Forsætisráðherra segir að sveitarfélögin og þau ráðuneyti sem koma að málefnum flóttafólks verði að tala saman. Vísir/Arnar Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar vegna ágreinings um flóttafólk sem búið er að svipta rétti til þjónustu. Dómsmálaráðherra vill koma fólkinu fyrir í nýju búsetuúrræði með takmörkunum. Forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis- og félagsmálaráðuneytisins sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu á meðan lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja sveitarfélögin ekki eiga að taka við þeim. Forsætisráðherra hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það liggur fyrir að forsenda þess að þessi lög voru afgreidd á sínum tíma var að þar lá fyrir álit félagsmálaráðuneytisins að sveitarfélögin myndu veita ákveðna þjónustu sem þyrfti að skilgreina þeim sem höfnuðu samstarfi og misstu réttinn til þjónustu,“ segir Katrín og að ágreiningur sé nú um hver þessi skylda sveitarfélaga sé. Hún segist hafa beðið lögfræðinga forsætisráðuneytisins að fara yfir málið og segir að þeirra mat sé það að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og ákvæði stjórnarskrár um lágmarksþjónustu eigi ekki að víkja fyrir nýjum ákvæðum útlendingalaga en ákvæðið í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er það 15. og kveður á um aðstoð til útlendinga. „Til þess að þetta liggi algerlega skýrt fyrir hef ég líka óskað eftir áliti Lagastofnunar á þessu máli því það má segja að þetta hafi verið ein forsenda sem voru hafðar til huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma.“ Um 30 eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanleg synjun um alþjóðlega vernd en 53 hefur verið tilkynnt um lok á þjónustu. Katrín segir áríðandi að dómsmála- og félagsmálaráðuneytið leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að setja þennan ágreining á borðið og finna lausnir. Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún væri útfærð.“ Dómsmálaráðherra hefur aðra sýn á lausn vandans og sagði fyrr í dag að hún vilji opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem hafa fengið endanlega synjun. Forsætisráðherra segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkt hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki auðvitað til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og það er nokkuð sem okkur hefur ekki hugnast og ég las það þannig á Alþingi að það væri ekki mikill vilji fyrir slíku úrræði og að við ætluðum að fara aðrar leiðir, og það var eins og ég sagði, ein af forsendum fyrir því að þetta frumvarp var samþykkt,“ segir Katrín og að hennar mati hafi þetta allt legið skýrt fyrir við samþykkt frumvarpsins. Hún segir áríðandi að leyst verði úr ágreiningi um þessi mál og segir að það megi gagnrýna það að ekki hafi verið rætt áður við sveitarfélögin og hún vænti þess að það samtal eigi sér stað sem fyrst. Spurð hvað eigi að gera við fólkið sem sé réttinda- og heimilislaust á meðan þess er beðið að málið verði leyst segir Katrín að það liggi fyrir að svona framkvæmd þurfi að undirbúa vel. „Svona spurningum þarf að svara og ég hef litið svo, hafandi fylgst með framkvæmd laganna upp á síðustu daga, að það sé ljóst að það þarf að læra af þessum dögum til að tryggja að þessi framkvæmd geti gengið almennilega fyrir sig.“ Spurð hvort henni þyki rétt að beita ekki ákvæði um þjónustusviptingu á meðan þess er beðið að málið sé leyst segir Katrín að það þurfi að leysa ágreininginn og að verði hægt að finna út úr þessu á næstu dögum. „Ég held að þessi mál verði að skýrast mjög hratt og örugglega.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Félagsmál Flóttamenn Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis- og félagsmálaráðuneytisins sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu á meðan lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja sveitarfélögin ekki eiga að taka við þeim. Forsætisráðherra hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það liggur fyrir að forsenda þess að þessi lög voru afgreidd á sínum tíma var að þar lá fyrir álit félagsmálaráðuneytisins að sveitarfélögin myndu veita ákveðna þjónustu sem þyrfti að skilgreina þeim sem höfnuðu samstarfi og misstu réttinn til þjónustu,“ segir Katrín og að ágreiningur sé nú um hver þessi skylda sveitarfélaga sé. Hún segist hafa beðið lögfræðinga forsætisráðuneytisins að fara yfir málið og segir að þeirra mat sé það að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og ákvæði stjórnarskrár um lágmarksþjónustu eigi ekki að víkja fyrir nýjum ákvæðum útlendingalaga en ákvæðið í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er það 15. og kveður á um aðstoð til útlendinga. „Til þess að þetta liggi algerlega skýrt fyrir hef ég líka óskað eftir áliti Lagastofnunar á þessu máli því það má segja að þetta hafi verið ein forsenda sem voru hafðar til huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma.“ Um 30 eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanleg synjun um alþjóðlega vernd en 53 hefur verið tilkynnt um lok á þjónustu. Katrín segir áríðandi að dómsmála- og félagsmálaráðuneytið leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að setja þennan ágreining á borðið og finna lausnir. Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún væri útfærð.“ Dómsmálaráðherra hefur aðra sýn á lausn vandans og sagði fyrr í dag að hún vilji opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem hafa fengið endanlega synjun. Forsætisráðherra segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkt hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki auðvitað til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og það er nokkuð sem okkur hefur ekki hugnast og ég las það þannig á Alþingi að það væri ekki mikill vilji fyrir slíku úrræði og að við ætluðum að fara aðrar leiðir, og það var eins og ég sagði, ein af forsendum fyrir því að þetta frumvarp var samþykkt,“ segir Katrín og að hennar mati hafi þetta allt legið skýrt fyrir við samþykkt frumvarpsins. Hún segir áríðandi að leyst verði úr ágreiningi um þessi mál og segir að það megi gagnrýna það að ekki hafi verið rætt áður við sveitarfélögin og hún vænti þess að það samtal eigi sér stað sem fyrst. Spurð hvað eigi að gera við fólkið sem sé réttinda- og heimilislaust á meðan þess er beðið að málið verði leyst segir Katrín að það liggi fyrir að svona framkvæmd þurfi að undirbúa vel. „Svona spurningum þarf að svara og ég hef litið svo, hafandi fylgst með framkvæmd laganna upp á síðustu daga, að það sé ljóst að það þarf að læra af þessum dögum til að tryggja að þessi framkvæmd geti gengið almennilega fyrir sig.“ Spurð hvort henni þyki rétt að beita ekki ákvæði um þjónustusviptingu á meðan þess er beðið að málið sé leyst segir Katrín að það þurfi að leysa ágreininginn og að verði hægt að finna út úr þessu á næstu dögum. „Ég held að þessi mál verði að skýrast mjög hratt og örugglega.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Félagsmál Flóttamenn Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent