Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 08:23 Fólk gengur eftir Aðalstræti í sögufræga ferðamannabænum Lahaina sem brann svo gott sem til kaldra kola í síðustu viku. AP/Rick Bowmer Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. Leitarlið með líkleitarhunda hefur nú farið yfir um þriðjung hamfarasvæðsins. Búið var að bera kennsl á fimm manns sem fórust í gær. Færanleg líkgeymsla kom á hamfararsvæðið í gær en hún að hjálpa yfirvöldum að bera kennsl á líkamsleifar sem finnast í brunarústunum. Alríkisyfirvöld sendu teymi réttarlækna, meinafræðinga og tæknimanna með röntgentæki og annan búnað til verksins. Búist er við að það gæti tekið sinn tíma. Gróðureldarnir á Maui eru nú þegar þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld og verstu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Ríkisstjórinn þar hefur varað við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Skjáskot úr myndböndum sem tveir íbúar á Maui tóku af eldi sem kviknaði út frá raflínu 8. ágúst.AP/Shane Treu/Robert Arconado Kviknaði í út frá raflínu Orkufyrirtæki Havaíeyja hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið rafmagn af línum þrátt fyrir viðvaranir um mikið hvassviðri í síðustu viku. Hópmálsókn gegn því er þegar hafin þar sem fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á dauða fleiri en hundrað manns. AP-fréttastofan segir að myndband sem starfsmaður ferðamannastaðar tók upp snemma morguns á þriðjudag fyrir viku sýni raflínu sem féll á jörðina þegar staur sem hélt henni uppi gaf sig. Línan féll í þurrt gras og kveikti í því. Myndbandið var tekið örfáum mínútum eftir að yfirvöld segjast hafa fengið fyrstu tilkynningarnar um eldinn. Síðar um morguninn töldu slökkviliðsmenn sig hafa ráðið niðurlögum eldsins og yfirgáfu staðinn. Íbúar þar segja að eldurinn hafi hins vegar blossað upp aftur um miðjan daginn og breitt hratt úr sér. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Leitarlið með líkleitarhunda hefur nú farið yfir um þriðjung hamfarasvæðsins. Búið var að bera kennsl á fimm manns sem fórust í gær. Færanleg líkgeymsla kom á hamfararsvæðið í gær en hún að hjálpa yfirvöldum að bera kennsl á líkamsleifar sem finnast í brunarústunum. Alríkisyfirvöld sendu teymi réttarlækna, meinafræðinga og tæknimanna með röntgentæki og annan búnað til verksins. Búist er við að það gæti tekið sinn tíma. Gróðureldarnir á Maui eru nú þegar þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld og verstu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Ríkisstjórinn þar hefur varað við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Skjáskot úr myndböndum sem tveir íbúar á Maui tóku af eldi sem kviknaði út frá raflínu 8. ágúst.AP/Shane Treu/Robert Arconado Kviknaði í út frá raflínu Orkufyrirtæki Havaíeyja hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið rafmagn af línum þrátt fyrir viðvaranir um mikið hvassviðri í síðustu viku. Hópmálsókn gegn því er þegar hafin þar sem fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á dauða fleiri en hundrað manns. AP-fréttastofan segir að myndband sem starfsmaður ferðamannastaðar tók upp snemma morguns á þriðjudag fyrir viku sýni raflínu sem féll á jörðina þegar staur sem hélt henni uppi gaf sig. Línan féll í þurrt gras og kveikti í því. Myndbandið var tekið örfáum mínútum eftir að yfirvöld segjast hafa fengið fyrstu tilkynningarnar um eldinn. Síðar um morguninn töldu slökkviliðsmenn sig hafa ráðið niðurlögum eldsins og yfirgáfu staðinn. Íbúar þar segja að eldurinn hafi hins vegar blossað upp aftur um miðjan daginn og breitt hratt úr sér.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11