Lindarhvoll – hvað svo? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2023 10:30 Óhætt er að segja að birting Sigurðar Þórðarsonar (SÞ) fyrrum setts ríkisendurskoðanda á greinargerð hans um Lindarhvol fyrir nokkru hafi sett Lindarhvolsmálið í nýtt ljós. Viðbrögð við birtingu Sigurðar á skjalinu hafa verið margvísleg, sum fyrirsjáanleg en önnur hafa komið nokkuð á óvart. Fjármálaráðherra gaf út að í greinargerðinni væri ekkert nýtt en sagðist um leið ekki hafa lesið hana, þó hún hafi verið í hans vörslu í fimm ár. Alls kyns sótraftar hafa verið dregnir á sjó eða olnbogað sér sjálfir í umræðuna til að breiða út línu Valhallar í málinu. Það var svo sem fyrirsjáanlegtÖll þau viðbrögð eru meira og minna skipulögð aðför að settum ríkisendurskoðanda SÞ. Hvergi er minnst á það sem fram kemur í greinargerðinni heldur farið fram með þvaður um að birting greinargerðarinnar standist ekki lög (sem er marghrakið í lögfræðiálitum) og reynt að sá efasemdum um umboð SÞ í starfi. Það sem helst kemur fram í greinargerð SÞ varðar hvernig salan á Klakkaeigninni stóðst enga skoðun en það kom einnig fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Einnig er fundið að því að fjármunir voru mótteknir án þess að grein hafi verið fyrir því gerð. Gleymum ekki að við erum að tala um meðferð á fjármunum í ríkissjóði, við erum að tala um almannaeignir, við erum að tala um ríkisbókhald. Í greinargerð SÞ kemur einnig fram að Lindarhvoll gerði ekkert eigið mat á þeim eignum sem til sölu voru heldur var stuðst við saldólista úr Seðlabankanum sem gaf litlar upplýsingar. Í einhverjum tilvikum var mat þó lækkað til þess að fá betri niðurstöðu við sölu og bendir SÞ á það í greinargerðinni. S Þ fer einnig yfir hvernig reynt var á starfstíma hans að tefja og takmarka upplýsingagjöf til hans bæði frá Lindarhvoli en einnig frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu (!?). Þöggunin sem einkennt hefur málefni Lindarhvols hófst því strax og hefur staðið fram á þennan dag. Í greinargerðinni vekur SÞ athygli á hvernig einn einstaklingur var alltumlykjandi í starfsemi Lindarhvols. Sá var s.k. lögfræðilegur ráðgjafi en annaðist í reynd öll störf félagsins. Hann mætti til fyrsta stjórnarfundar félagsins með starfslýsingu sína í farteskinu og yfirtók um leið alla stjórn á félaginu. Hlutverk ,,lögfræðilega ráðgjafans” kom berlega fram í málflutningi í Héraðsdómi þar sem hann var í senn vitni og verjandi. Settur ríkisendurskoðandi ,,ad hoc" hefur sent mál Lindarhvols til ríkissaksóknara sem áframsendi það héraðssaksóknara. Lengi vel stóð Viðskiptablaðið í baráttu fyrir að greinargerðin yrði birt. Nú er engu líkara en að Ragnar Reykás hafi tekið að ritstjórn sér á miðlinum því eftir birtingu greinargerðarinnar líkir einn greinarhöfundur á vefmiðli VB þeim sem harðast börðust fyrir birtingu hennar við "vingla og vindbelgi" . Skemmtileg kveðja til samstarfsmanna (?) en nauðsyn brýtur lög þegar Valhöll hóstar. Viðbrögð sitjandi ríkisendurskoðanda við greinargerðinni eru með miklum ólíkindum og reyndar óendanlega dapurleg. Það er verulega sorglegt þegar embættismaður stígur fram og opinberar þekkingarleysi sitt á stöðu sinni og embættis síns og á stjórnsýslunni í heild líkt og ríkisendurskoðandi gerði í viðtali á Sprengisandi á dögunum. Annar möguleiki en engu betri er auðvitað sá að ríkisendurskoðandi tali gegn betri vitund. Á Sprengisandi,sem merkilegt nokk fyrir útvarpsþátt, var settur upp þannig að tveir einstaklingar töluðu þann þriðja niður fjarstaddan. Þar lét ríkisendurskoðandi móðan mása um hliðsettan embættismann nefnilega settan ríkisendurskoðanda ,,ad hoc" SÞ. Núverandi ríkisendurskoðandi virðist enga grein gera sér fyrir stöðu SÞ sem setts ríkisendurskoðanda. Hann fellur í þá gryfju, sem fleiri hafa gert, að líta á SÞ sem n.k. verktaka eða húskarl sem er fjarri öllu lagi. Þess vegna var það ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að ákvarða starfslok SÞ heldur þess sem setti hann, nefnilega forseta Alþingis. Það ber einnig vitni um sérstaka fávísi þegar ríkisendurskoðandi segir að SÞ og verk hans hafi verið flautuð af árið 2018. Það er Alþingi sem ákveður verklok allra verkefna ríkisendurskoðunar með afgreiðslu oftast stjórnskipulags – og eftirlitsnefndar. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að núverandi ríkisendurskoðandi fái tækifæri til að viðra vankunnáttu sína fyrir þeirri nefnd um verk SÞ. Síðan bítur ríkisendurskoðandi höfuðið af skömminni með því að saka SÞ um dylgjur og segja hann hafa farið út fyrir verksvið sitt. Hann kallar einnig greinargerð SÞ setts ríkisendurskoðanda marklaust plagg. Afsakið en samkvæmt þessu veit maðurinn ekkert í sinn haus um bókhald, um verksvið ríkisendurskoðanda og um endurskoðun. Við munum lifa löng sex ár með fákunnandi ríkisendurskoðanda í embætti. Alþingi í hvers umboði ríkisendurskoðandi situr hlýtur að íhuga þá stöðu sem núrverandi ríkisendurskoðandi hefur sett embættið og stofnunina í. Lengi framanaf höfðu þingmenn Samfylkingarinnar takmarkaðan áhuga á málefnum Lindarhvols og fulltrúa þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiddist mjög þegar málefni félagsins voru til meðferðar í nefndinni. Þegar kastljós fjölmiðla skein nokkuð skært á málið fyrr á árinu þustu þingmenn Sf fram og reyndu að gera sig gildandi. Nú þegar kastljósið er nokkru daufara fer ekkert fyrir þessum þingmönnum í umræðunni. Það er áhyggjuefni þegar forysta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í höndum Samfylkingar. Vonandi stendur hún sína pligt því nú reynir á fyrir alvöru. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Lindarhvols Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að birting Sigurðar Þórðarsonar (SÞ) fyrrum setts ríkisendurskoðanda á greinargerð hans um Lindarhvol fyrir nokkru hafi sett Lindarhvolsmálið í nýtt ljós. Viðbrögð við birtingu Sigurðar á skjalinu hafa verið margvísleg, sum fyrirsjáanleg en önnur hafa komið nokkuð á óvart. Fjármálaráðherra gaf út að í greinargerðinni væri ekkert nýtt en sagðist um leið ekki hafa lesið hana, þó hún hafi verið í hans vörslu í fimm ár. Alls kyns sótraftar hafa verið dregnir á sjó eða olnbogað sér sjálfir í umræðuna til að breiða út línu Valhallar í málinu. Það var svo sem fyrirsjáanlegtÖll þau viðbrögð eru meira og minna skipulögð aðför að settum ríkisendurskoðanda SÞ. Hvergi er minnst á það sem fram kemur í greinargerðinni heldur farið fram með þvaður um að birting greinargerðarinnar standist ekki lög (sem er marghrakið í lögfræðiálitum) og reynt að sá efasemdum um umboð SÞ í starfi. Það sem helst kemur fram í greinargerð SÞ varðar hvernig salan á Klakkaeigninni stóðst enga skoðun en það kom einnig fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Einnig er fundið að því að fjármunir voru mótteknir án þess að grein hafi verið fyrir því gerð. Gleymum ekki að við erum að tala um meðferð á fjármunum í ríkissjóði, við erum að tala um almannaeignir, við erum að tala um ríkisbókhald. Í greinargerð SÞ kemur einnig fram að Lindarhvoll gerði ekkert eigið mat á þeim eignum sem til sölu voru heldur var stuðst við saldólista úr Seðlabankanum sem gaf litlar upplýsingar. Í einhverjum tilvikum var mat þó lækkað til þess að fá betri niðurstöðu við sölu og bendir SÞ á það í greinargerðinni. S Þ fer einnig yfir hvernig reynt var á starfstíma hans að tefja og takmarka upplýsingagjöf til hans bæði frá Lindarhvoli en einnig frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu (!?). Þöggunin sem einkennt hefur málefni Lindarhvols hófst því strax og hefur staðið fram á þennan dag. Í greinargerðinni vekur SÞ athygli á hvernig einn einstaklingur var alltumlykjandi í starfsemi Lindarhvols. Sá var s.k. lögfræðilegur ráðgjafi en annaðist í reynd öll störf félagsins. Hann mætti til fyrsta stjórnarfundar félagsins með starfslýsingu sína í farteskinu og yfirtók um leið alla stjórn á félaginu. Hlutverk ,,lögfræðilega ráðgjafans” kom berlega fram í málflutningi í Héraðsdómi þar sem hann var í senn vitni og verjandi. Settur ríkisendurskoðandi ,,ad hoc" hefur sent mál Lindarhvols til ríkissaksóknara sem áframsendi það héraðssaksóknara. Lengi vel stóð Viðskiptablaðið í baráttu fyrir að greinargerðin yrði birt. Nú er engu líkara en að Ragnar Reykás hafi tekið að ritstjórn sér á miðlinum því eftir birtingu greinargerðarinnar líkir einn greinarhöfundur á vefmiðli VB þeim sem harðast börðust fyrir birtingu hennar við "vingla og vindbelgi" . Skemmtileg kveðja til samstarfsmanna (?) en nauðsyn brýtur lög þegar Valhöll hóstar. Viðbrögð sitjandi ríkisendurskoðanda við greinargerðinni eru með miklum ólíkindum og reyndar óendanlega dapurleg. Það er verulega sorglegt þegar embættismaður stígur fram og opinberar þekkingarleysi sitt á stöðu sinni og embættis síns og á stjórnsýslunni í heild líkt og ríkisendurskoðandi gerði í viðtali á Sprengisandi á dögunum. Annar möguleiki en engu betri er auðvitað sá að ríkisendurskoðandi tali gegn betri vitund. Á Sprengisandi,sem merkilegt nokk fyrir útvarpsþátt, var settur upp þannig að tveir einstaklingar töluðu þann þriðja niður fjarstaddan. Þar lét ríkisendurskoðandi móðan mása um hliðsettan embættismann nefnilega settan ríkisendurskoðanda ,,ad hoc" SÞ. Núverandi ríkisendurskoðandi virðist enga grein gera sér fyrir stöðu SÞ sem setts ríkisendurskoðanda. Hann fellur í þá gryfju, sem fleiri hafa gert, að líta á SÞ sem n.k. verktaka eða húskarl sem er fjarri öllu lagi. Þess vegna var það ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að ákvarða starfslok SÞ heldur þess sem setti hann, nefnilega forseta Alþingis. Það ber einnig vitni um sérstaka fávísi þegar ríkisendurskoðandi segir að SÞ og verk hans hafi verið flautuð af árið 2018. Það er Alþingi sem ákveður verklok allra verkefna ríkisendurskoðunar með afgreiðslu oftast stjórnskipulags – og eftirlitsnefndar. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að núverandi ríkisendurskoðandi fái tækifæri til að viðra vankunnáttu sína fyrir þeirri nefnd um verk SÞ. Síðan bítur ríkisendurskoðandi höfuðið af skömminni með því að saka SÞ um dylgjur og segja hann hafa farið út fyrir verksvið sitt. Hann kallar einnig greinargerð SÞ setts ríkisendurskoðanda marklaust plagg. Afsakið en samkvæmt þessu veit maðurinn ekkert í sinn haus um bókhald, um verksvið ríkisendurskoðanda og um endurskoðun. Við munum lifa löng sex ár með fákunnandi ríkisendurskoðanda í embætti. Alþingi í hvers umboði ríkisendurskoðandi situr hlýtur að íhuga þá stöðu sem núrverandi ríkisendurskoðandi hefur sett embættið og stofnunina í. Lengi framanaf höfðu þingmenn Samfylkingarinnar takmarkaðan áhuga á málefnum Lindarhvols og fulltrúa þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiddist mjög þegar málefni félagsins voru til meðferðar í nefndinni. Þegar kastljós fjölmiðla skein nokkuð skært á málið fyrr á árinu þustu þingmenn Sf fram og reyndu að gera sig gildandi. Nú þegar kastljósið er nokkru daufara fer ekkert fyrir þessum þingmönnum í umræðunni. Það er áhyggjuefni þegar forysta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í höndum Samfylkingar. Vonandi stendur hún sína pligt því nú reynir á fyrir alvöru. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun